Fréttablaðið - 23.03.2017, Qupperneq 34
Stjórn húsfélags skal sam-kvæmt 74. grein laga um fjöleignarhús semja og leggja
fyrir húsfund til samþykktar hús-
reglur um hagnýtingu sameignar
og séreignar. Reglurnar skulu hafa
að geyma sem ítarlegust ákvæði um
sambýlishætti, umgengni og afnot
sameignar og skiptingu afnota ef
því er að skipta.
Í húsreglum fjölbýlishúsa skal
meðal annars fjalla um neðan-
greind atriði:
1. Umgengni um sameign og um
afnot hennar og hagnýtingu.
2. Bann við röskun á svefnfriði í
húsinu a.m.k. frá miðnætti til kl.
7 að morgni og undanþágur frá
því banni.
3. Skiptingu afnota sameiginlegs
þvottahúss.
4. Hvernig þrifum sameignar og
umhirðu lóðar skuli háttað og
hverjar séu skyldur eigenda í því
efni.
5. Reglur um hunda- og/eða katta-
hald sé það leyft, sbr. 13. tölul.
A-liðar 41. gr.
6. Reglur um afnot sameiginlegra
bílastæða.
7. Reglur um hagnýtingu séreigna
að því marki sem unnt er. 12. gr.
Helsti kosturinn
við gólfteppi er að
þau gefa mun betri
hljóðvist en flest önnur
gólfefni.
Skapti Stefánsson
Húsreglur lúta
meðal annars að
röskun á svefn-
friði og umhirðu
lóðar.
Tillitssemi í hávegum höfð
Gólfefnavöruverslunin Álfa-borg hefur verið starfrækt í þrjátíu ár. Þar er boðið
upp á flísar, parket, teppi og gólf-
dúka ásamt öllu efni til lagningar.
„Upphaflega vorum við aðallega
í flísum en höfum nú selt teppi í
yfir tuttugu ár. Árið 2007 keypti
Álfaborg Teppaland ehf. en þá
fylgdu margir góðir erlendir birgjar
sem styrktu stöðu okkar til muna.
Úrvalið jókst og fjölbreytnin hvað
varðar liti og gæði sömuleiðis,“
segir Skafti Stefánsson, söluráðgjafi
hjá Álfaborg.
Í dag býður Álfaborg upp á fjöl-
breytt úrval teppa í mismunandi
verðflokkum fyrir fyrirtæki, hús-
félög, heimili og verktaka. „Við
kappkostum að veita framúr-
skarandi góða þjónustu sem felst
meðal annars í því að við mælum
fyrir teppunum og gerum fast
tilboð. Við bjóðum jafnframt upp
á það að taka gömlu teppin af og
farga þeim til Sorpu. Það eina sem
viðskiptavinir þurfa að gera er að
taka afstöðu til litar og gerðar. Við
sjáum um rest,“ segir Skafti. Hann
segir Álfaborg auk þess búa að því
að vera með góða menn í vinnu
sem skila góðu verki.
Að sögn Skafta þurfa teppi á
stigaganga að vera slitsterk og
endingargóð. Hann segir öll teppi
sem Álfaborg býður upp á uppfylla
þar til gerða staðla, þar með talið
brunastaðla. Þau eru auk þess öll
auðveld í þrifum og afrafmögnuð.
En af hverju kjósa menn teppi
á stigaganga? „Helsti kosturinn
er að þau gefa mun betri hljóð-
vist en flest önnur gólfefni,“ segir
Skafti en að hans mati er fólk orðið
mun meðvitaðra um kosti góðrar
hljóðvistar og þá sérstaklega í fjöl-
býlishúsum. Aðspurður segir hann
dökkgráa litinn hvað vinsælastan
en teppin fáist þó í alls kyns litum
og blæbrigðum.
Skafti segir endingu teppanna
misjafna. „Hún fer eftir gæða-
flokkum, teppagerð, notkun og
samsetningu íbúa. Þess má til
dæmis geta að við höfum lengi
verið að selja teppi frá danska
framleiðandanum Fletco. Sum
voru sett á fyrir hátt í þrjátíu árum
og eru enn í notkun.“
Allar nánari upplýsingar er að finna
á alfaborg.is.
Gólfteppi bæta hljóðvist
Álfaborg er sérhæfð gólfefnavöruverslun. Þar fæst allt á gólfið á einum
stað. Algengt er að setja gólfteppi á sameignir. Starfsmenn Álfaborgar
hafa áratuga reynslu af þeim og vita upp á hár hvað hæfir hverjum stað.
Skapti Stefáns-
son, söluráðgjafi
hjá Álfaborg.
www.gamar.is • Sími 535 2510
MOLTA OG KURL
MOLTA
Kraftmikill jarðvegsbætir
Sendum heim.
Upplýsingar í síma 535 2500
KURL
Upplagt á gangstíga og beð
Söludeild Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2500
soludeild@gamar.is • www.gamar.is
21
.3
21
6/
3/
17
www.gamar.is • Sími 535 2510
6 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . m A r S 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R
1
3
-0
6
-2
0
1
7
1
0
:4
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
1
4
-2
E
D
4
1
D
1
4
-2
D
9
8
1
D
1
4
-2
C
5
C
1
D
1
4
-2
B
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
6
4
s
_
2
2
3
2
0
1
7
C
M
Y
K