Fréttablaðið - 16.01.2017, Blaðsíða 41
Zlatan kom sínum
mönnum til bjargar
fótbolti Mark Zlatans Ibrahimovic
tryggði Manchester United jafntefli
gegn Liverpool í stórleik helgarinn-
ar í ensku úrvalsdeildinni. Loka-
tölur urðu 1-1 og hvorugur knatt-
spyrnustjórinn var neitt sérstaklega
sáttur í leikslok.
James Milner kom Liverpool
yfir með marki úr vítaspyrnu á 27.
mínútu eftir að Paul Pogba handlék
boltann innan vítateigs. Afar klaufa-
legt hjá Frakkanum sem náði sér
ekki á strik í leiknum. Milner var
hins vegar öruggur á vítapunkt-
inum og skoraði sitt sjötta mark á
tímabilinu. Hann hefur skorað úr
öllum sjö vítaspyrnunum sem hann
hefur tekið í búningi Liverpool.
United var hættulegri aðilinn í
fyrri hálfleik en Simon Mignolet
stóð fyrir sínu í marki Liverpool og
varði tvisvar vel frá Zlatan og Hen-
rikh Mkhitaryan. Kollegi hans í
marki United, David De Gea, kom
svo sínum mönnum til bjargar
þegar hann varði frá Roberto Firm-
ino í besta færi Liverpool í seinni
hálfleik.
Pressa United skilaði á endanum
jöfnunarmarki. Zlatan skoraði þá
með skalla í slá og inn úr erfiðri
stöðu eftir fyrirgjöf Antonios Val-
encia. Þetta var fjórtánda mark
Zlatans í ensku úrvalsdeildinni í
vetur. Aðeins Dwight Yorke og Ruud
van Nistelrooy skoruðu fleiri mörk
(15) í fyrstu 20 úrvalsdeildarleikjum
sínum fyrir United.
„Þetta var ekkert sérstaklega
góður leikur. Við sýndum ekki
okkar bestu hliðar og það sama á
við Liverpool,“ sagði José Mour-
inho, stjóri United, eftir leik. Hans
menn hafa ekki tapað í 12 deildar-
leikjum í röð. Þeir virðast samt vera
fastir í 6. sæti deildarinnar þar sem
þeir hafa setið undanfarnar vikur.
„Þetta var mjög erfitt undir lokin
þegar þeir fóru að spila löngum
boltum. Við vonuðumst eftir því að
hafa heppnina með okkur en svo
var ekki,“ sagði Jürgen Klopp, stjóri
Liverpool sem missti Tottenham
upp fyrir sig í 2. sætið. Bæði Liver-
pool og Spurs eru með 45 stig, sjö
stigum á eftir toppliði Chelsea. – iþs
Drengjakórinn hans Geirs er að finna taktinn
Strákarnir okkar spiluðu tvo háspennuleiki um helgina. Miðað við færin sem gáfust í leikjunum tveimur er svekkjandi að uppskeran hafi aðeins verið eitt stig. Þetta stig
gæti þó orðið dýrmætt og strákarnir eiga enn möguleika á því að komast í sextán liða úrslit. Ísland fær núna eins dags hvíld áður en að leiknum gegn Angóla kemur.
Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson kastar sér inn í teiginn, slær boltann í markið og kemur Íslandi 22-21 yfir undir lokin gegn Túnis. Mark Arnars dugði þó ekki til sigurs því Túnisar jöfnuðu metin mínútu fyrir leikslok og tryggðu sér annað stigið. FréTTAbLAðið/AFP
Zlatan ibrahimovic fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Liverpool. nordicPhoTos/geTTy
Enska úrvalsdeildin
Staðan
Úrslit 21. umferðar 2016-17
Tottenham - W.b.A. 4-0
Harry Kane 3 (12., 77., 82), Sjálfsmark (26.).
swansea - Arsenal 0-4
Sjálfsmörk 2 (54., 67.), Olivier Giroud (37.),
Alexis Sánchez (73.).
burnley - s’ton 1-0
Joey Barton (78.).
hull - bournemouth 3-1
Abel Hernández 2 (32., 50.), Sjálfsmark (62.)
- Junior Stanislas, víti (3.).
West ham - c. Palace 3-0
Sofiane Feghouli (68.), Andy Carroll (79.),
Manuel Lanzini (86.).
stoke - sunderland 1-3
Marko Arnautovic 2 (15., 22.), Peter Crouch
(34.) - Jermain Defoe (40.).
Watford - M’brough 0-0
Leicester - chelsea 0-3
Marcos Alonso 2 (6., 51.), Pedro (71.).
everton - Man. city 4-0
1-0 Romelu Lukaku (34.), 2-0 Kevin Mirallas
(47.), 3-0 Tom Davies (79.), 4-0 Ademola
Lookman (90.).
Man. Utd - Liverpool 1-1
0-1 James Milner, víti (27.), 1-1 Zlatan Ibra-
himovic (84.).
FéLAg L U J T MÖrK s
chelsea 21 17 1 3 45-15 52
Tottenham 21 13 6 2 43-14 45
Liverpool 21 13 6 3 49-24 45
Arsenal 21 13 5 3 48-23 44
Man.city 21 13 3 5 41-26 42
Man. Utd 21 11 7 3 32-20 40
everton 21 9 6 6 32-23 33
West brom 21 8 5 8 28-28 29
stoke city 21 7 6 8 27-33 27
burnley 21 8 2 11 23-31 26
bournem. 21 7 4 10 30-37 25
West ham 21 7 4 10 26-35 25
southampt. 21 6 6 9 19-26 24
Watford 21 6 5 10 23-36 23
Leicester 21 5 6 10 24-34 21
Middlesbr. 21 4 8 9 17-22 20
crys. Palace 21 4 4 13 30-40 16
hull city 21 4 4 13 20-45 16
sunderland 21 4 3 14 20-40 15
swansea 21 4 3 14 23-49 15
Wolverhampton Wanderers
Jón daði böðvarsson
Kom inn á sem varamaður
á 77. mínútu þegar Wolves
bar sigurorð af Aston Villa.
Fulham
ragnar sigurðsson
Sat allan tímann á bekkn-
um þegar Fulham vann 2-0
heimasigur á Barnsley.
Bristol City
hörður b. Magnússon
Kom ekkert við sögu í 2-3
tapi Bristol City fyrir Cardiff
í Íslendingaslag.
Okkar menn
Íslendingar í efstu tveimur
deildunum í englandi
Swansea City
gylfi Þór sigurðsson
Lék allan leikinn þegar
Swansea steinlá fyrir
Arsenal á heimavelli, 0-4.
Swansea er á botni deildarinnar.
Cardiff City
Aron einar gunnarsson
Lék að venju allan leikinn í
dramatískum 2-3 sigri Car-
diff á Bristol City.
Burnley
Jóhann berg guðm.
Var fjarri góðu gamni
þegar Burnley vann góðan
heimasigur á Southamp-
ton.Leikmaður helgarinnar
Harry Kane skoraði þrennu þegar Tottenham bar sigurorð af West Brom,
4-0, á White Hart Lane á laugardaginn. Þetta var
sjötti sigur Spurs í röð en liðið lítur einkar vel út
um þessar mundir. Kane og félagar eru komnir
upp í 2. sæti deildarinnar en eru sjö stigum á
eftir toppliði Chelsea.
Kane skoraði fyrsta markið á 12. mínútu eftir
stoðsendingu frá Christian Eriksen. Fjórtán
mínútum skoraði Gareth McAuley sjálfs-
mark og staðan því 2-0 í hálfleik. Kane bætti
svo tveimur mörkum við undir lokin og
öruggur 4-0 sigur Spurs staðreynd.
Kane er kominn með 13 mörk í 16 leikjum
í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Að-
eins Zlatan Ibrahimovic, Alexis Sánchez og
Diego Costa hafa skorað fleiri mörk í vetur.
Þetta var í þriðja sinn sem Kane skorar
þrennu fyrir Tottenham og mörkin hans
í ensku úrvalsdeildinni eru nú orðin 62 í
aðeins 102 leikjum.
Mörk úr leikstöðum
4
3
Gegnumbrot
1 Víti
Markvarsla
13/34
2
ég átti von á og var frábær í leiknum
gegn Slóveníu. Það er enn líf í gamla
stríðshestinum sem hefur gengið í
gegnum mikið.
Ásgeir Örn Hallgrímsson virkar að
sama skapi ekki heill heilsu og hefur
ekki fært liðinu neitt í þessu móti.
Spurning hvort það var góð ákvörð-
un að taka hann með ef hann er ekki
í lagi?
Framtíðarmenn
Janus Daði Smárason hefur sýnt
okkur að hann er framtíðarmaður.
Með frábært sjálfstraust og óhræddur
við að taka af skarið. Kveikti í íslenska
liðinu í gær og hefur spilað eins og
maður með meiri reynslu en hann
hefur í raun og veru.
Bjarki Már Elísson sýndi svo þjóð-
inni á laugardaginn að það þarf eng-
inn að fara á taugum er Guðjón Valur
hættir. Hvenær sem það svo verður en
það er lítið fararsnið á honum. Arnar
Freyr hefur sýnt fína tilburði á köflum
og ég myndi hreinlega vilja sjá hann
spila meira.
Það er því margt jákvætt hingað til
og ég trúi ekki öðru en að liðið haldi
áfram að eflast og muni á endanum
skila sér inn í sextán liða úrslitin.
1 10 20 30 40 50 602-44-45-15-4
Ísland – túnis 22-22 (11-13)
Hættulegustu mennirnir
Mörk + stoðsendingar
9 Rúnar Kárason 4+5
5 Ómar Ingi Magnússon 4+1
5 Janus Daði Smárason 2+3
5 Guðjón Valur Sigurðsson 5+0
3 Arnór Atlason 2+1
3 Ólafur Guðmundsson 3+0
2 Arnar Freyr Arnarsson 1+1
Tímalína: gangur leiksins n Ísland yfir n Ísland undir
3 Túnismenn skoruðu þrisvar í tómt mark í
leiknum.
Varin skot markvarðar -6
Mörk með langskotum -1
Mörk úr hornum -3
Mörk af línu +3
Hraðaupphlaupsmörk +4
Mörk úr annarri bylgju +1
Gegnumbrotsmörk -1
Tapaðir boltar +3
Varin skot í vörninni +4
Hvað gekk vel
og hvað ílla?
Tölur íslenska liðsins í helstu
tölfræðiþáttum í saman-
burði við mótherjana.
sérFræðingUrinn
Brottvísanir og tapaðir
boltar dýrir
„Vörnin hefur heilt
yfir verið mjög
góð í mótinu og
markvarslan
líka. Við náðum
líka upp frá-
bærum hraða-
upphlaupum í
leiknum gegn Túnis,“ segir
Einar Andri Einarsson, sérfræðingur
íþróttadeildar 365, um HM 2017.
„Brottvísanir og fáránlegir tapaðir
boltar ekki undir pressu eru dýrir.
Þá fáum við á okkur auðveld mörk
úr hraðaupphlaupum og í undir-
tölu. Spennustigið er hátt og menn
ná ekki fram sínu besta. Menn
ætla sér svo mikið og leggja allt í
þetta en vonandi losar stigið [gegn
Túnis] menn við stressið. Nú eru
hraðaupphlaupin að detta inn. Við
þurfum bara að ná réttu spennu-
stigi í sóknarleiknum og þá er þetta
allt á réttri leið.“
s p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð 17M Á n U d a G U r 1 6 . j a n ú a r 2 0 1 7
1
3
-0
6
-2
0
1
7
1
0
:4
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
1
2
-1
9
9
4
1
D
1
2
-1
8
5
8
1
D
1
2
-1
7
1
C
1
D
1
2
-1
5
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
5
6
s
_
1
5
1
2
0
1
7
C
M
Y
K