Fréttablaðið - 23.03.2017, Side 4

Fréttablaðið - 23.03.2017, Side 4
ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI ÞVERHOLT 6 · 270 MOSFELLSBÆR · SÍMI: 534 4433 · WWW.FIAT.IS 4X4 FJÓRHJÓLADRIFINN VERÐ FRÁ 4.690.000 kr. 1.4 BENSÍN 170 HÖ. 9 GÍRA SJÁLFSKIPTUR 2.0 DÍSEL 140 HÖ. 9 GÍRA SJÁLFSKIPTUR VERÐ FRÁ 4.890.000 kr. 4X2 FRAMHJÓLADRIFINN VERÐ FRÁ 3.990.000 kr. 1.6 DÍSEL 120 HÖ. SJÁLFSKIPTUR KOMDU OG SKOÐAÐU NÝJAN OG GLÆSILEGAN ÁRA5ÁBYRGÐ fiat.is FERÐAÞJÓNUSTA Hugmyndir eru uppi um að bjóða út sérleyfi fyrir köfun í Silfru. Frumvarp þess efnis er til meðferðar í umhverfis- og auð- lindaráðuneytinu. „Þetta mun ekki bresta á á næstu vikum eða mánuðum. Við höfum engu að síður nokkuð fastmótaðar hugmyndir um hvernig best sé að haga þessu,“ segir Ólafur Örn Har- aldsson, þjóðgarðsvörður á Þing- völlum. Sem stendur bjóða níu fyrirtæki upp á köfunarferðir í Silfru og getur hver sem er, að ákveðnum skilyrð- um uppfylltum, stofnað fyrirtæki og boðið upp á slíka þjónustu. Árlega heimsækja um 50 þúsund manns þjóðgarðinn í þeim tilgangi að kafa þar. „Þarna yrðu boðin út ákveðið mörg sérleyfi sem köfunarfyrirtæki geta boðið í. Leyfunum yrði síðan úthlutað út frá hæstu tilboðum eða öðrum fyrirfram ákveðnum reglum. Þau fyrirtæki sem hljóta leyfi fengju síðan ákveðna aðgangstíma til að nýta sér,“ segir Ólafur. Að mati þjóðgarðsvarðarins myndi fyrirkomulag sem þetta bæta þjónustu fyrir gestina og auð- velda fyrirtækjum að stunda sína starfsemi við betri rekstrarskilyrði en þekkjast nú. Þá yrði þetta til að auka öryggi á köfunarstaðnum en öryggismál í Silfru hafa verið í brennidepli að undanförnu. Fyrr í þessum mánuði var gjánni lokað eftir að ferðamaður lést við snorkl. Var það annað banaslysið á þessu ári. Til að þessi hugmynd geti orðið að veruleika þarf lagabreytingu. Ólafur segir að á síðasta kjörtíma- bili hafi verið samin drög að frum- varpi um efnið. Sú vinna fór fram í forsætisráðuneytinu en þegar ný ríkisstjórn tók við voru málefni Þingvalla færð frá forsætisráðuneyt- inu til umhverfis- og auðlindaráðu- neytisins. „Ef þessi tilraun tekst vel þá gæti þetta verið módel sem nýtist vel fyrir aðra staði þar sem ásókn er gríðarleg,“ segir Ólafur. Hann leggur áherslu á að málið sé afar brýnt og þoli litla bið. „Ferðamönnum sem hingað koma fjölgar og fjölgar og samhliða fjölgar í Silfru. Við höfum ekkert val. Við verðum að bregðast við. Ég vona að þetta frumvarp komi sem fyrst inn á gólf þingsins.“ Steinar Kaldal, aðstoðarmaður Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, staðfestir að umrætt frumvarp sé í vinnslu hjá lögfræðingum ráðuneytisins. Hins vegar liggi ekki ljóst fyrir hvort eða hvenær frumvarpið verði lagt fram eða hvaða breytingum það hafi tekið. Áður hefur ráðherrann sagt að hún telji brýnt að stýra umferð í Silfru. johannoli@frettabladid.is Sérleyfi þurfi til að kafa í Silfru Tíu ferðaþjónustufyrirtæki bjóða köfun í Silfru. Hugmyndir þjóðgarðsvarðar fela í sér að fækka þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ef þessi tilraun tekst vel þá gæti þetta verið módel sem nýtist vel fyrir aðra staði þar sem ásókn er gríðar- leg. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum EFNAhAgSmál Virði erlendra eigna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna lækk- aði um 21,2 milljarða króna á síðasta ári vegna gengisáhrifa krónunnar. Þetta kom fram í máli Guðmundar Þ. Þórhallssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins, þegar hann flutti yfirlit um afkomuna á árinu 2016 á ársfundi sjóðsins í fyrrakvöld. Fram kom í máli hans að sjóður- inn nýtti til fulls allar gjaldeyrisheim- ildir Seðlabankans á árinu 2016 til kaupa á erlendum eignum. Með því hafi verið fylgt fjárfestingarstefnu sjóðsins með aukinni dreifingu eigna og fjárfestingu til langs tíma. Erlend verðbréfaeign sjóðsins nam um 159 milljörðum króna í lok ársins, en var um 153 milljarðar í árslok 2015. – jhh Nýtti heimildir sínar til fulls hEilbRigÐiSmál Framkvæmda- stjórn Heilbrigðisstofnunar Norður- lands hefur ákveðið að leggja af sjúkrabílavakt á Ólafsfirði en að sjúkrabíllinn verði áfram staðsettur þar og verði tiltækur ef aðstæður krefjast. „Tryggja þarf viðbragð þar við bráðum uppákomum og er stefnt að því að mynda hóp vettvangsliða í samstarfi við slökkvilið og/eða björgunarsveit til að sinna fyrsta viðbragði áður en sjúkrabíll kæmi frá Siglufirði eða í undantekningar- tilfellum frá Dalvík,“ segir um málið í fundargerð bæjarráðs Fjallabyggð- ar sem mótmælir ákvörðuninni harðlega. – gar Sjúkrabíll en ekki vakt Á Ólafsfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓnAS bRASilÍA Til þess að sýna umheim- inum að brasilískt kjöt sé ekki jafn- slæmt og kom í ljós við húsleit lög- regluyfirvalda síðastliðinn föstudag bauð forseti Brasilíu, Michel Temer, sendiherrum erlendra ríkja til máls- verðar á einu af bestu steikhúsum höfuðborgarinnar um helgina. Forsetinn sat við hlið sendiherra Kína, sem í fyrra keypti nautakjöt frá Brasilíu fyrir 225 milljarða íslenskra króna, og pantaði nautakjöt, lamba- kótelettur og pylsu. Kjötið sem Temer bauð sendiherrunum upp á reyndist hins vegar vera frá Úrúgvæ og Ástr- alíu og þykir það sérlega neyðarlegt í ljósi atburða síðustu daga. Lögreglan lét til skarar skríða gegn um 200 kjötframleiðendum eftir tveggja ára rannsóknir. Þeir eru meðal annars grunaðir um að selja úldið og salmónellusmitað kjöt. Þeir eru jafnframt grunaðir um að hafa hakkað pappakassa saman við kjöthakk. Yfir 30 fyrirtæki eru sökuð um að hafa notað sýru og önnur efni til að fela ástand kjötsins. Í sumum tilfellum hafa verið notuð efni sem geta valdið krabbameini, að því er BBC hefur eftir lögreglunni. Starfsmenn matvælastofnunar- innar í Brasilíu, sem sinna eiga eftirliti með kjötframleiðslunni, eru grunaðir um að hafa tekið við mútum og hafa 33 þeirra verið settir í gæsluvarðhald. Forsetinn hefur bent á að í Brasil- íu séu 4.837 sláturhús. Aðeins 21 þeirra hafi ekki uppfyllt tilskildar kröfur. Tilraunir hans til að benda á ágæti brasilísks kjöts hafa ekki borið árangur. Kína hefur stöðvað allan innflutning á rauðu kjöti frá Brasilíu, Evrópusambandið hefur hætt við- skiptum við kjötframleiðendurna sem liggja undir grun og Hong Kong, Japan, Mexíkó, Síle og Suður-Kórea hafa takmarkað innflutning á kjöti frá Brasilíu. Brasilía er stærsti útflytjandi heims á nauta-, grísa- og fuglakjöti. – ibs Brasilíumenn eru sakaðir um útflutning á úldnu kjöti Temer bauð sendiherrum á veitinga- stað til að sannreyna ágæti kjötsins. Þjóðgarðsvörður telur ákjósanlegt að haldin verði útboð á sérleyfum til köfunar í Silfru. Brýnt sé að bregðast tafar- laust við straumi kafara í gjána. Frumvarpsdrög um málið eru til með- ferðar í umhverfisráðu- neytinu. Gæti orðið fyrir- mynd fyrir aðra staði. 2 3 . m A R S 2 0 1 7 F i m m T U D A g U R4 F R é T T i R ∙ F R é T T A b l A Ð i Ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 4 -3 8 B 4 1 D 1 4 -3 7 7 8 1 D 1 4 -3 6 3 C 1 D 1 4 -3 5 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 2 2 3 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.