Fréttablaðið - 16.01.2017, Blaðsíða 52
„Sýningin heitir Flow – það er út af
því að ég er að fara að gera stroku-
málverk eins og ég geri oftast og Örn
er að fara að gera sitt línu „grúv“ –
það er flæðið sem bindur okkar stíla.
Við erum alltaf að tala um svipaða
hluti í málverkunum okkar.
Við mætum út 26. og höfum tvo
daga til að mála allt galleríið. Við
klæðum það allt að innan með
plötum og þurfum bara að „go nuts“
í tvo daga. Þetta eru sem sagt tveir
gagnstæðir veggir, ég mála annan
og Örn málar hinn og síðan er það
þriðji veggurinn sem tengir þá,
þar munum við mætast og mála
sameiginlegt verk,“ segir Margeir
Sigurðsson, eða Margeir Dire eins
og hann kallar sig. Margeir og Örn
Tönsberg eru á leiðinni út til New-
castle að sýna vegglist í galleríi þar
í borg en þeir hafa verið mjög stór-
tækir í þeim bransa hér heima fyrir
og hafa skreytt marga veggi bæjar-
ins, allt frá vinnusvæðum og öldur-
húsum í miðbænum til bankaútibúa
Íslandsbanka.
Geturðu útskýrt samstarf ykkar
og mismunandi stíl? „Við höfum
unnið saman í mörg, mörg ár, þann-
ig að við þekkjum hvor annan það
vel að við þurfum ekkert að tala
saman og finnum bara „grúvið“ hjá
hvor öðrum á meðan við málum.
Við erum líka eins og ég segi oftast
í sömu pælingunum og erum báðir
jafnhæfir í að gera realísk verk og líka
þessar abstrakt grúvpælingar. Þetta
tvennt bindur okkur svolítið saman.
Við munum blanda þessum stílum
saman á sýningunni. Ég persónu-
lega er annars hrifnastur af verkum
sem þarf ekkert að útskýra; annað-
hvort hafa þau áhrif á þig eða ekki.
Ef það hefur áhrif á áhorfandann þá
er verkið gott.“
Hvernig er þetta gallerí sem þið
sýnið í og hvernig kom það til að ykkur
var boðið þangað? „Þetta er þriggja
hæða listamiðstöð sem við sýnum
í – á neðstu hæðinni er klúbbur, á
annarri hæð er svo galleríið sjálft og á
þriðju hæðinni eru vinnustofur fyrir
listamenn.
Aðstandendur þessa batt erís
komu hingað til landsins sumarið
2015 til að leita að listamönnum fyrir
galleríið og ég hitti þau á Bar Ananas
– en þau höfðu verið að spyrjast fyrir
um hverjir hefðu málað veggina þar,
en ég og Örn sáum einmitt um það.
Það var búið að benda þeim á Bar
Ananas í leitinni og þau höfðu líka
verið búin að „spotta“ verk eftir
okkur hér og þar – það er ekki mikið
eftir af þeim í dag, en þá voru verk í
kringum Hjartagarðsreitinn og ann-
ars staðar. Þau höfðu líka kíkt við í
Gallery Gallera þar sem við vorum
báðir með verk til sölu.
Við ætlum svo líka að spila tón-
leika niðri í klúbbnum, eða Örn
ætlar að taka lagið og ég verð bak við
hann að mála á meðan.“
Hvað hafið þið félagarnir annars
verið að brasa upp á síðkastið og hver
eru plönin á árinu? „Örn er búinn
að sjá um myndefni fyrir Veganúar
upp á síðkastið og svo er hann einn
af þeim sem eru með Gallery Gallera,
sem er bæði verslun og gallerí. Ég hef
verið í alls konar verkefnum en lifi
aðallega á því að selja málverk. Síðan
höfum við báðir verið í stórum verk-
efnum fyrir Secret Solstice-hátíðina,
höfum verið þar öll árin að sjá um
alla „visuals“ á svæðinu sem er alltaf
mjög spennandi verkefni þar sem við
fáum algjört frelsi til að gera það sem
við viljum.
Planið á þessu ári er að ferðast
mikið og sýna úti, er með nokkur
slík verkefni í bígerð – síðan ætla
ég mögulega til Mexíkó eftir þessa
sýningu og mála nokkra veggi þar.
Við erum síðan báðir á fullu í tónlist.
Það er rosa fínt að hafa bæði tónlist
og myndlist því að það er svo margt
sem maður nær ekki að losa í mynd-
listinni sem er hægt að koma út í
tónlist. Það er einn eitt atriðið sem
gerir okkur að líkum listamönnum.
Við erum eiginlega sami maðurinn.“
Sýningin hefst þann 28. janúar
í Gallery Abject og stendur yfir í
mánuð. stefanthor@frettabladid.is
Við höfum unnið
saman í mörg, mörg
ár, þannig að Við þekkjum
hVor annan það Vel að Við
þurfum ekkert að tala
saman og finnum bara
„grúVið“ hjá hVor öðrum á
meðan Við málum.
Smiðjuvegi 2, Kópavogi (við hliðina á Bónus) - Sími 544 2121 - www.rumgott.is
Veldu
það besta
fyrir þig
Öll erum við mismunandi og með ólíkar þarfir.
Þess vegna bjóðum við upp á fría legugreiningu
og aðstoðum þig við val á réttu rúmi.
Vaxta-lausar rað- greiðskur til allt að 12mánaða
Janúar útsala
allt að 50% afsláttur
Smiðjuvegi 2, Kópavogi (við hliðina á Bónus) - Sími 544 2121 - www.rumgott.is
Veldu
það besta
fyrir þig
Öll erum við mismunandi og með ólíkar þarfir.
Þess vegna bjóðum við upp á fría legugreiningu
og aðstoðum þig við val á réttu rúmi.
Vaxta-lausar rað- greiðskur til allt að 12mánaða
Janúar útsala
allt að 50% afsláttur
GítarjólÖll jól eru
Landsins besta úrval
af gíturum
í öllum verðflokkum
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is
Nýjar vörur frá
Útsöluaðilar:
Útilíf – Kringlunni – Smáralind • Sportver Akureyri • Toppmenn & Sport Akureyri
K Sport Keflavík • Nína Akranesi • Sportbær Selfossi • Axel Ó Vestmannaeyjum
Dreifingaraðili: DanSport ehf. Hægt að sjá vörur á dansport.is
nauðalíkir listamenn
sýna í newcastle
Þeir Margeir Sigurðsson og Örn Tönsberg eru fjölhæfir lista-
menn sem munu nú í lok mánaðar halda til Newcastle þar sem
þeir sýna myndlist á veggjum Gallery Abject þar í borg.
Margeir Sigurðsson og Örn Tönsberg eru ótrúlega samstíga bæði í tónlist og myndlist. FréTTablaðið/anTon brink
ALLTAF VIÐ HÖNDINA
Þú getur lesið
Fréttablaðið í heild
sinni á Vísi og í
Fréttablaðs-appinu
... allt sem þú þarft
Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum
1 6 . j a n ú a r 2 0 1 7 M Á n U D a G U r28 L í f i ð ∙ f r É T T a B L a ð i ð
Lífið
1
3
-0
6
-2
0
1
7
1
0
:4
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
1
2
-3
2
4
4
1
D
1
2
-3
1
0
8
1
D
1
2
-2
F
C
C
1
D
1
2
-2
E
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
1
5
1
2
0
1
7
C
M
Y
K