Fréttablaðið - 23.03.2017, Page 50

Fréttablaðið - 23.03.2017, Page 50
TónlisT sinfóníutónleikar HHHHH Verk eftir Kaiju saariaho og Jean sibelius. Einleikari: Sæunn Þorsteinsdóttir stjórnandi: Osmo Vänskä Norðurljós í Hörpu föstudaginn 17. mars Sinfóníuhljómsveit Íslands kemur reglulega fram í Eldborg í Hörpu, en suma föstudaga treður hún upp í miklu minni sal, Norðurljósum. Spyrja mætti hvort einhverjir áheyr- endur komist fyrir. Svarið er já, en ekki margir. Plúsinn er að þarna er tónleikagesturinn í aðeins nokkurra metra fjarlægð frá hljómsveitinni, og fær hana beint í æð eins og sagt er. Þetta er auðvitað tvíbent, ef hljóm- sveitin spilar illa verðar allir hnökrar skelfilega áberandi, en ef hún leikur vel er útkoman engu lík. Tónleikar föstudagsraðarinnar hefj- ast klukkan sex og standa í um klukku- tíma. Það er ekki ónýtt að enda vikuna þannig, láta þreytuna líða úr sér og hlusta á dýrindis tónlist. Efnisskráin sl. föstudag var óvana- leg að því leyti að hún samanstóð af ýktum andstæðum. Annars vegar lék sellóleikarinn Sæunn Þorsteinsdóttir smágert verk eftir Kaiju Saariaho, Sept papillons, þ.e. Sjö fiðrildi. Hún flutti það ein án meðleiks hljómsveitar- innar. Hins vegar var spiluð tröllaukin tónsmíð, önnur sinfónía Sibeliusar. Stjórnandinn þar var Osmo Vänskä. Byrjum á því fyrrnefnda. Sæunn lék forkunnarfallega, hún útfærði smæstu blæbrigði af einstakri nostursemi. Saariaho er eitt helsta tónskáld sam- tímans og um tíma lagði hún stund á rannsóknir í IRCAM, stofnun helgaðri rannsóknum á hljóði og framúrstefnu- legri fagurtónlist sem er staðsett í París. Verk hennar eru dulúðug og dreymin, stemningin annarsheims- leg. Oft eru þau blanda af akústískum hljóðfæraleik og raftónum, en hér var ekkert slíkt uppi á teningnum. Sæunn lék ein og framkallaði furðuleg hljóð sem voru m.a. viðkvæmt hvísl, óræðar hendingar og ákaflega lokk- andi hljómasamsetningar dýpstu og efstu tóna sellósins. Útkoman var hugleiðslukennd, þetta var ekki bara róandi tónlist, heldur fór hún með mann í ferðalag djúpt inn á við um óravíddir hugans. Að vissu leyti er önnur sinfónía Sibeliusar líka leyndardómsfull. Hún byrjar á brotakenndum tónum og hljómum, stefbrot rísa og hníga svo aftur niður, heildarmyndin er ringul- reið og framtíðin óljós. Ólíkt tónlist Saariaho fer þó myndin að skýrast eftir nokkra stund, stefin byrja að renna saman og á endanum vex tónlistin upp í yfirgengilegan hápunkt. Flutningur hljómsveitarinnar undir öruggri, nákvæmri og kraftmikilli stjórn Osmo Vänskä var glæsilegur. Að sitja svona nálægt hljómsveitinni í Norðurljósum gerði túlkunina ennþá safaríkari en ella, það var eins og að vera í einhverju háþróuðu stúdíói með hátölurum allt í kring. Hljómsveitin var í banastuði, strengirnir voru tærir, en líka safaríkir, blásararnir voru þétt- ir og fókuseraðir, slagverkið pottþétt, heildarhljómurinn í fullkomnu styrk- leikajafnvægi. Þannig á það að vera. Jónas Sen niðursTaða: Meistaralegur selló- leikur, afburða hljómsveitarspil. Með betri tónleikum vetrarins. Sinfónían beint í æð Sæunn lék forkunnarfallega, segir í dómnum. KVISTHAGI 6 - 107 RVK. OPIÐ HÚS FIMMTUD. 23. MARS KL. 17:30 – 18:00 Aðalhæð sem er 112,5 fm. 4ra herbergja íbúð. Vandaðar innréttingar og gólfefni. 2 samliggjandi stofur með rennihurðum á milli. Frábær staðsetning. V. 69,9 millj. Kjallaraíbúð sem er 108,9 fm. 4ra herbergja íbúð, lítið niðurgrafinn. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Mögulegur bílskúrsréttur. Sér – suðvesturverönd. Stórt bílastæði við eignina. Skólp og dren endurnýjað árið 1996. V. 59,9 millj. Eignirnar eru samtals 221,4 fm. Hægt að hafa sem eina íbúð en í dag eru þetta tvær íbúðir. OPI Ð H ÚS SVEINN EYLAND Löggiltur fasteignasali. S. 690 0820 Hafðu samband ÞÓRARINN THORARENSEN sölustjóri. Sími 770 0309 SÍMI 512 4900 - HLÍÐARSMÁRI 2 - LANDMARK.IS ... fæst í næsta apóteki og helstu stórmörkuðum Mundir þú eftir að bursta og skola í morgun? GUM eru hágæða tannvörur – allar upplýsingar á www.icecare.is tannlæ knar mæla m eð GUM tannvö rum Þjónustumiðstöð tónlistarfólks Tímaþjófurinn, bók Steinunnar Sigurðar-dóttur rithöfundar, sló í gegn þegar hún kom út árið 1986. Efni hennar, eldheitt ástarævintýri, afdrif þess og afleiðingar, verður nú sett á svið í fyrsta sinn og frumsýnt annað kvöld, föstudag, í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Melkorka Tekla Ólafsdóttir leik- listarráðunautur er höfundur leik- gerðar. „Ari Matthíasson þjóðleik- hússtjóri átti hugmyndina en bókin hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því að hún kom út og mér fannst hún mjög spennandi við- fangsefni,“ segir hún og heldur áfram: „Una Þorleifsdóttir vann svo upp úr leikgerð minni sýningu með listrænum samverkamönnum og þar hafa sviðshreyfingar og tónlist mikið vægi.“ Sagan Tímaþjófurinn er að mörgu leyti óvenjulegt efni til leikgerðar, að sögn Melkorku sem lýsir því nánar. „Það er lítið um samtöl í bókinni því hún er fyrstu persónu frásögn og textinn á köflum mjög ljóðrænn. En það sem heillaði okkur í leikhús- inu er að bókin opnar heim sterkra ástríðna þar sem aðalpersónan er hrífandi, flókin og mótsagnakennd kona. Skáldsagan er ákveðinn leikur með formið, þar sem ljóðlist er blandað inn í söguna. Að sama skapi er leiksýningin ákveðinn leikur þar sem texti, hreyfingar og hljóðmynd mynda eina heild og leitast er við að ná fram ákveðnum ljóðrænum áhrifamætti. Engu að síður er verkið dramatísk saga um ást, höfnun, þrá- hyggju og missi.“ Melkorka segir Steinunni hafa sýnt henni traust og veitt listrænt frelsi. „Hún kom á fyrsta samlestur og hefur fylgst með æfingum í loka- vikunni,“ lýsir hún en skyldi hún vera með fleiri verk Steinunnar í huga fyrir leiksvið? „Steinunn er í miklu eftirlæti hjá mér sem rithöf- undur en eins og stendur er hugur minn alfarið hjá Tímaþjófnum.“ gun@frettabladid.is Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson eru í aðalhlutverkum. Edda Arnljótsdóttir og Snæfríður Ingvars- dóttir leika mæðgur. Oddur Júlíusson fer einnig með ýmis hlutverk í sýningunni. MyND/ÞJóðlEIkHúSIð Tímaþjófurinn á svið Leikgerð eftir Tímaþjófnum, skáldsögu Steinunnar Sigurðar- dóttur, verður frumsýnd annað kvöld í Þjóðleikhúsinu. 2 3 . m a r s 2 0 1 7 F i m m T u D a G u r30 m E n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 4 -2 4 F 4 1 D 1 4 -2 3 B 8 1 D 1 4 -2 2 7 C 1 D 1 4 -2 1 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 2 2 3 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.