Fréttablaðið - 16.01.2017, Blaðsíða 12
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
Ástæða er til að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í þeim mörgu mikilvægu verkefnum sem fram-undan eru á þessu kjörtímabili. Það er gott til
þess að vita að stjórnin ætli sér að styðja aðila vinnu-
markaðarins í vinnu við umbætur á íslenska vinnu-
markaðslíkaninu.
Því miður verðum við hjá BSRB að líta svo á að það
séu orðin tóm, enda öll slík vinna á ís um fyrirsjáan-
lega framtíð. Lykilforsendan fyrir því að hægt sé að gera
slíkar breytingar er að traust ríki milli þeirra sem að
þeim vinna. Stjórnvöld brugðust því trausti gagnvart
opinberum starfsmönnum þegar þau ákváðu að fara
ekki að samkomulagi sem gert var við bandalög opin-
berra starfsmanna um lífeyrismál.
BSRB tók fullan þátt í þeirri vinnu, en ávallt á þeim
forsendum að áunnin réttindi sjóðfélaga yrðu jafn
verðmæt fyrir og eftir breytingarnar. Í samkomulagi
sem undirritað var þann 19. september síðastliðinn var
skýrt kveðið á um að svo ætti að vera. Þrátt fyrir það
samþykkti Alþingi frumvarp fjármálaráðherra þar sem
ekki var staðið við þau fyrirheit.
Það tekur langan tíma og mikla vinnu að byggja upp
traust en aðeins eitt augnablik að glata því niður. Hafi
ný ríkisstjórn einhvern áhuga á því að auka efnahags-
legan og félagslegan stöðugleika með því að bæta
vinnubrögð við gerð kjarasamninga er ljóst hvert fyrsta
skrefið þarf að vera.
Nýr fjármálaráðherra þarf að koma í gegn breyt-
ingum á lögum um lífeyrismál opinberra starfsmanna
þannig að þær skerðingar á áunnum réttindum sem
Alþingi samþykkti fyrir jól verði leiðréttar og að staðið
verði að fullu við samkomulagið frá 19. september.
Það þarf ekki að vera flókið og ætti ekki að taka langan
tíma.
Það eitt og sér að gera þessa breytingu vinnur ekki
upp það traust sem glataðist þegar stjórnvöld og Alþingi
ákváðu að hafa að engu skýr ákvæði í samkomulagi
sem þáverandi fjármálaráðherra, nú forsætisráðherra,
undirritaði. En það væri gott fyrsta skref að bæta fyrir
skaðann. Þegar það er komið má skoða framhaldið.
Traust er forsenda
góðs samstarfs
Elín Björg
Jónsdóttir
formaður BSRB
Það tekur
langan tíma
og mikla
vinnu að
byggja upp
traust en
aðeins eitt
augnablik að
glata því
niður.
Raumgestalt bretti
Verð frá 2.980 kr.
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Það er því
eiginlega fyrst
og fremst
synd að við
skulum ætla
að halda
áfram að láta
þessi tækifæri
fram hjá
okkur fara.
Fyrsta skrefið að framförum er oftar en ekki fólgið í skilningi. Skilningi samfélagsins á viðkomandi þörfum og möguleikum til framtíðar, samfélaginu öllu til heilla. Staða lista á Íslandi er gott dæmi um þetta en til þess að efla skilning ráðamanna og líkast
til samfélagsins alls var á sínum tíma farið að tala í
auknum mæli um listsköpun sem „skapandi greinar“
en hugtakið bæði víkkar skilning okkar á sköpun og
tekur sér sess í orðræðunni sem atvinnugrein. Í fram-
haldinu mátti líka sýna fram á það vandræðalaust að
þessar svokölluðu skapandi greinar eru öflugur og
arðbær atvinnuvegur sem margborgar sig fjárhagslega
fyrir þjóðarbúskapinn þó svo skilningurinn sé ekki
alltaf til staðar. Það er í sjálfu sér merkilegt þar sem
allt virðist snúast um peninga í íslensku samfélagi.
Þeir eru upphaf og endir alls.
Í nýjum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er
að finna ákveðna staðfestingu á þessu en þar segir:
„Menning og skapandi greinar verða sífellt mikil-
vægari hluti atvinnulífs og verðmætasköpunar í
íslensku samfélagi. Ríkisstjórnin mun leggja sig fram
um að búa skapandi greinum vandaða umgjörð og
gott starfsumhverfi.“ Það má að sönnu taka undir að
menning og skapandi greinar séu sífellt mikilvægari
hluti af atvinnulífinu enda ört vaxandi atvinnu-
grein sem býr yfir miklum fjárfestingartækifærum
fyrir þjóðina. En um það segir sáttmálinn ekkert.
Heldur aðeins eitthvað um „vandaða umgjörð og
gott starfsumhverfi“. Hvað er það? Satt best að segja
þá hljómar það eins og innantómt loforð um ekki
neitt. Í besta falli vísbending um skilningsleysi á
fjárfestingar- og framtíðarmöguleikum listarinnar í
landinu.
Í einhverri nítjándualdarhugsun hefur listsköpun
sem atvinnugrein lengi mátt búa við það að vera
einhvers konar hliðargrein við menntun fremur
en sjálfstæð atvinnugrein. Atvinnugrein sem rétt
eins og sjávarútvegur og ferðaþjónusta, svo dæmi
sé tekið, er uppfull af tækifærum fyrir framsækna
þjóð. Það er því eiginlega fyrst og fremst synd að við
skulum ætla að halda áfram að láta þessi tækifæri
fram hjá okkur fara. Enn og áfram.
Kristján Þór Júlíusson, nýskipaður mennta- og
menningarmálaráðherra, á eftir að hafa ærinn starfa
við að gera bragarbót á íslenska menntakerfinu.
Verkefnið hlýtur að vera að byggja upp til lengri
tíma menntakerfi sem þjónustar landsmenn alla og
samfélag sitt inn í nýja og ört breytilega tíma. Það er
fullt starf og vel það svo það er í raun glórulaust að
nú þegar ný ríkisstjórn er að keppast við að endur-
skipuleggja innviði stjórnsýslunnar með fjölgun ráð-
herra að ein vænlegasta atvinnugrein þjóðarinnar
til framtíðar eigi að liggja áfram sem aukabúgrein
við menntamálin. Þessu þurfum við að breyta eða
öllu heldur, þessu þarf ný ríkisstjórn að breyta. Sýna
landsmönnum fram á að hún hugsi til framtíðar.
Þori að fjárfesta í öðru en steypu, stáli, stíflum, fiski
og ferðamönnum með fullri virðingu.
Aukabúgrein
Brostin von
Þegar nýir þingmenn taka
sæti á Alþingi gefa þeir margir
hverjir tilefni til bjartsýni.
Þeir vekja vonir um að Alþingi
verði betur mannað en áður
og að þeir muni vinna vel að
almannahag. Þótt nýtt þing
sé varla tekið til starfa hefur
Páli Magnússyni, nýjum þing-
manni Sjálfstæðisflokksins í
Suðurkjördæmi, strax tekist
að bregðast slíku trausti. Það
gerði hann með væli á lok-
uðum fundum og í fjölmiðlum
um að hafa ekki fengið ráð-
herrasæti þegar ný ríkisstjórn
var mynduð í síðustu viku.
Sá hæfasti verði valinn
Það er allt of snemmt að segja
til um það hvort val Bjarna
Benediktssonar á ráðherrum
Sjálfstæðisflokksins hafi verið
rétt eða rangt. Hins vegar þarf
að endurskoða það hvernig
staðið er að vali ráðherra. Þar
á ekki kyn einstaklinga að
ráða. En þar á heldur ekki að
ráða kjördæmi einstaklinga
eða sæti þeirra á framboðs-
lista. Oddvitar ríkisstjórnar-
innar eiga einfaldlega að velja
hæfasta einstaklinginn sem
þeir treysta í embættið. Og
Páli Magnússyni hefur ekki
tekist að sýna fram á að hann
sé hæfari en þeir einstaklingar
sem voru valdir. Hann hefur í
sannleika sagt ekki einu sinni
reynt það.
jonhakon@frettabladid.is
1 6 . j a n ú a r 2 0 1 7 M Á n U D a G U r12 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
SKOÐUN
1
3
-0
6
-2
0
1
7
1
0
:4
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
1
2
-3
2
4
4
1
D
1
2
-3
1
0
8
1
D
1
2
-2
F
C
C
1
D
1
2
-2
E
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
1
5
1
2
0
1
7
C
M
Y
K