Fréttablaðið - 16.01.2017, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 16.01.2017, Blaðsíða 42
1 6 . j a n ú a r 2 0 1 7 M Á n U D a G U r18 s p o r t ∙ F r É t t a B L a ð i ð HEILL HEIMUR AF SKEMMTUN VIÐ HÖNDINA Stöð 2 Maraþon NOW er ný streymisveita fyrir snjallsíma, spjaldtölvur, Apple TV og vefspilara.* 2now.is 2.990 KR. Á MÁNUÐI *Þjónustan er einnig aðgengileg á myndlyklum Símans. MÍN AÐ SKRÁ SIG DAGAR FRÍTT3 Þær helgina áttu Sara Rún Hinriksdóttir leikmaður körfubolta­ liðs Canisius­ háskólans í Bandaríkjunum Sara var stiga- og frákastahæst í liði Canisius sem vann fimm stiga sigur, 54-59, á Saint Peter’s í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Sara Rún skoraði 19 stig í leiknum og tók átta frá- köst. Auk þess gaf hún fjórar stoð- sendingar. Sara Rún hitti úr sjö af þeim 14 skotum sem hún reyndi utan af velli í leiknum. Þá hitti hún úr fimm af átta vítaskotum sínum. Margrét Rósa Hálfdánardóttir skoraði níu stig fyrir Canisius sem hefur aðeins unnið fjóra af 16 leikjum sínum í vetur. Berglind Gunnarsdóttir leikmaður Snæfells í Domino’s deild kvenna í körfubolta Berglind var sér- lega drjúg á loka- metrunum þegar Snæfell komst í undanúrslit Maltbikar kvenna með sigri á Stjörnunni, 68-63, í Hólminum. Garðbæingar höfðu verið á mikilli siglingu og unnið fimm leiki í röð fyrir leikinn í gær. Berglind skoraði 12 stig, þar af fimm á síðustu fimm mínútum leiksins. Hún tók einnig fjögur fráköst á síðustu fimm mínútum. Snæfell vann fjórða og síðasta leikhlutann 17-9 og tryggði sér þar með sigur og sæti í undanúrslitum. Rakel Dögg Bragadóttir leikmaður Stjörnunnar í Olís­deild kvenna í handbolta Rakel Dögg skoraði níu mörk þegar Stjarnan vann Val með minnsta mun, 23-22, í Olís-deild kvenna í handbolta á laugardag- inn. Þetta var fyrsti leikur liðanna á árinu 2017. Stjarnan þurfti á stigunum tveimur að halda til að hanga í skottinu á toppliði Fram sem vann Fylki á laugardaginn. Rakel Dögg spilaði nær eingöngu í vörninni eftir að hún sneri aftur á völlinn í fyrra en á þessu tímabili hefur hún látið meira að sér kveða í sókn- inni og skorað 41 mark í 10 deildarleikjum. Stjarnan er í 2. sæti deildarinnar með 17 stig. FótBoLti Ísland laut í lægra haldi fyrir Síle í úrslitaleik Kínabikarsins í fótbolta í Nanning í gær. Ángelo Sagal skoraði eina mark leiksins með skalla á 18. mínútu. Fátt mark- vert gerðist það sem eftir lifði leiks en íslenska liðið ógnaði lítið. Til marks um það áttu Íslendingar ekki skot á markið í leiknum. „Auðvitað eru það ákveðin von- brigði að tapa leiknum,“ segir Kári Árnason, sem bar fyrirliðabandið í Kínabikarnum, eftir leikinn í gær. „Þeir sköpuðu ekki það mikið af færum og við hefðum hæglega getað komið okkur vel inn í þennan leik. Þeir fengu bara eitt færi fyrir utan markið, og við hefðum átt að nýta okkur það.“ Kári var ósáttur við hversu bit- laust íslenska liðið var í leiknum í gær. „Við vorum ekki nógu hættu- legir þegar við komum að mark- teignum þeirra og það réð úrslitum í þessum leik,“ sagði Kári sem var ánægður með dvölina í Kína. „Þetta hefur verið fínt mót og við höfðum gott af því að koma saman, vera hér og æfa.“ Heimir Hallgrímsson gerði þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands frá sigrinum á Kína á þriðjudag- inn. Ögmundur Kristinsson stóð í markinu í stað Hannesar Þórs Hall- dórssonar sem er meiddur, Kjartan Henry Finnbogason byrjaði í fram- línunni og Sigurður Egill Lárusson kom inn á vinstri kantinn í sínum fyrsta landsleik. Auk hans þreytti Viðar Ari Jónsson frumraun sína með landsliðinu í gær. Alls gaf Heimir sex nýliðum tækifæri í Kína- bikarnum. Næsti leikur Íslands er vináttulandsleikur gegn Mexíkó 8. febrúar. – iþs Bitlaust í úrslitaleik Kínabikarsins Kári Árnason vinnur skallaeinvígi í leiknum gegn Síle. NordicphotoS/Getty 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 2 -1 4 A 4 1 D 1 2 -1 3 6 8 1 D 1 2 -1 2 2 C 1 D 1 2 -1 0 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 1 5 1 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.