Fréttablaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 44
„Það er alltaf skemmtilegt að taka upp Ísþjóðina og algjör forréttindi að fá að skyggnast inn í líf íslenskra eldhuga. Hug- myndin að þáttunum kviknaði þegar ég áttaði mig á því hversu stórkostleg unga kynslóðin okkar er. Við, þessi litla þjóð, eigum verðuga sendiboða í öllum heims- álfum sem eru að gera frábæra hluti,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlakona um Ísþjóðina sem hefur göngu sína í fimmta sinn á sunnudag. Ragnhildur Steinunn hefur heimsótt fjölda áhugaverðra einstaklinga í þáttum sínum í gegn um tíðina. Meðal viðmæl- enda hafa verið þau Hera Hilmarsdóttir leikkona, Annie Mist, hraustasta kona heims, Gunnar Nelson bardagakappi og hljómsveitin Of Monsters and Men. „Meðal viðmælenda í fimmtu seríunni eru Jökull Júlíusson, liðsmaður hljóm- sveitarinnar Kaleo, Ólafía Þórunn Krist- insdóttir atvinnukylfingur, Heiðar Logi Elíasson atvinnubrimbrettakappi og tón- listarkonan Glowie,“ segir Ragnhildur. Þau Ragnhildur Steinunn og Eiríkur Ingi Böðvarsson vinna þættina saman en Ragnhildur segir þau leggja mikið upp úr því að þættirnir séu bæði áhugaverðir, fjölbreyttir og vandaðir. „Við vinnum þetta bara tvö og gerum allt frá því að fullmóta handrit fyrir hvern þátt, taka upp og fljúga drónum og klippa þættina. Það kemur fólki oft á óvart að við séum ekki margra manna teymi en mér finnst við ná betur til viðmælendanna á þennan hátt. Þetta verður persónulegra og ekki eins yfir- þyrmandi fyrir fólk,“ útskýrir Ragn- hildur og bætir við að hún sé ótrúlega lánsöm með samstarfsmann og segir að Eiríkur Ingi hefur einstakt lag á lokasam- setningu sjónvarpsþátta. Í fyrsta þætti Ísþjóðarinnar ræðir Ragnhildur Steinunn við Jökul Júlíus- son, leiðtoga hljómsveitarinnar Kaleo, en hann hefur verið á hraðri siglingu upp á stjörnuhimininn. „Hljómsveitin er bókuð út árið og umboðsmaður sveitarinnar, Bruce Kalmick, segir í þættinum að hann hafi orðið fyrir nokkurs konar vakningu þegar hann heyrði tónlist sveitarinnar fyrst. Hann hafi ákveðið að fljúga strax til Íslands,“ segir Ragnhildur. Bruce Kalmick hefur verið farsæll í starfi sínu í gegn um tíðina og er sann- færður um að hljómsveitin Kaleo eigi eftir að ná langt. „Ég vissi um leið að þetta yrði framtíð mín,“ segir Bruce meðal annars í fyrsta þætti Ísþjóðar- innar sem sýndur verður á RÚV á sunnu- dagskvöld. Hann hrósar Jökli í hástert í þættinum og segir að brátt muni heimurinn átta sig á því að hann sé einn færasti flautari heims. „Rödd hans er marglaga. Hún getur verið mjög dimm, legið niðri í neðstu djúpum. Svo er hann einn besti flautari heims og það verður trúlega fljótt á allra vitorði. Röddin er ótrúleg og lögin ekki síður. Það fylgir ekki endilega, að vera með góða rödd og vera listamaður. Þeir eru fátíðir,“ segir Bruce og bætir við að lögin sem Jökull semji séu af gamla skól- anum og minni á tónlist frá Bob Dylan, Van Morrison og Rolling Stones. gudrunjona@frettabladid.is Ísþjóðin í fimmta sinn Ísþjóðin með Ragnhildi Steinunni hefur göngu sína í fimmta sinn á sunnudagskvöld. Í þáttunum skyggnist hún inn í líf ungra Íslendinga sem takast á við krefjandi verkefni. Ragnhildur Steinunn og Eiríkur Ingi vinna Ísfólksþættina saman. Mynd/RagnhIlduR Ástkær móðir mín, amma okkar og langaamma, Lilja Gísladóttir lést fimmtudaginn 16. mars á hjúkrunarheimilinu Eir. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 27. mars kl. 13.00. Agnes Óskarsdóttir börn og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, Margrét Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur, Skálateigi 3, Akureyri, lést mánudaginn 20. mars. Hreinn Pálsson Lára Hreinsdóttir Erlingur Jóhannsson Ólafur Hreinsson Sigurbjörg María Ísleifsdóttir Guðni Hreinsson Þórey Þöll Vilhjálmsdóttir Hans Hreinsson Harpa Sif Þórsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Guðsteinn Vignir Guðjónsson frá Tunguhálsi, sem lést á heimili sínu föstudaginn 17. mars, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 1. apríl klukkan 11. Jarðsett verður í Sauðárkrókskirkjugarði. Inga Björk Sigurðardóttir Valborg Inga Guðsteinsdóttir Ólafur Kr. Jóhannsson Heiðrún Edda Guðsteinsdóttir Haraldur Birgisson Guðrún Brynja Guðsteinsdóttir Gylfi Ingimarsson Ásdís Anna Guðsteinsdóttir Magnús Kristjánsson og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Skúli Einarsson lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu þann 4. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum starfsfólkinu á Mánateigi einstaka alúð og umhyggju. Margrét Sigrún, Stefanía, Anna Linda, Guðrún, Einar, Skúli og fjölskyldur þeirra. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, Guðleif Erla Blöndal lést þann 10. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Einar Þór Jónsson börn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar, Guðrún Erla Bjarnadóttir Núpalind 8, Kópavogi, sem lést laugardaginn 18. mars, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 29. mars klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Ingólfur Ólafsson Guðrún Ingólfsdóttir Sigurður Ólafsson Bjarni Hrafn Ingólfsson Inga Þórisdóttir Þór Ingólfsson Pia Hansson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Elvíra Herrera Ólafsson lést mánudaginn 20. mars í Fuengirola á Spáni. Þórir V. Þórisson Auður Dúadóttir Sveinn Þórisson Kristján Þórisson Svala Chomchuen Ólafur Þorkell Þórisson barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Borghildur Þórðardóttir frá Stöðvarfirði, lést laugardaginn 18. mars sl. Útför fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 31. mars kl. 15.00. Þórður Helgason Svanhildur Kaaber Guðjón Helgason Þóra Helgadóttir Sigurður S. Sighvatsson Sólveig Helgadóttir Óskar K. Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri Gísli Ísleifur Aðalsteinsson Austurbrún 2, er látinn. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, miðvikudaginn 29. mars kl. 15.00. Kristín Gísladóttir Aðalsteinn Hallgrímsson Ásdís Aðalsteinsdóttir Bergþór Jóhannsson Kristín Björg Bergþórsdóttir Jóhanna Guðrún Bergþórsdóttir Steinunn María Bergþórsdóttir Jóhann Gunnar Bergþórsson Aðalsteinn Gunnar Bergþórsson Elskulegur bróðir okkar og mágur, Gestur E.G. Gestsson frá Nýlendu, Garði, lést laugardaginn 11. mars á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu að Nesvöllum í Reykjanesbæ. Útförin fer fram frá Útskálakirkju laugardaginn 25. mars kl. 13.00. Þorleifur Gestsson Díana Sjöfn Eiríksdóttir Júlíus Gestsson Rannveig Guðnadóttir Sigurður Gestsson Ingveldur Halla Sigurðardóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Áskels Torfa Bjarnasonar Anna Guðný Jóhannsdóttir Ásgeir Arngrímsson Árni Áskelsson Jóhanna Marín Jónsdóttir Bjarni Áskelsson Ingibjörg H. Sigurðardóttir Guðmundur Sveinn Áskelsson Þóra Bjarnadóttir Guðni Torfi Áskelsson Júlíana Hilmisdóttir Gestur Áskelsson Sigríður Kjartansdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar og amma, Friðrikka Elísabet Óskarsdóttir frá Kóngsstöðum í Skíðadal, lést þann 13. mars á Dalbæ, Dalvík. Útförin verður frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 24. mars kl. 13.30. Þuríður Jóna Jóhannsdóttir Valgerður María Jóhannsdóttir Hlynur, Elísabet og Bjarki Vallýjarbörn og fjölskyldur. 2 3 . m a r s 2 0 1 7 F I m m T U D a G U r24 T í m a m ó T ∙ F r É T T a B L a ð I ð tímamót 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 4 -5 1 6 4 1 D 1 4 -5 0 2 8 1 D 1 4 -4 E E C 1 D 1 4 -4 D B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 2 2 3 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.