Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.01.2017, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 16.01.2017, Qupperneq 42
1 6 . j a n ú a r 2 0 1 7 M Á n U D a G U r18 s p o r t ∙ F r É t t a B L a ð i ð HEILL HEIMUR AF SKEMMTUN VIÐ HÖNDINA Stöð 2 Maraþon NOW er ný streymisveita fyrir snjallsíma, spjaldtölvur, Apple TV og vefspilara.* 2now.is 2.990 KR. Á MÁNUÐI *Þjónustan er einnig aðgengileg á myndlyklum Símans. MÍN AÐ SKRÁ SIG DAGAR FRÍTT3 Þær helgina áttu Sara Rún Hinriksdóttir leikmaður körfubolta­ liðs Canisius­ háskólans í Bandaríkjunum Sara var stiga- og frákastahæst í liði Canisius sem vann fimm stiga sigur, 54-59, á Saint Peter’s í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Sara Rún skoraði 19 stig í leiknum og tók átta frá- köst. Auk þess gaf hún fjórar stoð- sendingar. Sara Rún hitti úr sjö af þeim 14 skotum sem hún reyndi utan af velli í leiknum. Þá hitti hún úr fimm af átta vítaskotum sínum. Margrét Rósa Hálfdánardóttir skoraði níu stig fyrir Canisius sem hefur aðeins unnið fjóra af 16 leikjum sínum í vetur. Berglind Gunnarsdóttir leikmaður Snæfells í Domino’s deild kvenna í körfubolta Berglind var sér- lega drjúg á loka- metrunum þegar Snæfell komst í undanúrslit Maltbikar kvenna með sigri á Stjörnunni, 68-63, í Hólminum. Garðbæingar höfðu verið á mikilli siglingu og unnið fimm leiki í röð fyrir leikinn í gær. Berglind skoraði 12 stig, þar af fimm á síðustu fimm mínútum leiksins. Hún tók einnig fjögur fráköst á síðustu fimm mínútum. Snæfell vann fjórða og síðasta leikhlutann 17-9 og tryggði sér þar með sigur og sæti í undanúrslitum. Rakel Dögg Bragadóttir leikmaður Stjörnunnar í Olís­deild kvenna í handbolta Rakel Dögg skoraði níu mörk þegar Stjarnan vann Val með minnsta mun, 23-22, í Olís-deild kvenna í handbolta á laugardag- inn. Þetta var fyrsti leikur liðanna á árinu 2017. Stjarnan þurfti á stigunum tveimur að halda til að hanga í skottinu á toppliði Fram sem vann Fylki á laugardaginn. Rakel Dögg spilaði nær eingöngu í vörninni eftir að hún sneri aftur á völlinn í fyrra en á þessu tímabili hefur hún látið meira að sér kveða í sókn- inni og skorað 41 mark í 10 deildarleikjum. Stjarnan er í 2. sæti deildarinnar með 17 stig. FótBoLti Ísland laut í lægra haldi fyrir Síle í úrslitaleik Kínabikarsins í fótbolta í Nanning í gær. Ángelo Sagal skoraði eina mark leiksins með skalla á 18. mínútu. Fátt mark- vert gerðist það sem eftir lifði leiks en íslenska liðið ógnaði lítið. Til marks um það áttu Íslendingar ekki skot á markið í leiknum. „Auðvitað eru það ákveðin von- brigði að tapa leiknum,“ segir Kári Árnason, sem bar fyrirliðabandið í Kínabikarnum, eftir leikinn í gær. „Þeir sköpuðu ekki það mikið af færum og við hefðum hæglega getað komið okkur vel inn í þennan leik. Þeir fengu bara eitt færi fyrir utan markið, og við hefðum átt að nýta okkur það.“ Kári var ósáttur við hversu bit- laust íslenska liðið var í leiknum í gær. „Við vorum ekki nógu hættu- legir þegar við komum að mark- teignum þeirra og það réð úrslitum í þessum leik,“ sagði Kári sem var ánægður með dvölina í Kína. „Þetta hefur verið fínt mót og við höfðum gott af því að koma saman, vera hér og æfa.“ Heimir Hallgrímsson gerði þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands frá sigrinum á Kína á þriðjudag- inn. Ögmundur Kristinsson stóð í markinu í stað Hannesar Þórs Hall- dórssonar sem er meiddur, Kjartan Henry Finnbogason byrjaði í fram- línunni og Sigurður Egill Lárusson kom inn á vinstri kantinn í sínum fyrsta landsleik. Auk hans þreytti Viðar Ari Jónsson frumraun sína með landsliðinu í gær. Alls gaf Heimir sex nýliðum tækifæri í Kína- bikarnum. Næsti leikur Íslands er vináttulandsleikur gegn Mexíkó 8. febrúar. – iþs Bitlaust í úrslitaleik Kínabikarsins Kári Árnason vinnur skallaeinvígi í leiknum gegn Síle. NordicphotoS/Getty 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 2 -1 4 A 4 1 D 1 2 -1 3 6 8 1 D 1 2 -1 2 2 C 1 D 1 2 -1 0 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 1 5 1 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.