Fréttablaðið - 16.01.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.01.2017, Blaðsíða 16
Drengjakórinn hans Geirs er að finna taktinn Strákarnir okkar spiluðu tvo háspennuleiki um helgina. Miðað við færin sem gáfust í leikjunum tveimur er svekkjandi að uppskeran hafi aðeins verið eitt stig. Þetta stig gæti þó orðið dýrmætt og strákarnir eiga enn möguleika á því að komast í sextán liða úrslit. Ísland fær núna eins dags hvíld áður en að leiknum gegn Angóla kemur. handbolti Þetta var alvöru helgi hjá strákunum okkar. Tveir háspennu- leikir sem gætu hafa aukið sölu á sprengitöflum heima. Á laugardag- inn spiluðu strákarnir við sterkt lið Slóvena og máttu sætta sig við eins marks tap, 26-25. Í gær spiluðu strákarnir svo við Túnis og gerðu jafntefli, 22-22, í háspennuleik. Það var leikur sem strákarnir áttu að vinna en það hefði svo sannarlega verið góður bónus að fá stig líka gegn Slóveníu. Helvítis herslumuninn, eins og strákarnir sögðu, vantaði aftur á móti. Uppsker- an er bara eitt stig og strákarnir þurfa líklega að vinna síðustu tvo leiki sína til þess að komast í sextán liða úrslit. Fá að gera sín mistök Það var í raun ómögulegt að vita hvað liðið myndi gera í þessum leikjum og á þessu móti. Frammistaðan gegn Sló- veníu var framar mínum björtustu vonum og við höfum séð liðið taka mörg jákvæð skref í Metz. Við höfum líka séð að það vantar ýmislegt upp á. Þetta mót er aftur á móti til þess að blóðga menn og láta aðra axla meiri ábyrgð. Ég er mjög hrifinn af því sem Geir er að gera. Leyfir ungu mönn- unum að spila og gera sín mistök. Það er virðingarverð afstaða. Líkt og með Ómar Inga Magnússon í gær. Hann gerði nokkur skelfileg mistök en fékk traustið til að halda áfram. Hann skoraði líka góð mörk og sýndi hvað hann er sterkur karakter. Ef honum hefði verið kippt strax af velli fyrir sín mistök hefði hann ekki fengið mikilvæga og nauðsynlega reynslu. Hana verður að sækja á mót eins og þetta. Markvarslan og varnarleikurinn hefur verið vonum framar í fyrstu þremur leikjunum. Það er mjög ánægjulegt. Hvoru tveggja mætti þó vissulega vera stöðugra. Það koma enn of langir kaflar þar sem er engin markvarsla og vörnin hriplek. Stirð sókn Sóknarleikurinn hefur hikstað oft og var það viðbúið. Enginn Aron Pálm- arsson og nýir menn að axla ábyrgð. Rúnar Kárason hefur gert það einkar vel. Óragur við að taka ábyrgðina og láta vaða er á þarf að halda. Hann hefur einnig verið að skila fínum varnarleik. Sérstaklega í leiknum gegn Túnis. Ólafur Guðmundsson hefur að sama skapi því miður ekki staðið undir væntingum. Hann er enn að gera allt of mörg mistök og frammi- staða hans hingað til hefur valdið vonbrigðum. Hann var þó frábær í vörninni í gær og gefst ekki upp. Heldur áfram að djöflast og gefa allt sem hann á. Því miður hefur þetta flotta viðhorf ekki skilað nægu. Arnór Atlason hefur verið betri en Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson kastar sér inn í teiginn, slær boltann í markið og kemur Íslandi 22-21 yfir undir lokin gegn Túnis. Mark Arnars dugði þó ekki til sigurs því Túnisar jöfnuðu metin mínútu fyrir leikslok og tryggðu sér annað stigið. FréTTAbLAðið/AFP A-riðill HM-dagskráin 19.45 Pólland - rússland A-riðill 16.45 Slóvenía - Makedónía B-riðill 19.45 Spánn - Angóla B-riðill 16.45 Ungverjaland - Síle C-riðill 19.45 Króatía - H.-rússland C-riðill 16.45 Egyptaland - barein D-riðill 19.45 Danmörk - Svíþjóð D-riðill brasilía - Pólland 28-24 Noregur - rússland 28-24 Frakkland - Noregur 31-28 brasilía - Japan 27-24 Stig þjóða: Frakkland 6, Noregur 4, Brasilía 4, Rússland 2, Pólland 0, Japan 0. HM 2017 b-riðill Túnis - Spánn 21-26 Angóla - Makedónía 22-31 Ísland - Slóvenía 25-26 Ísland - Mörk (skot): Bjarki Már Elísson 7 (8), Rúnar Kárason 6 (10), Arnór Atlason 4 (4), Arnór Þór Gunnarsson 3 (4), Guðjón Valur Sigurðsson 3/3 (4/4), Ólafur Guð- mundsson 2 (6), Arnar Freyr Arnarsson (1), Gunnar Steinn Jónsson (1), Janus Daði Smárason (2). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 11/2 (29/4, 38%), Aron Rafn Eðvarðsson 2 (10/2, 20%). Hraðaupphlaup: 4 (Bjarki Már Elísson 3, Rúnar Kárason 1). Mörk Slóveníu (skot): Marko Bezjak 6/2 (7/2), Miha Zarabec 4 (5), Vid Kavticnik 4/2 (7/3), Matej Gaber 3 (3), Blaz Janc 3 (3), Borut Mackovšek 3 (3), Darko Cingesar 2 (3), Gašper Marguc 1 (4/1), Matevz Skok (1), Nik Henigham (1), Jure Dolenec (4). Varin skot: Matevz Skok 12/1 (33/3, 36%), Uhr Kastelic 3 (7/1, 43%). Ísland - Túnis 22-22 Ísland - Mörk (skot): Guðjón Valur Sigurðs- son 5 (9/1), Ómar Ingi Magnússon 4/1 (6/1), Rúnar Kárason 4 (10), Ólafur Guðmundsson 3 (6), Janus Daði Smárason 2 (2), Arnar Freyr Arnarsson 2 (2), Arnór Atlason 2 (4), Arnór Þór Gunnarsson (1), Ásgeir Örn Hallgríms- son (1). Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 9 (17/1, 53%), Björgvin Páll Gústavsson 4/1 (17/3, 23%). Hraðaupphlaup: 10 (Guðjón Valur 5, Rúnar 2, Ólafur Guðmundsson 2, Ómar Ingi) Ómar Ingi Magnússon 1. Mörk Túnis (skot): Amine Bannour 12/3 (18/3), Oussama Boughanmi 5 (6/1), Aymen Toumi 2 (3), Sobhi Saied 1 (3), Wael Jallouz 1 (4), Mosbah Sanai 1 (5), Issam Tej (1). Varin skot: Makrem Missaoui 18/1 (40/2, 45%). Stig þjóða: Slóvenía 4, Makedónía 4, Spánn 4, Ísland 1, Túnis 1, Angóla 0. Besti maður Íslands Bjarki Már Elísson kom inn í byrjunarliðið fyrir fyrirliðann Guðjón Val og stóð sig frábærlega í sínum fyrsta leik á stórmóti. Bjarki nýtti 7 af 8 skotum sínum og bjó til höfuðverk fyrir Geir þjálfara. Mörk úr leikstöðum Mörk úr leikstöðum Hættulegustu mennirnir Mörk + stoðsendingar 8 Rúnar Kárason 6+2 7 Bjarki Már Elísson 7+0 6 Arnór Atlason 4+2 6 Ólafur Guðmundsson 2+4 4 Arnór Þór Gunnarsson 3+1 3 Guðjón Valur Sigurðsson 3+0 Hvað gekk vel og hvað illa? Tölur íslenska liðsins í helstu tölfræðiþáttum í saman- burði við mótherjana. Varin skot markvarða -2 Mörk með langskotum +1 Mörk úr hornum +1 Mörk af línu +1 Hraðaupphlaupsmörk -2 Mörk úr annarri bylgju -1 Gegnumbrotsmörk -2 Tapaðir boltar -5 Varin víti markvarðar +1 3 Tapaðir boltar íslenska liðsins á síðustu fimm mínútunum. 3 Lína 3 2 1 5 Gegnumbrot 3 Víti Hraðaupphlaup 4+2 Markvarsla 13/39 3 1 3 Lína 1 1 1 Víti Hraðaupphlaup 7+3 Markvarsla 13/34 0 Ísland – slóvenÍa 25-26 (8-11)hm 2017Frakklandi Tímalína: Gangur leiksins n Ísland yfir n Ísland undir 1 10 20 30 40 50 604-36-77-54-74-42-2 1 10 20 30 40 50 605-43-53-4 Ísland – túnis 22-22 (11-13) Besti maður Íslands Aron Rafn Eðvarðsson kom í íslenska markið í hálfleik og varði 9 af 17 skotum sem á hann komu eða yfir 50 prósent. Eitt þeirra var lokaskot Túnis sem tryggði íslenska liðinu stig. Tímalína: Gangur leiksins SAGT EFTir LEiKiNN GEGN SLóVENÍU Þetta er ótrúlega svekkjandi „Þetta er ótrúlega svekkjandi. Við áttum séns á að komast tveimur yfir en ég klúðraði þá dauðafæri,“ sagði Arnór Þór Gunnarsson eftir Slóveníuleikinn. „Þetta er auðvitað hörkulið en mér finnst samt sem áður að við eigum að taka þá. Þeir eru ekkert eðlilega fljótir þessir gæjar og teknískir en í seinni hálfleiknum vorum við aðeins of seinir til baka þegar þeir voru að taka hröðu miðjuna.“ SAGT EFTir LEiKiNN GEGN TúNiS Fórum hrikalega illa að ráði okkar „Við fórum hrika- lega illa að ráði okkar í þessum leik og gerðumst sekir um svakaleg mistök,“ sagði Rúnar Kárason eftir leikinn gegn Túnis. „Við töpum þessum leik bara sjálfir og erum heilt yfir ekki að fara nægilega vel með sóknirnar okkar. Ég veit ekki hvort að skotin okkar hafi verið svona léleg eða markmaðurinn svona góður, boltinn fór allavega ekki inn.“ Ungverjala. - Króatía 28-31 Síle - Þýskaland 14-35 Sádi-Arab. - Hv.-rússl. 26-29 Stig þjóða: Þýskaland 4, Króatía 4, Síle 2, Hvíta-Rússl. 2, Ungverjal. 0, Sádí-Arabía 0. Egyptal. - Danmörk 28-35 Argentína - Svíþjóð 17-35 barein - Katar 22-32 Stig þjóða: Svíþjóð 4, Danmörk 4, Katar 2, Egyptaland 2, Barein 0, Argentína 0. Henry B. Gunnarsson henry@frettabladid.is D-riðill C-riðill 1 6 . j a n ú a r 2 0 1 7 m Á n U d a G U r16 s p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 2 -1 9 9 4 1 D 1 2 -1 8 5 8 1 D 1 2 -1 7 1 C 1 D 1 2 -1 5 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 1 5 1 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.