Fréttablaðið - 23.03.2017, Side 22

Fréttablaðið - 23.03.2017, Side 22
Stjarnan sópaði ÍR-ingum í sumarfrí með dramatískum sigri Anthony Odunsi sækir hér að körfu ÍR í leik liðanna í gær en hann var frábær skemmtun og stemningin í stúkunni frábær. Fréttablaðið/anton brink Stjarnan - Ír 75-72 Stjarnan: Hlynur Bæringsson 20/10 frák., Anthony Odunsi 10, Marvin Valdimarsson 10, Justin Shouse 9, Eysteinn Ævarsson 7. Ír: Matthías Sigurðarson 21/10 frák., Quincy Hankins-Cole 14/14 fráköst. Stjarnan vann einvígið, 3-0. tindastóll - keflavík 107-80 tindastóll: Björgvin Ríkharðsson 22, Chris Caird 19, Pétur Birgisson 14, Antonio Hester 13, Helgi Freyr Margeirsson 12. keflavík: Magnús Traustason 18, Reggie Dupree 14, Hörður Vilhjálmsson 10. Staðan er 2-1 fyrir Keflavík. Grindavik - Þór Þorl. 100-92 Grindavík: Dagur Kár Jónsson 29, Lewis Clinch 20, Þorleifur Ólafsson 17. Þór: Tobin Carberry 38, Maciej Baginski 18. Staðan er 2-1 fyrir Grindavík. Nýjast Domino’s-deild karla 8 liða úrslit þriðji leikur 18.00 WGC Golfstöðin 19.00 Fimmgangur F1 Sport 23.00 kia Classic Golfstöðin Olís-deild karla 18.30 ÍbV - Haukar Eyjar 19.30 Stjarnan - Selfoss Mýrin 19.30 FH - afturelding Kaplakriki Íshokkí lokaúrslit um titilinn 19.00 Sa-Esja Skautahöllin á Ak. Í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar frá Parma eirikur@365.is fótbolti Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason hefur fengið sannkall- aða eldskírn á fyrstu vikum sínum í spænsku 1. deildinni. Sverrir Ingi samdi við Granada í upphafi árs og hefur síðan þá spilað hverja einustu mínútu í hverjum leik. Granada stendur þó í harðri fall- baráttu og er sem stendur í næst- neðsta sæti þegar tíu umferðir eru eftir af tímabilinu. „Auðvitað er staðan erfið. Ég vissi þegar ég samdi að það yrði erfitt verkefni að halda liðinu uppi en það er enn nóg eftir og vonandi tekst okkur að vinna nokkra leiki á lokakaflanum og halda vonum okkar á lífi,“ sagði Sverrir Ingi við Fréttablaðið í gær. Viðtalið var tekið rétt fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Parma á Ítal- íu um hádegisbil. Síðar um daginn flaug hópurinn yfir til Albaníu en þar fer fram leikur Kósóvó og Íslands í undankeppni HM 2018 á föstudagskvöld. besta lið heims í heimsókn Sverrir Ingi segir að það hafi ekki komið honum á óvart að fá jafn mikið traust og hann hefur fengið frá þjálfara Granada. „Ég fékk þau skilaboð strax að ég myndi fara beint inn í liðið. Það hefur verið bras á liðinu og bæði þjálfarinn og forráðamenn félagsins vildu þetta.“ Granada fór ágætlega af stað á nýju ári en hefur gefið eftir. Nú síð- ast tapaði liðið fyrir Sporting Gijon, 3-1, í miklum fallslag en Sverrir Ingi skoraði sitt fyrsta mark í spænsku úrvalsdeildinni í umræddum leik. Eftir landsleikjahléið tekur við öllu stærra verkefni er Granada fær stjörnum prýtt lið Barcelona í heim- sókn. „Við gerum okkur auðvitað grein fyrir því hversu erfitt það verður. Að mínu mati eru þarna bestu leik- menn heims og besta lið heims. En við verðum að fara inn í leikinn með það hugarfar að við verðum að fá eitthvað út úr honum. Vonandi tekst okkur að stela sigri eða punkti, það myndi gera mikið fyrir okkur.“ Engin vonbrigði Sverrir Ingi hefur nýtt þau tækifæri sem hann hefur fengið með lands- liðinu vel og verið til að mynda duglegur að skora í æfingaleikjum. Hann gerir þó engar kröfur um sæti í byrjunarliðinu, þó svo að mið- verðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson hafi lítið spilað með sínum liðum að undanförnu. „Ég hef margoft sagt að þeir sem hafa verið í íslensku vörninni hafa verið frábærir. Ég er 23 ára miðvörð- ur og veit að minn tími mun koma. Ég verð líka klár ef kallið kemur en það verða alls engin vonbrigði ef það kemur ekki.“ Hann segist hafa lært mikið af því að spila með reynsluboltunum í íslensku vörninni. „Þeir þekkja þennan alþjóðabolta vel eftir að hafa spilað í fremstu röð í mörg ár. Þeir hafa hjálpað mér mikið.“ Minn tími mun koma Sverrir Ingi Ingason hefur spilað hverja einustu mínútu með Granada eftir að hann samdi við liðið í upphafi árs. Næsti andstæðingur verður stjörnum prýtt lið Barcelona. Hann stillir kröfum sínum gagnvart landsliðinu í hóf. Sverrir ingi er þolinmóður og veit að hans tækifæri mun koma. norDiCPHotoS/GEtty Ég hef margoft sagt að þeir sem hafa verið í íslensku vörninni hafa verið frábærir. Ég er 23 ára og veit að minn tími mun koma. Sverrir Ingi Ingason 365.ISSÍMI 1817 í beinni á Golfstöðinni Tryggðu þér áskrift! 3.990 kr. á mánuði* Verð frá Ólafía Þórunn 23.-26. mars *K yn nt u þé r m ál ið á 3 65 .is 2 3 . m a r s 2 0 1 7 f i m m t U D a G U r22 s p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð sport 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 4 -5 6 5 4 1 D 1 4 -5 5 1 8 1 D 1 4 -5 3 D C 1 D 1 4 -5 2 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 2 2 3 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.