Fréttablaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 60
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is 2 3 . m a r s 2 0 1 7 F I m m T U D a G U r40 l í F I ð ∙ F r É T T a B l a ð I ð SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON 15.03.17 - 22.03.17 1 2 5 6 7 8 109 43 Örvænting B.A. Paris Löggan Jo Nesbø Dalalíf - Laun syndarinnar Guðrún frá Lundi Handan fyrirgefningar Þórdís Elva & Tom Stranger Binna B Bjarna - Stóra systir Sally Rippin Andartak eilífðar Paul Kalanithi Stúlkurnar á Enlandsferjunni Lone Theils Konan sem hvarf Anna Ekberg Eftir að þú fórst Jojo Moyes Planet Iceland Sigurgeir Sigurjónsson Fatahönnuðurinn Harpa Einarsdóttir fær innblást-ur úr meðal annars þjóð-sögum og náttúrunni í sköpun sinni fyrir merkið Myrka. Spurð út í línuna sem hún sýnir á RFF segir hún: „Línan er innblásin af íslenskum þjóðsögum og áferðinni í lands- laginu, hún er skemmtilega blanda af fágaðri klassík með vísun í land og þjóð og grunge og glamrokk. Línan hentar vel fyrir álfa, víkinga, lista- spírur og spjátrunga. Efniviðurinn er kasmírull, silkiflauel, silki, vegan og ekta leður, feldur, ull, mynstrað viskósefni og fleira.“ Harpa hefur verið viðriðin íslenska fatahönnunarbransann lengi og margir þekkja verk hennar sem hún hannaði á sínum tíma undir vörumerkinu Ziska. Hun tók tvisvar þátt í RFF með Ziska. „Þetta er fyrsta heila línan sem ég hanna undir Myrka, og framleiðsla er ekki komin í gang að neinu ráði. Línan sem ég sýni á RFF er FW17, en fyrstu flíkurnar koma í sölu í vor. Svo næ ég vonandi að láta þetta vaxa og dafna organískt á þeim hraða sem ég treysti mér í, ég ætla að stíga varlega til jarð- ar og vanda mig vel við framhaldið,“ útskýrir Harpa sem hefur notið þess að búa til þetta nýja vörumerki sem Myrka er. „Ferlið hefur allt verið afar skemmtilegt og óvænt að vissu leyti.“ Harpa kveðst í dag vinna með svipaðar áherslur og hún hefur alltaf gert. „Ziska er auðvitað ég og það skín í gegn í hönnuninni minni. En það sem er frábrugðið eru nýjar áherslur og núna hugsa ég aðeins lengra fram í tímann. En eins og ég segi þá er Myrka rétt að fæðast og ég er enn að pússa þetta allt til. Í dag er ég óhræddari við að leika mér og gera tilraunir með mismunandi efnivið og hef einfaldlega mun meira gaman af ferlinu sjálfu – það mun bersýni- lega endurspeglast í nýju línunni. Þó nafnið Myrka sé drungalegt þá skín ákveðinn léttleiki og leikgleði í gegn í línunni.“ Það að byrja aftur á núllpunkti var gott að vissu leyti að sögn Hörpu. „Já, það var mjög gott að stíga til baka og finna aftur kjarnann í minni sköpun. Allt ferlið á bak við Ziska var afar góður skóli sem mun nýtast mér áfram. Ég er mjög ánægð að fá tækifæri til að halda áfram og gera betur,“ útskýrir Harpa sem leggur meiri áherslu núna á að samtvinna fatahönnun sína og myndlist. „Það er ýmislegt á döfinni,“ segir Harpa spurð út í framhaldið. „Fyrst og fremst er það að koma fram- leiðslunni af stað svo hjólin fari að snúast, staðsetja mig á markaðinum og gera viðskiptaáætlun, sækja um styrki og byrja að hanna næstu línu. Þetta er afskaplega mikil vinna fyrir eina manneskju og ég vona að ég geti fengið með mér samstarfsaðila í náinni framtíð, helst með gott við- skiptavit svo ég geti einbeitt mér meira að hönnun og markaðssetn- ingu,“ segir Harpa sem er afar spennt fyrir helginni og RFF. „Ég vil koma á framfæri þökkum til allra sem koma að hátíðinni, fyrir að blása aftur lífi í þennan magnaða viðburð.“ gudnyhronn@365.is Mun stíga varlega til jarðar með nýja merkið Fatahönnuðurinn Harpa Einarsdóttir er ein þeirra sem sýna hönn- un sína á Reykjavík Fashion Festival-hátíðinni sem er sett í dag. Harpa hannar nú undir merkinu Myrka sem er nýtt merki sem hún hefur verið að vinna að hægt og rólega síðustu tvö ár. Harpa Einarsdóttir tekur þátt í RFF með merkið sitt MYRKA. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 4 -4 7 8 4 1 D 1 4 -4 6 4 8 1 D 1 4 -4 5 0 C 1 D 1 4 -4 3 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 2 2 3 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.