Fréttablaðið - 23.03.2017, Side 32
Um daginn var
heldið pub quiz á
milli stigaganga. Við
búum svo vel að Stefán
Pálsson sagnfræðingur er
formaður húsfélagsins.
Hann bjó til spurninga-
keppnina sem reyndist
æsispennandi.
Sólveig
Gísladóttir
solveig@365.is
Lögð er áhersla á fagleg vinnubrögð og bestu fáanlegu áhöld hverju sinni.
Húsfélagaþjónustan leggur áherslu á þjónustu við sameignir í fjölbýli, að sögn
Þóris Gunnarssonar framkvæmda-
stjóra.
„Meginstarfsemi okkar snýr
að reglubundnum þrifum og
ræstingu. Auk þess þjónustum við
atvinnu- og skrifstofuhúsnæði en
sá hluti eykst stöðugt þótt hefð-
bundin þrif- og ræstingarþjónusta
við húsfélög sé fyrirferðarmest
hjá okkur. Þá tökum við að okkur
fjölmörg önnur verkefni, stór og
smá, þ. á m. teppahreinsun, sorp-
geymsluþjónustu, gluggaþvott,
flutningsþrif, þrif eftir fram-
kvæmdir og svo mætti lengi telja.“
Nákvæm verklýsing
Í upphafi skoðar starfsmaður fyrir-
tækisins sameignina eða verkefnið
og gerir húsfélaginu eða viðkom-
andi tilboð í kjölfarið. „Ef tilboð-
inu er tekið, er gerður samningur
þar sem öll þjónusta sem er keypt
er nákvæmlega tilgreind. Nákvæm
verklýsing er gerð sem starfsfólk
okkar vinnur eftir og merkir við
hvern lið sem unninn er hverju
sinni. Helstu verkefni okkar fyrir
húsfélög eru að ryksuga, þvo gólf,
þurrka af ryk og þvo gler í anddyri
og ýmislegt fleira. Sameignin er
þrifin í samvinnu við íbúa enda
þykir okkur mikilvægt að gerðar
séu skýrar verklýsingar eftir óskum
hvers og eins svo allt sé á hreinu,“
segir Þórir.
Vorverkin nálgast
Nú þegar vorið nálgast minnir
Þórir á hefðbundin vorverk Hús-
félagaþjónustunnar, svo sem
gluggaþvott og teppahreinsun.
„Fyrirtækið á eigin lyftur fyrir
gluggaþvottinn og við sjáum um
gluggaþvott fyrir mörg af stærri
húsum landsins en við þvoum
glugga á öllum stærðum húsa.“
Teppahreinsun er einnig fastur
hluti af vorverkunum. „Þá er ein-
mitt gott að hreinsa úr þeim sand
og tjöru sem fara í teppin yfir
vetrarmánuðina en hreinsast ekki
svo auðveldlega við ryksugun. Við
erum með fullkomnustu vélar og
hreinsiefni sem er með því allra
besta sem býðst, bæði fyrir blaut-
hreinsun og þurrhreinsun,“ segir
hann.
Allt á einum stað
Þórir segir marga
kosti við að kaupa
þrif- og ræstingar-
þjónustu hjá fag-
mönnum í stað
þess að sjá um
slíkt sjálf. „Flestir
eru uppteknir við
vinnu, tómstundir
og ferðalög og finnst
mikill kostur að geta
fengið alla þjónustuna
á einum stað. Víða eru
leiguíbúðir og leigjendur ekki
alltaf jafn viljugir að þrífa sam-
eignina svo fátt eitt sé nefnt. Við
notum eingöngu vistvæn hreinsi-
efni sem við flytjum inn sjálf. Þau
koma frá ítalska fyrirtækinu Sutter
sem var það fyrsta sem framleiddi
hreinsiefni sem uppfylltu Kyoto-
bókunina á sínum tíma og er
framúrskarandi á sínu sviði.“
Reyndir starfsmenn
Húsfélagaþjónustan er mjög vel
tækjum búin. „Við vinnum stöðugt
að því að bæta okkur og höfum því
alltaf augun opin fyrir því besta
sem er í boði hverju sinni.
Einnig má nefna að
stór hluti starfs-
manna okkar
hefur starfað
hjá fyrir-
tækinu mjög
lengi, jafnvel
frá upphafi.
Starfsmanna-
veltan er lítil
og 30 manna
reynslumikill
kjarni leysir
verkefni dagsins.
Það skiptir miklu
máli fyrir starfsemi af
þessu tagi að hafa trausta og
heiðarlega starfsmenn sem kunna
vel til verka og sama starfsfólkið
sjái ávallt um hvert hús, þann-
ig verða líka viðskiptavinirnar
ánægðir.“
Nánari upplýsingar má finna á
www.husfelag.is.
Heildarlausnir fyrir húsfélög
Húsfélagaþjónustan er sérhæfð í ræstingum fyrir húsfélög og fyrirtæki og þjónustu í þrifum og
umhirðu. Fyrirtækið var stofnað 2002 og byggir á reynslumiklum og traustum starfsmönnum.
Georg flutti í Eskihlíðina árið 2000 og varð fljótlega við-riðinn húsfélagið, fyrst sem
formaður en gjaldkeri hefur hann
verið síðastliðin 15 ár. „Megin-
ástæðan fyrir því að ég hef látið
til leiðast í starfið öll þessi ár er
það góða andrúmsloft sem ríkir í
húsinu. Á meðan andinn er góður
í hópnum, menn eru samstiga um
að vilja halda húsinu í góðu ástandi
og vinna saman að því marki, þá tel
ég þetta ekki eftir mér,“ segir Georg
og bætir við að starfið reynist sér
alls ekki þungt í skauti. „Við höfum
verið í húsfélagaþjónustu hjá
Íslandsbanka sem gerir starf mitt
mjög auðvelt.“
Vinsælir húsfundir
Georg segir jákvæðnina í hús-
félaginu mjög drífandi. „Við erum
að fá 80 til 90 prósent mætingu á
húsfélagsfundi sem gerir starfið létt
og skemmtilegt. Þá leggja allir sitt
af mörkum,“ segir hann og tekur
dæmi um það þegar snjórinn mikli
féll í mars. „Þá reyndist fjölmennur
hópur vera kominn út á plan að
moka þó húsfélagið hefði ekki
boðað til þess.“
Tveir stigagangar eru í blokkinni
og 19 íbúðir. Ýmislegt er gert til að
auka samheldni íbúanna. „Haldinn
er sameiginlegur hreinsunardagur
á vorin sem lýkur með grillveislu.
Það þéttir raðir bæði fullorðinna og
barna. Um daginn var haldið pub
quiz á milli stigaganga. Við búum
svo vel að Stefán Pálsson sagn-
fræðingur er formaður húsfélagsins.
Hann bjó til spurningakeppnina
sem reyndist æsispennandi,“ lýsir
Georg og bætir við að oft vilji hús-
félagsfundir leysast upp í glens og
gaman.
Upplýsingaflæðið mikilvægt
Þrátt fyrir gleðiríka stemningu er
tekið faglega á þeim ákvörðunum
sem varða viðhald og uppbygg-
ingu blokkarinnar. „Við fundum
reglulega og höfum unnið að því í
fjölmörg ár að koma blokkinni í það
stand sem við erum ánægð með.
Fyrir níu árum fengum við ástands-
skýrslu á blokkinni og útbjuggum
plan út frá henni. Það plan hefur
haldið nokkuð vel og hefur verið
unnið á þeim hraða sem íbúar ráða
við. Þeir íbúar sem hafa komið inn
á leiðinni fá einnig að vita hvað er
búið að gera, hvað á eftir að gera og
hver áætlunin sé á því,“ segir Georg.
Hann telur upplýsingaflæði skipta
miklu til að halda andanum góðum.
„Við höldum frekar fleiri fundi
en færri og ræðum málin í þaula.
Þá höldum við úti Facebook-síðu
fyrir íbúa þar sem gott er að koma
upplýsingum hratt og örugglega á
framfæri.“
Huga að framtíðinni
Næsta verkefni húsfélagsins er að
endurnýja bílaplanið. „Upphaflega
átti bara að endurmalbika en síðan
spruttu upp umræður um fram-
tíðina, til dæmis í rafbílavæðingu
en það er afskaplega takmarkandi
að búa í blokk þegar kaupa á bíl
sem þarf að stinga í samband,“ segir
Georg.
Niðurstaðan var því að hugsa
til framtíðar og gera ráð fyrir
rafmagni í bílaplaninu sem síðar
verði hægt að útbúa hleðslustöðv-
ar við. Georg telur að Reykjavíkur-
borg ætti að gefa út leiðbeinandi
fyrirmæli um það hvernig standa
ætti að því í gömlum húsum að
endurnýja bílaplön.
Húsfélag barnanna
Ekki aðeins þeir fullorðnu í blokk-
inni hafa áhuga á húsfélagsmálum.
„Á vinnudeginum í fyrra hópuðust
börnin í blokkinni saman og
spurðu af hverju þau mættu
ekki vera með á húsfundum. Við
reyndum að telja þeim trú um að
fundir væru ekki svo skemmtilegir.
En þá sögðu þau að foreldrar þeirra
rifust um það hvort þeirra fengi að
fara á húsfundi og því hlyti eitthvað
skemmtilegt að vera að gerast. Þau
fengu því þá snilldarhugmynd um
að stofna eigið barnahúsfélag,“
segir Georg. Börnin héldu fund og
settu sér markmiðaskrá. „Markmið
þeirra er að hafa gaman og taka vel
á móti nýjum börnum í húsinu, og
það hafa þau staðið við.“
Framundan hjá húsfélagi
barnanna er byggja kofa í garðinum
en til þess fengu þau styrk hjá
Barnamenningarhátíð. Þá munu
þau taka þátt í hátíðinni með því að
vera með opinn dag og hátíð í garði
blokkarinnar að Eskihlíð 10 þann
29. apríl næstkomandi.
Pub quiz á milli stigaganga
Georg Páll Skúlason hefur verið gjaldkeri húsfélagsins í Eskihlíð 10 í 15 ár.
Hann telur ekki starfið eftir sér enda andinn í húsfélaginu afar góður.
Georg fyrir utan Eskihlíð 10 og 10a. Mæting á húsfundi er 80 til 90% enda ríkir gleði og gaman. MyNd/ViLHELM
4 KyNNiNGARBLAÐ 2 3 . m a r S 2 0 1 7 F i M MT U dAG U R
1
3
-0
6
-2
0
1
7
1
0
:4
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
1
4
-2
9
E
4
1
D
1
4
-2
8
A
8
1
D
1
4
-2
7
6
C
1
D
1
4
-2
6
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
6
4
s
_
2
2
3
2
0
1
7
C
M
Y
K