Fréttablaðið - 16.01.2017, Blaðsíða 8
HEILBRIGÐISMÁL Sjúkratryggingum
Íslands er heimilt að greiða fyrir
læknismeðferð erlendis ef nauðsyn-
leg meðferð eða aðgerð er ekki í boði
hjá sérfræðingi innan réttlætanlegra
tímamarka á Íslandi sem eru 90
dagar frá greiningu samkvæmt við-
miðunarmörkum landlæknis.
Reglugerð um rétt til meðferðar
erlendis vegna langs biðtíma hér
hefur verið í gildi frá því í maí 2012.
Aðeins 21 umsókn hefur borist um
læknismeðferð erlendis á grundvelli
reglugerðarinnar.
Samkvæmt upplýsingum frá
Sjúkratryggingum Íslands hafa sjö
einstaklingar farið utan í gervi-
liðaaðgerð, fimm á mjöðm og tveir á
hné. Fjórar umsóknir voru dregnar
til baka en þremur umsóknum var
hafnað þar sem skilyrði voru ekki
uppfyllt. Sjö umsóknir eru í vinnslu.
Kostnaður Sjúkratrygginga vegna
heilbrigðisþjónustu sem veitt var
erlendis í þessum sjö tilfellum var frá
1,4 milljónum íslenskra króna upp
í 3,4 milljónir. Aðgerðirnar sjö voru
framkvæmdar í Danmörku, Noregi,
Svíþjóð og Þýskalandi.
Samtals biðu 493 einstaklingar
eftir gerviliðaaðgerð á mjöðm í
október 2016, þar af hafði 361 beðið
lengur en 90 daga. Biðtíminn var í
október 32 til 36 vikur en hann var
mislangur eftir aðgerðastöðum,
samkvæmt upplýsingum frá land-
læknisembættinu. Alls biðu 804
einstaklingar eftir gerviliðaaðgerð á
hné. Af þeim höfðu 633 beðið lengur
en 90 daga. Biðtíminn í október 2016
var 63 til 70 vikur.
Enginn hefur sótt um að komast í
augasteinsaðgerð erlendis en sam-
tals biðu 3.997 einstaklingar hér á
landi eftir slíkri aðgerð í október
2016. Þar af höfðu 3.298 beðið lengur
en 90 daga.
Steingrímur Ari Arason, forstjóri
Sjúkratrygginga Íslands, segir ástæð-
urnar fyrir fáum umsóknum geta
verið margar. „Fólk hefur einungis
óljósa hugmynd um þennan rétt auk
þess sem það er hægara sagt en gert
að nýta hann. Staðfesta þarf með
læknisvottorði að biðtíminn eftir
aðgerðinni hér á landi sé óásættan-
legur. Aðgerð erlendis þarf að bóka
fyrirfram og í mörgum tilvikum þarf
sjúklingurinn einnig að leggja fram
læknisvottorð og önnur heilsufarsleg
gögn.“
Þann 1. júní síðastliðinn tóku
gildi lög hér á landi um heilbrigðis-
þjónustu yfir landamæri innan
landa Evrópska efnahagssvæðisins,
EES, svokölluð landamæratilskipun.
Samkvæmt henni á sjúkratryggður
rétt á heilbrigðisþjónustu þar sem
hann kýs sjálfur innan EES- svæðis-
ins, með ákveðnum skilyrðum sam-
kvæmt lögunum. Þá munu sjúkra-
tryggingar greiða sömu upphæð og
þjónustan kostar í því landi þar sem
einstaklingurinn er sjúkratryggður.
Að sögn Steingríms verður áfram
unnið eftir reglugerðinni frá 2012
enda sé hún í fullu gildi. „Hún veitir
að nokkru leyti betri rétt en landa-
mæratilskipunin sem tók gildi um
mitt ár í fyrra þar sem þeir sem fá
samþykki á grundvelli reglugerðar-
innar frá 2012 fá endurgreiddan
kostnaðinn að fullu auk ferðakostn-
aðar leiti þeir til opinbers þjónustu-
aðila.“ ibs@frettabladid.is
Getur reynst flókið að nýta rétt
til læknismeðferðar erlendis
Einstaklingar eiga rétt á fullri greiðslu fyrir meðferð erlendis sé hún ekki í boði hér innan réttlætanlegs tíma.
Þúsundir hafa beðið lengur. Aðeins sjö hafa farið utan í aðgerð. Tæplega 4.000 bíða eftir augasteinsaðgerð hér.
Fólk hefur einungis
óljósa hugmynd um
þennan rétt auk þess sem
það er hægara
sagt en gert að
nýta hann.
Steingrímur Ari Ara-
son, forstjóri Sjúkra-
trygginga Íslands
Viðmiðunarmörk landlæknis um það sem getur talist ásættanleg bið eftir aðgerð
eða meðferð hjá sérfræðingi eru 90 dagar frá greiningu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
StjóRnMÁL Jón Steindór Valdi-
marsson, þingmaður Viðreisnar,
segir engan vafa á því að lögð verði
fram þingsályktunartillaga um þjóð-
aratkvæðagreiðslu um framhald við-
ræðna við Evrópusambandið síðar á
kjörtímabilinu.
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og
Bjartrar framtíðar segir: „[K]omi fram
þingmál um þjóðaratkvæðagreiðslu
um aðildarviðræður við Evrópusam-
bandið eru stjórnarflokkarnir sam-
mála um að greiða skuli atkvæði um
málið og leiða það til lykta á Alþingi
undir lok kjörtímabilsins.“
Þá segir að stjórnarflokkarnir
kunni að hafa ólíka afstöðu til máls-
ins og virði það hver við annan.
Jón Steindór var gestur á Sprengi-
sandi á Bylgjunni í gærmorgun.
Hann sagði að niðurstaða stefnuyfir-
lýsingar ríkisstjórnarinnar varðandi
Evrópumál hefði verið ásættanleg.
Þingmenn Viðreisnar hefðu metið
stöðuna svo að flokkurinn kæmist
ekki lengra með málið í ljósi ólíkrar
stefnu ríkisstjórnarflokkanna.
„Þá ákváðum við eftir mikla
umhugsun og eftir mikla umræðu
innan okkar eigin flokks og margar
tilraunir til að þoka þessu lengra, að
þetta væri niðurstaða í stjórnarsátt-
málanum sem við gætum lifað við.
Það er rétt að ítreka að þetta er ekki
okkar óskaniðurstaða. Við mátum
það þannig að við kæmumst einfald-
lega ekki lengra.“
Jón Steindór sagðist leggja þann
skilning í orðalagið „undir lok kjör-
tímabilsins“ að um væri að ræða
síðasta ár kjörtímabilsins.
„Þetta er orðað þannig í stjórnar-
sáttmálanum að „komi fram“, það er
eins og þarna sé einhver mistería um
hvort einhverjum detti það í hug. Ég
get þá bara upplýst það hér og nú að
hún mun koma fram.“ – þþ
Segir öruggt að tillaga um ESB-atkvæðagreiðslu verði lögð fram
Jón Steindór er nýr þingmaður Viðreisnar. Hann situr hér milli Njáls Trausta Frið-
bertssonar og Björns Levís Gunnarssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANToN BRINk
BREtLand Bretar myndu líða fyrir
það ef þeir fengju engan aðgang
að mörkuðum Evrópusambands-
ins eftir útgöngu úr sambandinu
og myndu ekki taka því þegjandi.
Þetta segir Philip Hammond, fjár-
málaráðherra Breta.
Hammond viðurkenndi í samtali
við þýskt tímarit að ef þetta yrði að
veruleika myndi breskt efnahags-
líf skaðast, að minnsta kosti til
skamms tíma.
Hann segir hins vegar að Bretar
gætu lækkað skatta til þess að
hvetja fyrirtæki til að flytja starf-
semi sína til Bretlands ef Evrópu-
sambandið myndi útiloka Breta
frá viðskiptum.
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, brást við þessum
ummælum með því að gefa í skyn
að Theresa May, forsætisráðherra
Bretlands, væri að undirbúa við-
skiptastríð við Evrópusambandið
ef hún hefði ekki sitt fram í samn-
ingum um útgöngu Breta úr sam-
bandinu.
Í viðtali við blaðið Welt am
Sonntag sagði Hammond að ríkis-
stjórnin myndi gera það sem gera
þyrfti til þess að tryggja að Bretar
væru samkeppnishæfir ef þeir yrðu
útilokaðir frá innri markaðnum
eftir Brexit.
„Við yrðum þá kannski neyddir
til þess að breyta efnahagslíkani
okkar og við myndum þá breyta
því þannig að við myndum halda
samkeppnishæfni okkar,“ sagði
Hammond. – jhh
Bretar myndu bregðast við með lækkun skatta
Hammond segir efnahagslífið breytast ef innri markaðurinn lokast. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
FRakkLand Fulltrúar sjötíu þjóða
voru mættir til Parísar, höfuðborgar
Frakklands, í gær til þess að taka þátt
í fundi um frið milli Palestínumanna
og Ísraela. Búist er við því að niður-
staðan verði áframhaldandi stuðn-
ingur við tveggja ríkja lausnina. BBC
greindi frá þessu í gær.
Palestínumenn taka fundinum
fagnandi en Benjamin Netanjahú,
forsætisráðherra Ísraels, var ekki við-
staddur fundinn. Aukinheldur hefur
hann sagt fundinn tilgangslausan.
Hvorki Ísraelum né Palestínu-
mönnum var boðið að taka þátt en
báðum þjóðum var frjálst að senda
áheyrnarfulltrúa.
Beinar viðræður þjóðanna tveggja
hafa ekki átt sér stað í nærri þrjú ár.
Síðast voru haldnar viðræður í apríl
2014 en upp úr þeim slitnaði og var
árangurinn lítill. – þea
Sjötíu þjóðir
sækja fundinn
Netanjahú segir fundinn tilgangs-
lausan. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
BaREIn Þrír karlmenn, sem sagðir
eru hafa tilheyrt hryðjuverkasam-
tökunum Saraya al-Ashtar, voru
teknir af lífi í Barein í gær. Menn-
irnir voru sakfelldir fyrir að hafa
staðið að sprengjuárás í mars árið
2014. Þrír lögreglumenn létust í
árásinni. Aftökurnar eru þær fyrstu
í landinu frá 2011.
Mannréttindasamtök víða um
heim hafa gagnrýnt aftökurnar og
sagt að lögregluyfirvöld hafi fengið
mennina til að játa með pynting-
um. Ríkisstjórn Barein segir hins
vegar að ákvörðunin hafi verið í
samræmi við alþjóðalög.
Mennirnir voru sjíamúslimar og
sögðust berjast fyrir auknum rétt-
indum þeirra. Barein er stjórnað af
súnnímúslimum sem hafa brugðist
harðlega við gagnrýni sjíamúsl-
ima. – þea
Fyrstu aftökur
í sex ár í Barein
ÞýSkaLand Húsnæðismálastjóra
Berlínar, höfuðborgar Þýskalands,
var í gær vikið úr starfi vegna tengsla
hans við austurþýsku leynilögregluna
Stasi forðum daga.
Borgarstjórinn, Michael Müller,
sagði Andrej Holm upp eftir að dag-
blað í borginni ljóstraði upp um
tengslin. Í uppljóstruninni segir að
Holm hafi unnið fyrir Stasi stuttu fyrir
fall Berlínarmúrsins árið 1989.
Holm, sem er óflokksbundinn,
hefur gengist við tengslunum en
heldur því þó fram að hann hafi aldrei
verið í fullu starfi hjá Stasi. – þea
Rekinn vegna
tengsla við Stasi
1 6 . j a n ú a R 2 0 1 7 M Á n U d a G U R8 F R é t t I R ∙ F R é t t a B L a Ð I Ð
1
3
-0
6
-2
0
1
7
1
0
:4
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
1
2
-4
A
F
4
1
D
1
2
-4
9
B
8
1
D
1
2
-4
8
7
C
1
D
1
2
-4
7
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
1
5
1
2
0
1
7
C
M
Y
K