Fréttablaðið - 16.01.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.01.2017, Blaðsíða 6
Spánverjar á kafi í snjó Heilbrigðismál Allt að sjö milljarða vantar til öldrunarheimila landsins frá hinu opinbera eigi heimilin að uppfylla það þjónustustig sem land- læknisembættið telur eiga að vera, að mati Samtaka fyrirtækja í vel- ferðarþjónustu. Mörg öldrunar- og hjúkrunarheimili eru mjög illa sett fjárhagslega og mörg sveitarfélög hlaupa undir bagga með það sem upp á vantar, sem hið opinbera ætti í raun að greiða. Á bæjarráðsfundi í Mosfellsbæ síðastliðinn fimmtudag var rekstr- arvandi hjúkrunarheimilisins Hamra í Mosfellsbæ ræddur. „Allt frá upphafi starfsemi Hamra á síðari hluta árs 2013 hefur fjárhagslegur rekstur hjúkrunarheimilisins verið mjög erfiður. Daggjöld frá ríki hafa ekki hrokkið fyrir útgjöldum,“ segir í minnisblaði um rekstrarvanda Hamra sem var lagt fyrir bæjarráð. Í minnisblaðinu er vitnað í yfir- lýsingu framkvæmdastjóra Hamra, Sigurðar Rúnars Sigurjónssonar, sem segir að velferðarráðuneytið hafi hafnað erindi þeirra um leið- réttingu á ýmsum þáttum sem snéru að rekstrinum og að áfram verði ekki við unað. „Rekstrargrundvöllur fyrir heimilið er því ekki til staðar,“ segir Sigurður Rúnar. Óttarr Proppé heilbrigðisráð- herra segir um einn og hálfan millj- arð hafa verið settan í málaflokk- inn aukalega á ársgrundvelli vegna áranna 2016-2018. „Það er stefna stjórnarinnar, eins og kemur fram í stjórnarsátt- málanum, að gera betur í mála- flokknum. Nýr rammasamningur var settur á laggirnar og öll hjúkr- unarheimilin sögðu sig inn á þann samning,“ segir Óttarr. „Einnig hafa lífeyrisskuldbindingar verið teknar af þeim sem er heilmikill pakki. Því hefur margt verið gert en við ætlum að halda áfram og gera betur í mála- flokknum.“ Pétur Guðmundsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðar- þjónustu, segir kostnaðargreiningu á þjónustuþörf þeirri sem land- læknisembættið taldi æskilega hafa hljóðað upp á um 40.000 krónur fyrir daginn. Hins vegar greiði hið opinbera ekki nema um 27.000 krónur fyrir daginn. Því sé eðlilegt að mörg hjúkrunarheimili séu í vanda og standi illa fjárhagslega. sveinn@frettabladid.is Telur ekki grundvöll fyrir rekstri Hamra Framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Hamra í Mosfellsbæ telur ekki rekstrar- grundvöll fyrir heimilinu að óbreyttu. Milljarða vantar inn í málaflokkinn frá ríkinu. Ráðherra segir 1,5 milljarða hafa verið setta aukalega í málaflokkinn á ári. „Allt frá upphafi starfsemi Hamra á síðari hluta árs 2013 hefur fjárhagslegur rekstur hjúkrunarheimilisins verið mjög erfiður,“ segir í minnisblaði um rekstur Hamra. FréttAblAðið/Ernir Það er stefna stjórnarinnar, eins og kemur fram í stjórnarsátt- málanum, að gera betur í málaflokkn- um. Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra menntamál Þar sem framhalds- skólanám hefur verið stytt í þrjú ár munu flestir nemendur fæddir árin 1998 og 1999 útskrifast úr framhalds- skóla á sama tíma, haustið 2018. Þetta þýðir að ásókn í háskóla lands- ins gæti orðið nærri tvöfalt meiri en gengur og gerist það haustið. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir skólann hafa verið að undirbúa sig fyrir nærri tvöfalda innritun. Miðað við forsöguna ætti skól- inn þó að ráða við hana. „Í kjölfar hrunsins tókum við inn á einu bretti stóran hóp um áramót. Það gekk ágætlega,“ segir hann. Þá bendir Jón Atli á að þótt flestir framhaldsskólar landsins hafi lokið innleiðingu nýrrar aðalnámsskrár skólaárið 2015 til 2016 hafi tveir skólar fengið undanþágu, Mennta- skólinn á Akureyri og Mennta- skólinn í Reykjavík. „Það þýðir að árgangurinn verður ekki alveg tvö- faldur heldur dreifist þetta aðeins meira. Við gerum þó ráð fyrir því að það verði mun stærri árgangur haustið 2018 en venjulega,“ segir Jón Atli. Til undirbúnings hefur skólinn meðal annars farið yfir inntöku- kröfur sínar. „Það er það sem skiptir máli. Að nemendur uppfylli þær kröfur vegna þess að styttingin hefur mögulega áhrif á innihald náms,“ segir Jón Atli og bætir því við að ef inntak námsins sé gott og nemendur uppfylli kröfurnar ætti skólinn að ráða við stærð árgangsins. Síðastliðið haust söfnuðust þús- undir undirskrifta þar sem skorað var á stjórnvöld að auka útgjöld til háskóla landsins. „Ef það verða mun fleiri nemendagildi mun þurfa sér- stakan stuðning vegna þess. Við erum undirfjármögnuð og það þarf að spýta verulega í,“ segir Jón Atli. Hann kveðst ekki hafa hitt nýjan menntamálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, eftir að hann tók við emb- ætti, en vonast til að gera það fljót- lega svo hægt sé að fara yfir málin. – þea Þurfa meiri pening fyrir nærri tvöfaldan árgang Á Háskólatorgi. FréttAblAðið/Anton brink Jón Atli benediktsson, rektor Háskóla Íslands Það hefur snjóað óvenju mikið á norðurhluta Spánar að undanförnu líkt og þessir íbúar þorpsins Espinal, í Baskahéraðinu Navarra, fengu að kynnast í gær. Snjónum hefur fylgt gífurlegur kuldi en þar sem kaldast er hefur hitastigið verið nálægt mínus tuttugu gráðum á Celsíus. FréttAblAðið/EPA Hafnarfjörður Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði,  þiggur ekki boð um  heim- sókn til kínversku borgarinnar Ganzhou. Honum barst boð þann 13. desember með tölvupósti frá utanríkisnefnd Ganzhou þar sem honum er boðið til borgarinnar til að halda áfram viðræðum um að gerast vinaborg Ganzhou. Borgar- yfirvöld þar lýstu í boðinu hvað Hafnfirðingar hefðu verið gest- risnir og hlýir þegar sendinefnd kom hingað til lands í október og lýstu yfir vilja til að  ræða um áframhaldandi samstarf. Í tölvupósti sem Haraldur sendi Sigríði Kristinsdóttur bæjarlög- manni segir að leggja þurfi erindið fyrir bæjarráð en það skuli ekki gert fyrr en eftir áramót. „Geri ráð fyrir að það sé ekki mikill áhugi fyrir þessu,“ endar Haraldur tölvu- póstinn. Á bæjarráðsfundi í síðustu viku var erindið borið upp og ákveðið að þiggja ekki boðið. – bb Ekki áhugi á heimsókn til Kína Haraldur l. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vildi ekki fara til kína. FréttAblAðið/PJEtur 1 6 . j a n ú a r 2 0 1 7 m á n u D a g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 2 -3 7 3 4 1 D 1 2 -3 5 F 8 1 D 1 2 -3 4 B C 1 D 1 2 -3 3 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 1 5 1 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.