Fréttablaðið - 13.06.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.06.2017, Blaðsíða 4
RafmagnssláttuvélarVélorf Mikið úrval vélorfa með tvígengis- eða fjórgengismótor. Einnig rafknúin orf: 220V, 18V og 36V. Mótorsláttuorf 43 cc 4-gengismótor, 1,45 hö Þyngd 7,1 kg 36V rafhlöðuorf Notar 2 x 18V rafhlöður Þyngd 5,2 kg Vélorf með rafmótor 230V Afl mótors 1000W Þyngd 4,1 kg ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Samgöngur Um fjórar milljónir far- þega fara árlega um skiptistöðina í Mjódd og bar Sjálfstæðisflokkurinn upp tillögu á borgarráðsfundi um að bæta aðstöðu farþega. Lagt er til að salerni verði opnuð almenningi og sætum í biðsal verði fjölgað. „Það lýsir mikilli þröngsýni og neikvæðu viðhorfi gagnvart þjón- ustu við strætisvagnafarþega að borgarráðsfulltrúar Samfylkingar- innar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna kjósi að fella tillögu um jafn sjálfsagðar úrbætur á skipti- stöðinni og tillagan felur í sér. Ljóst er að umræddar úrbætur yrðu ekki kostnaðarsamar í samanburði við mörg verkefni sem borgarstjórnar- meirihlutinn setur nú í forgang,“ segir í tillögunni. Borgarráðsfulltrúar Samfylk- ingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata bókuðu að aðstaðan í Mjóddinni væri opin til klukkan sex á daginn og eftir það biðu farþegar í strætóskýlum líkt og víðast annars staðar í borginni. „Afar fáar athugasemdir við opn- unartíma húsnæðis í Mjódd hafa komið inn á borð Strætó. Að undanförnu hefur verið til skoðunar að færa Þjónustumiðstöð Breiðholts í húsnæðið í Þöngla- bakka 4. Í tengslum við þann flutn- ing hafa verið ræddar hugmyndir um að samnýta neðstu hæðina fyrir farþega Strætó og gesti þjón- ustumiðstöðvarinnar með það að markmiði að bæta aðstöðu og þjónustu við farþega Strætó,“ segir enn fremur. – bb Vilja laga aðstöðu farþega í Mjódd Meirihlutinn er gagnrýndur fyrir aðgerðaleysi í Mjódd. Fréttablaðið/VilhelM LögregLumáL Ekki eru uppi merki um aukna hörku í undirheimum Reykjavíkur og nágrennis. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að árás í Mosfellsdal hafi nýlega leitt til dauða manns, sé ekki að merkja aukna hörku heilt yfir. „Það er ákveðin harka í undir- heimum þegar kemur að inn- heimtuaðgerðum. Þá er um að ræða innheimtur á einhverjum skuldum sem geta verið tilkomnar vegna ólög- mæts athæfis og lögreglu er þar af leiðandi ekki blandað í málið,“ segir Grímur. Hann segir að vissulega megi merkja aukna hörku yfir langt tíma- bil. „Það má sjá þetta ef horft er yfir lengra tímabil, einhverja tugi ára, en ekkert alveg núna upp á síðkastið.“ Grímur segir að það vilji loða við grófar og glæpsamlegar innheimtu- aðgerðir, alltaf kallaðar handrukk- anir, að lögreglu sé ekki gert við- vart. „En ég hvet til þess að lögregla sé látin vita þegar ofbeldi er beitt í svona málum, og alltaf þegar ofbeldi er beitt.“ Einn hinna handteknu í mann- drápsmálinu í Mosfellsdal, Jón Trausti Lúthersson, er stofnandi mótorhjólaklúbbsins Fáfnis sem síðar gekk inn í alþjóðasamtök Hells Angels á Íslandi. Síðar varð hann meðlimur í mótorhjólasam- tökunum Outlaws. Bæði samtökin hafa áratugalanga sögu um skipu- lagða glæpastarfsemi þar sem þau hafa náð að skjóta rótum. Grímur segir að ekkert bendi til þess að slíkum félögum sé að vaxa ásmegin eins og ráða má af fréttaflutningi þar sem bent er á tengsl Jóns Trausta og Sveins Gests Tryggvasonar, sem einnig er grun- aður í málinu, við slík samtök. „Við erum alltaf að fylgjast með þessu og höfum aðeins þær upplýsingar sem á annað borð liggja fyrir okkur á lausu. En það er ekki þannig að þeim hafi verið að vaxa mikill fiskur um hrygg. Við reynum að fylgjast vel með því hvernig þessi samtök þróast og eflast eftir atvikum.“ Hingað til hefur erlendum félags- mönnum þessara mótorhjólaklúbba verið vísað frá við komuna til lands- ins. Grímur segir að það hafi dregið verulega úr því að menn á vegum mótorhjólasamtaka sem stunda skipulagða glæpastarfsemi venji komur sínar hingað til lands. Lög- regla hafi náð vel utan um vanda- málið þegar það kom upp fyrir um áratug og upprætt, þó auðvitað verði fylgst vel með áfram. snaeros@frettabladid.is Lögreglan skynjar ekki aukna hörku í undirheimunum Lögregla segir að þrátt fyrir að svo megi virðast sé ekki að færast aukin harka í undirheima Reykjavíkur. Harkan hafi þó aukist sé horft yfir mjög langt tímabil. Mótorhjólaklúbbar sem stunda glæpastarfsemi hafi ekki náð að koma undir sig fótunum eins og óttast var um tíma eftir harðar aðgerðir lögreglu gegn þeim. lögregla telur sig hafa kveðið uppgang mótorhjólasamtaka hér á landi í kútinn en fylgist vel með þróun þeirra áfram. Fréttablaðið/GVa Bandaríkin Árið 2016 var það mann- skæðasta fyrir hinsegin Bandaríkja- menn samkvæmt nýrri rannsókn National Coalition of Anti-Violence Programs. The Daily Beast greinir frá því að þó að meira að segja árásin í Pulse- næturklúbbnum í Flórída sé tekin út fyrir sviga hafi hatursmorð gegn hin- segin Bandaríkjamönnum aukist um 17 prósent milli áranna 2015 og 2016. Rannsóknin sýnir að litaðir hin- segin Bandaríkjamenn eigi sérstak- lega undir högg að sækja þegar kemur að ofbeldi gegn hinsegin fólki. Einn- ig hafi margt transfólk verið myrt á árinu. Í skýrslunni kemur fram að 77 manns hafi verið myrtir út af hatri gegn hinsegin fólki í Bandaríkjunum árið 2016. Samkvæmt skýrslunni voru yfir 1.000 hatursárásir gerðar gegn hinsegin fólki, sem leiddu ekki til dauða þeirra, árið 2016. – sg Hatursglæpum gegn hinsegin fólki fjölgaði Það mega samt auðvitað öll sam- félög passa sig á því að normalísera ekki ofbeldi. Allt ofbeldi er óeðlilegt og á ekki að eiga sér stað í sam- skiptum fólks. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn íSraeL Benjamin Netanjahú, forsætis- ráðherra Ísraels, vill herða lög frá 2016 þar sem palestínskum samtökum er bannað að taka við fjárstuðningi frá Evrópu. Nú ætlar forsætisráðherrann að þjarma að ísraelskum samtökum sem ekki eru undir stjórn ríkisins. Verði forsætisráðherranum að ósk sinni mega ísraelsk samtök, eins og til dæmis mannréttindasamtök sem gagnrýna stjórnvöld, ekki taka við fjárstuðningi frá öðrum löndum. Það gæti lamað starfsemi þeirra, að því er segir á fréttavef Berlingske. – ibs Bann við gjafafé benjamin Netanjahú 1 3 . j ú n í 2 0 1 7 Þ r i Ð j u d a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a Ð i Ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 0 -A 1 1 8 1 D 1 0 -9 F D C 1 D 1 0 -9 E A 0 1 D 1 0 -9 D 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.