Fréttablaðið - 16.01.2017, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.01.2017, Blaðsíða 46
byko.is KLÆDDU ÞIG VEL FYRIR VETURINN S- 3XL 5 25kg. 3l. 10kg. 5 25kg. – Tengir þig við framtíðina! Öflugur margmiðlunarspilari Sta fræ na r lau sn ir Ég er nýflutt til Berl-ínar, eins og svo margir íslenskir listamenn, en ég er reyndar að elta ástina,“ segir Freyja Reynisdóttir myndlistarmaður sem síðastliðinn laugardag opnaði sýninguna Sögur í Listasafninu á Akureyri. Sama dag var opnuð í safninu sýning á verk- um Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk, undir sýningarstjórn Hlyns Hallssonar safnstjóra en verk Nínu eru Íslendingum að góðu kunn. Freyja útskrifaðist úr Myndlista- skólanum á Akureyri 2014 og hefur síðan starfað og sýnt á Íslandi, Spáni, í Danmörku, Þýskalandi og Bandaríkjunum auk þess að reka sýningarrýmið Kaktus og takast á við fleiri spennandi verkefni. Hún segir að í náminu hafi hún fljótt komist að því að hennar styrk- leiki lægi ekki síst í því að mála og teikna eftir fyrirmyndum. „Þannig að ég hef verið að leika mér með það konsept í mörgum miðlum. Eftir útskrift fór ég svo m.a. að gera vídeóverk og gjörninga, eiginlega bara að prófa allan fjandann. En svo rétt áður en ég flutti út fyrir fjórum mánuðum bauðst mér þessi sýning og þá ákvað ég að vinna að málverkinu og er því núna með málverkasýningu auk eins skúlp- túrs.“ Freyja segist mála mikið út frá sjálfri sér, hvort sem það eru sjálfs- myndir eða myndir af öðru fólki. „Hverjum sem er í rauninni. Þetta eru pínu súrrealískar myndir, oft eins og hálfgerðir trúðar eða prestar, það virðist vera svona gegnum gangandi hjá mér. Svo er ég hestalistamaður. En myndirnar á sýningunni eru allar unnar út frá mér og því sem hefur verið að gerast í mínu lífi undan- farna mánuði. Ég flutti út vegna ástarinnar og þar af leiðandi er hún umfjöllunarefni og einnig hvernig það er að fylgjast með íslensku sam- félagi úr fjarlægð. Satt best að segja finnst mér erfiðara að horfa á Ísland úr þessari fjarlægð.“ Freyja segir það eflaust hluta skýringarinnar á því hversu margir íslenskir listamenn eru í Berlín að þar sé auðveldara að lifa frá degi til dags. „Ég er ekki þarna til þess að koma mér í sambönd og allt það heldur t.d. til að geta keypt í mat- inn. Það kostar yfirleitt aðeins átta til fimmtán þúsund kall að fljúga á milli Keflavíkur og Berlínar. Fjöl- skyldan mín býr í Reykjavík og það er oft erfiðara að koma mér á milli Akureyrar og Reykjavíkur en yfir hafið þannig að mér finnst á einhvern hátt að ég sé nær fjöl- skyldunni þegar ég bý í Berlín. Það er klikkað.“ Í verkum sínum tekst Freyja oft á við þráhyggju mannsins fyrir því að skilgreina alla hluti. Hún tekur undir það og segist í raun vera örlítið heltekin af því. „Mér finnst svo gott að eiga samtal við fólk sem kemur á sýningar hjá mér. Hvað les fólk úr verkunum? Ég nota mikla táknfræði en vil að fólk lesi það sem það vill út úr mínum verkum. En mér finnst athyglisvert hvernig verk sem eru jafnvel mjög persónu- leg af hálfu listamannsins geta líka höfðað til viðtakandans á mjög persónulegan máta. Þaðan kemur titillinn Sögur vegna þess að áhorf- andinn skapar sínar sögur í viðtök- unni og það finnst mér heillandi.“ Freyja segir að til þess að fylgja sýningunni eftir ætli hún að vera í Listasafninu á meðan sýningin stendur yfir. „Ég reyni alltaf að vera á staðnum. Mér finnst gaman að tala við alla sem vilja koma til mín og ræða við mig um verkin en fólk ræður því auðvitað sjálft. Þetta er krefjandi ferli en mér finnst það gríðarlega mikill lærdómur.“ Krefjandi ferli en mikill lærdómur Freyja Reynisdóttir opnaði sýninguna Sögur í Listasafni Akur- eyrar síðastliðinn laugardag. Listakonan er búsett í Berlín um þessar mundir en hún ætlar að vera á staðnum allan tímann. Freyja Reynisdóttir á sýningu sinni Sögur á Listasafninu á Akureyri. Verkið Tilvera eftir Freyju Reynisdóttur. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 1 6 . j a n ú a r 2 0 1 7 M Á n U D a G U r22 M e n n i n G ∙ F r É T T a B L a ð i ð menning 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 2 -3 7 3 4 1 D 1 2 -3 5 F 8 1 D 1 2 -3 4 B C 1 D 1 2 -3 3 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 1 5 1 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.