Fréttablaðið - 23.03.2017, Side 16

Fréttablaðið - 23.03.2017, Side 16
Málaferli gegn ríkinu eru í uppsiglingu vegna ólög-mætrar skerðingar Trygg- ingastofnunar (ríkisins) á lífeyri aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði í janúar og febrúar á þessu ári. Þegar ný lög um almanna- tryggingar voru samþykkt á Alþingi haustið 2016 féll niður heimild til skerðingar á lífeyri þeirra aldraðra sem fengu greiðslur úr lífeyrissjóði. Í stað þess að láta Alþingi setja inn nýja heimild í lögin fyrir áramótin síðustu var farin sú leið að skerða líf- eyri aldraðra án lagaheimildar. Það gerðist í tæpa tvo mánuði. Í lok febrúar var heimild til skerð- ingar sett inn í lög um almanna- tryggingar á ný. Þá nam ólögmæta skerðingin orðið 5 milljörðum króna. Einhverjir stjórnarþingmenn sögðu á Alþingi, að menn hefðu vitað, að umrædd skerðing ætti að vera í gildi. Þetta eru furðuleg ummæli. Í fyrsta lagi lýsa þau algerri óvirð- ingu við lagasetningu Alþingis; nánast er sagt, að ekki skipti máli hvort lagatextinn sé réttur eða ekki. Í öðru lagi horfir umræddur þing- maður (þingmenn) framhjá því, að eldri borgarar eru flestir andvígir umræddri skerðingu lífeyris og telja það himnasendingu, að heimild Alþingis til slíkrar skerðingar falli niður. Stór hluti eldri borgara vill að skerðing tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóða verði afnumin með öllu og bætur greiddar fyrir skerðingu fyrri ára. Skorað á LEB að fara í mál við ríkið Flokkur fólksins sendi Landssam- bandi eldri borgara bréf, áskorun um að sambandið færi í mál við ríkið vegna ólögmætu skerðing- anna í janúar og febrúar á þessi ári. Tilkynnti flokkurinn, að ef þetta yrði ekki gert innan 10 daga mundi flokkurinn sjálfur fara í mál við ríkið vegna ólögmætu skerðing- anna. Málið stendur þá þannig, að annaðhvort fer Landssamband eldri borgara í mál við ríkið eða Flokkur fólksins gerir það vegna þess máls, sem hér hefur verið gert að umtals- efni. Ég tel þetta gott framtak hjá Flokki fólksins. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að stefna eigi rík- inu vegna ólögmætu skerðinganna á lífeyri aldraðra í janúar og febrúar á þessu ári. En ekki á að láta þar við sitja. Einnig á að undirbúa mál á hendur ríkinu vegna stöðugra fyrri skerðinga á lífeyri aldraðra hjá TR vegna lífeyrissjóða. En það var lagt til í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík. Safna þarf gögnum til staðfest- ingar því, að það hafi verið skiln- ingur þeirra, sem stóðu að stofnun lífeyris sjóðanna og þeirra sem fylgd- ust með því, að lífeyrissjóðirnir hafi átt að vera viðbót við almannatrygg- ingar. Lítið er til af skriflegum stað- festingum á því, að svo hafi átt að vera og því þarf að rita niður slíkar staðfestingar og það tekur nokkurn tíma. Nauðsynlegt er að fara í mál við ríkið vegna fyrri skerðinga til þess að fá þeim hnekkt og tryggja fullan rétt aldraðra. Stjórnvöld, hver sem þau eru, fást ekki til þess að afnema skerðingar án málsóknar. Það er mitt mat. Ríkinu stefnt vegna skerðinga á lífeyri aldraðra Íslenska heilbrigðiskerfið er gjarnan sagt vera „eitt það besta í heimi“ og það staðfestir Hagstofan með þessari fyrirsögn: „Lífslíkur á Íslandi með þeim mestu í Evrópu.“ Með bólusetningum hefur því sem næst verið hægt að útrýma lömunar- veiki, heyrnarleysi og margri annarri varanlegri örorku. Með bæklunar- skurðaðgerðum er hægt að skipta um og laga liðskemmdir sem áður leiddu til örorku. Með augnaðgerðum fá blindir sýn, með heyrnartækjum má laga heyrn og með hjartaþræðingum má lagfæra hjörtu og æðar. Íslendingar eru of greindir í heilbrigðiskerfinu Miðað við þessa upptalningu mætti ætla að heilbrigðiskerfið geti útrýmt örorku meðal Íslendinga sem ekki eru komnir á ellilífeyrisaldur. Raun- veruleikinn er allur annar. Öryrkjar eru hlutfallslega tvöfalt fleiri en ann- ars staðar á Norðurlöndum. Aldrei hafa fleiri verið úrskurðaðir öryrkjar en á síðasta ári þegar úrskurðir um örorkumat voru 1.796 og fjölgaði um 22%. Samkvæmt tölum Trygginga- stofnunar voru örorkulífeyrisþegar 16.765 á árinu 2015. Á árinu 2015 fæddust 4.129 einstaklingar. Fjöldi öryrkja samsvarar fjórum heilum árgöngum og hefur fjöldi þeirra nær fimmfaldast á 30 árum og hlutfall þeirra á aldursbilinu 18-66 ára hefur aukist um 154%, úr 3,5% í 8,9%. Hvernig má það vera að fjöldi öryrkja margfaldast á sama tíma og læknavísindum fleygir fram? Ástæðan hlýtur að vera kerfislæg í þeim kerfum sem sett hafa verið upp til þess að meta örorku og til þess að aðstoða öryrkja við að fá bót meina sinna. Óhuggulegar upplýsingar berast um pilluát Íslendinga og aðrar skyndi- lausnir. Fjölmiðlar eru undirlagðir af töfralausnum: fæðubótarefnum, vítamínum, ofurfæðu og lyfjum. Lyfjafyrirtækin setja árlega á markað nýjar lausnir í pilluformi við verkjum, ofvirkni, kvíða, svefnleysi og depurð. Öll eru þessi lyf sögð örugg til inntöku og rétt að börn fái viðeigandi lyf frá fæðingu. Íslendingar virðast vera sérstaklega móttækilegir fyrir töfralausnum. Hver man ekki eftir fótanuddtækjunum? Þau voru skaðlaus en það eru ekki örvandi lyf eins og rítalín og skyld lyf sem við notum í margfalt meira magni á Íslandi (260% meira) en í Sví- þjóð. Frá embætti landlæknis koma þessar fréttir: „Þá er Ísland orðið hæst í notkun verkjalyfja, örvandi lyfja, svefnlyfja og róandi lyfja, róandi og kvíðastillandi lyfja og flogaveikilyfja sem öll eru ávanabindandi.“ Ofnotkun lyfja Margir geta hvorki vaknað, horft framan í daginn eða sofnað án þess að taka viðeigandi pillu. Íslendingar eru greindir með of mörg sjúkdóms- einkenni sem lækna á með pilluáti. Að undanförnu hafa verið gerðir sjónvarpsþættir og birst fréttir um það böl sem ópíumlyf (OxyContin) hafa valdið heilu bæjarfélögunum í Bandaríkjunum. Ópíumlyf hafa valdið dauða 200.000 Bandaríkja- manna á 20 árum. Það samsvarar því að 10 Íslendingar deyi árlega. Það dóu tugir Íslendinga af of stórum skammti ávanabindandi lyfja á árinu 2016. Hlutfallslega er vandinn stærri en í Bandaríkjunum. Það er ekki létt verk að koma á sam- ræmdum lyfjagagnagrunni á Íslandi. Margir læknar hafa til skamms tíma ekki nýtt hann og jafnvel barist gegn honum. Mikilvægt er að landlæknir fái stuðning til þess að þróa grunninn enn frekar og nýta til þess að rann- saka ávísanir á fíkla frá því að fyrsti lyfseðillinn er útfylltur þar til lyfja- fíkill finnst látinn af of stórum lyfja- skammti. Stöndum með landlækni við að taka þéttar í taumana og herða eftirlit (viðurlög) með þeim sem mest vísa á vanabindandi lyf. P.S. Auk þess legg ég til að rannsökuð verði örlög rítalínbarna miðað við önnur (of )virk börn. Fjöldi öryrkja ekki í samræmi við framfarir í læknavísindum Við lifum nú mikla breytinga-tíma. Félagslega, efnahagslega og pólitískt upplifir heims- byggðin mikil umbrot, átök og öfgar. Óöryggi og hræðsla við framtíðina gerir víða vart við sig. Öfgar og lýð- skrum hafa víða fengið byr undir báða  vængi og þeirri heimsskipan og framþróun sem við höfum búið við undanfarna áratugi er að mörgu leyti ógnað. Þetta á við um alþjóðlegt samstarf, alþjóðaviðskipti, forsendur lýðræðis, stöðu mannréttinda, varnar- samstarf o.fl. Bandaríki Trumps, Brex- it, uppgangur fasismans í Evrópu og þróun mála í Rússlandi, Tyrklandi og víðar, sýnir glögglega að heimsmyndin getur auðveldlega breyst stórkostlega til hins verra á komandi árum. Norðurlöndin geta ekki tekið þá áhættu að sitja aðgerðalítil hjá og sætt sig við stöðu áhorfandans á þessum miklu umbrotatímum. Þvert á móti er afar mikilvægt að Norðurlöndin stórauki nú samstarf sitt og taki for- ystu í baráttu fyrir nýrri heimsskipan, þar sem félagslegt öryggi, jöfnuður, réttlæti og lýðréttindi eru í hávegum höfð. Norðurlöndin verða að standa þétt saman um þessi mikilvægu gildi, beita sér sameiginlega af alefli og leita bandamanna um heim allan sem vilja sjá sambærilega þróun á komandi tíð. Norðurlöndin eru þekkt víða um heim fyrir mikla velmegun, frjáls- lyndi, jafnrétti, lýðræðislega þátt- töku, samstarf, öryggi og jöfnuð. Þessi mikilvægu gildi verðum við að verja af öllu afli, enda er víða að þeim sótt. Allt of víða er þróunin því miður í öfuga átt og við það verður ekki unað. Okkar norrænu velferðarsamfélög hafa sýnt og sannað hvers þau eru megnug og það er okkar hlutverk að verja þau og þróa áfram, en ekki láta brjóta þau niður. Sameinuð eru Norðurlöndin meðal tíu stærstu efnahagsstórvelda heimsins og þeirra fimm stærstu í Evrópu. Einnig í því ljósi geta Norður- löndin kinnroðalaust krafist sætis við borðið þar sem framtíð Evrópu og heimsins er rædd og ákvarðanir teknar. Í okkar huga er það því for- gangsmál að tryggja að Norðurlöndin vinni mun betur saman á alþjóða- vettvangi, en hingað til. Að því munu jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vinna á komandi mánuðum og árum. Norðurlöndin – örugg höfn í ólgusjó Ráðherra í ríkisstjórn sagði nýlega að andstaða við frum-varp um afnám ÁTVR væri til komin vegna pólitískrar hugmynda- fræði og bætti reyndar um betur og sagði að um sama væri að ræða hvað varðar einkavæðingu heilbrigðiskerf- isins; andstaðan við hana væri vegna pólitískrar einsýni. Þingmaður sama sinnis hvatti til þess að menn hættu umræðu um áfengismálið hið snar- asta og gengju til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi, það væri ekkert meira um það að segja. Þriðji stjórn- málamaðurinn, sem reyndar segist vera beggja blands í afstöðu sinni til áfengisfrumvarpsins, segir málið erf- itt viðfangs enda kristallist í því tog- streita á milli frelsis og lýðheilsu. Ég ætla að leyfa mér að gagnrýna afstöðu þessara þriggja stjórnmálamanna. Röksemdir og kredda Í fyrsta lagi þá skýtur skökku við að saka andstæðinga einkavæðingar, hvort sem er í heilbrigðiskerfinu eða varðandi áfengismálin, um að stjórn- ast af hugmyndafræði, þegar stað- reyndin er sú að allur málflutningur þeirra gengur út á málefnaleg rök, vísað er í rannsóknir og skýrslur, ábendingar heilbrigðisyfirvalda, ung- menna- og foreldrasamtaka og fag- aðila, sem flestir ef ekki allir, gera grein fyrir andstöðu sinni með skírskotun til efnislegra röksemda. Síðast en ekki síst vísa andstæðingar frumvarpsins til lýðheilsustefnu stjórnvalda sem byggir á ítarlegri rannsóknarvinnu. Stuðningsfólk frumvarpsins klifar á hinn bóginn á því að óeðlilegt sé að ríkið hafi áfengissölu með höndum. Það er fyrst og fremst hugmynda- fræðileg afstaða svo fremi hún styðj- ist ekki við annað en þetta pólitíska viðhorf, að ríkið eigi ekki að koma nálægt neins konar markaðsstarf- semi. Málefnalegar spurningar og vangaveltur Ef samfélagsleg aðkoma tryggir eftirfarandi umfram einkaaðila: a) betra utanumhald og minni ágang markaðsafla, b) er betri fyrir ríkissjóð og þar af leið- andi okkur sem skattgreiðendur, c) færir okkur hagstæðara verðlag (hátt útsöluverð stjórnast af álagn- ingu), d) tryggir meira úrval, e) dregur úr aðstöðumun þéttbýlis og dreifbýlis; ef þetta er svo, er þá ekki sjálfsagt að halda í það fyrirkomu- lag sem við búum við? Í þessum röksemdum sameinast þeir sem vilja takmarka aðgengi af lýðheilsuástæðum og hinir sem neyta áfengis og vilja hafa ríka valmögu- leika, tryggja hagstætt verðlag og hagsmuni sína sem skattgreiðendur. Allt eru þetta efnislegar röksemdir gegn staðhæfingum þeirra sem segja það vera rangt að ríkið hafi áfengis- dreifinguna á sinni hendi af þeirri einföldu ástæðu að það sé rangt! Með öðrum orðum: Af því bara. Ég held að varla sé hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að hug- myndafræði sé þarna orðin stjórn- málamönnum fjötur um fót. Ekki flýti á kostnað yfirvegunar! En hvers vegna ekki að afgreiða málið í snarhasti með atkvæðagreiðslu, þess vegna á morgun? Það er vissulega rétt, að margt hefur verið sagt um þetta mál bæði inni á Alþingi og í þjóð- félaginu almennt. En ef það er nú svo að meirihluti þingmanna gæti verið fyrir því að hunsa eigin lýðheilsu- stefnu, ganga gegn ábendingum alþjóðlegra og innlendra heilbrigðis- yfirvalda, Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar, Landlæknisembættisins, samþykktum heilbrigðisstétta, almennum vilja í þjóðfélaginu eins og hann hefur margítrekað birst í skoðanakönnunum, með öðrum orðum, lýðræðis legum vilja, óskum og hvatningu foreldrasamtaka, sér- fræðinga í áfengis varnarmálum, nán- ast allra umsagnaraðila um málið, ef á að hunsa allt þetta og þröngva síðan upp á okkur fyrirkomulagi sem svo rík andstaða er gegn, verður þá ekki skiljanlegt að menn vilji vinna tíma þar til öllum þingmönnum sem greiða atkvæði um málið hafi örugg- lega gefist tóm til að ígrunda allar hliðar þess af yfirvegun? Varla er til of mikils mælst í svo afdrifaríku máli að þeir sem taka ákvörðun geri það á upplýstan hátt! Hagsmunabarátta, ekki frelsisbarátta Í þriðja lagi langar mig til að beina því til þeirra sem telja að málið snúist um togstreitu á milli frelsis og lýðheilsu- sjónarmiða, hvort ekki væri nær að segja að í því kristallist átök á milli lýðheilsuhagsmuna annars vegar og verslunarhagsmuna hins vegar. Eða hvers vegna skyldu stóru verslunar- samsteypurnar vera nær einu aðilarn- ir sem mæla málinu bót í samræmdu pólitísku göngulagi með hugmynda- fræðilegum samherjum á þingi? Verslunarkeðjurnar eru ákafar í breytingar, enda er þar um mikla peningahagsmuni þeirra að tefla. Eig- endurnir vilja þannig ÁTVR-verslun ríkisins feiga. Og það vilja þeir ekki bara af því bara. Afnám ÁTVR: Ekki bara af því bara! Gunnlaugur H. Jónsson eðlisfræðingur Ögmundur Jónasson fv. alþingis­ maður Björgvin Guðmundsson viðskipta­ fræðingur Phia Andersson, formaður, Svíþjóð Henrik Dam Kristensen, Danmörku Maarit Feldt-Ranta, Finlandi Oddný G. Harðardóttir, Íslandi Sonja Mandt, Noregi í stjórn Jafnaðarmanna í Norður­ landaráði Stjórnvöld hver, sem þau eru, fást ekki til þess að afnema skerðingar án málsóknar. Það er mitt mat. Norðurlöndin geta ekki tekið þá áhættu að sitja að- gerðalítil hjá og sætt sig við stöðu áhorfandans á þessum miklu umbrotatímum. Hvernig má það vera að fjöldi öryrkja margfaldast á sama tíma og læknavís- indum fleygir fram? Ástæðan hlýtur að vera kerfislæg í þeim kerfum sem sett hafa verið upp til þess að meta örorku og til þess að aðstoða öryrkja við að fá bót meina sinna. 2 3 . m a r s 2 0 1 7 F I m m T U D a G U r16 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 4 -2 0 0 4 1 D 1 4 -1 E C 8 1 D 1 4 -1 D 8 C 1 D 1 4 -1 C 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 2 2 3 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.