Fréttablaðið - 13.06.2017, Blaðsíða 13
S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13Þ R i ð J u D A G u R 1 3 . J ú n í 2 0 1 7
Þegar mál eru „keyrð í gegn“ á lokaspretti þingstarfa er allt of algengt að það leiði til ýmiss
konar mistaka við lagasetningu.
Stundum eru það „tæknileg mistök“
sem þarf þá að laga síðar, jafnvel eftir
ábendingar dómstóla. En stundum
eru afgreidd mál sem eru óskyn-
samleg og líkleg til að vinna gegn
markmiðunum sem þeim er ætlað
að ná. Hættan er sérstaklega mikil
þegar um er að ræða mál sem þing-
menn kunna hvorki við að gagnrýna
né greiða atkvæði gegn.
Við síðustu þinglok urðu svo þau
merku tíðindi að ríkisstjórnin fór
fram á að mál yrði samþykkt um
leið og hún viðurkenndi að það væri
ekki tilbúið. Þingmönnum var sagt
að samþykkja hið ókláraða mál en að
því búnu yrði viðeigandi ráðuneyti
falið að leysa úr því sem út af stæði.
Málið sem um ræðir var frumvarp
félagsmálaráðherra um svokallaða
jafnlaunavottun. Vitanlega greiddi
meirihluti þingmanna atkvæði með
málinu því ekki vilja menn hætta á
að vera sagðir andsnúnir auknu jafn-
rétti, óháð því hvort málið stuðlar
raunverulega að auknu jafnrétti
eða ekki. Það sama á stundum við
um frumvörp og fréttir, það er fyrir-
sögnin sem gildir.
Eina málið
Frumvarpið átti að vera helsta skraut-
fjöður Viðreisnar, flokks sem átt hefur
heldur erfitt uppdráttar eftir að hann
gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn
í ríkisstjórn og gaf um leið eftir öll
málin sem skömmu áður höfðu verið
tíunduð sem ástæður þess að flokkur-
inn þyrfti að kljúfa sig frá Sjálfstæðis-
flokknum.
Þótt illa gengi með málið var því
ekki um annað að ræða, að mati Við-
reisnar, en að klára það á einn eða
annan hátt. Á sama tíma þurfti Sjálf-
stæðisflokkurinn aðstoð við að stað-
festa skipan Landsréttar. Mestu prin-
sippmenn þar á bæ voru því fóðraðir
á krít og sagt að styðja vottunarmál
Viðreisnar eða hafa verra af (kosn-
ingar). Þetta var þó ástæðulaus harka
í garð gömlu góðu íhaldsmannanna
því atkvæði þeirra reyndust óþörf við
að koma frumvarpinu í gegn. Ljóst
var orðið að vinstri-kerfisflokkarnir
myndu stökkva á málið enda gátu
þeir ekki verið þekktir fyrir að vera
á móti máli sem héti svo góðu nafni.
Á tímum ímyndarstjórnmála
skipta nöfn miklu meira máli en
innihaldið og þegar tekst að setja eitt
orð saman úr orðunum jafn, laun
og vottun þurfa nútíma vinstrimenn
ekki að heyra meira áður en þeir segja
BINGÓ!
Innihald frumvarpsins
Ýmsir sem láta jafnréttismál sig miklu
varða höfðu bent á galla við frum-
varpið og að það væri ekki endilega
til þess fallið að ná þeim árangri sem
að væri stefnt. Þeir sem sjá um jafn-
launastaðalinn sem styðjast átti við
bentu á að hann væri hannaður sem
valfrjálst verkfæri en ekki sem kvöð.
Greinargerð með frumvarpinu er
mögnuð lesning og virðist lýsa þrám
stjórnlyndra kerfiskarla fremur en
vonum frjálslyndra jafnréttissinna.
Það er þó utan við meginefni þess-
arar greinar sem snýst um þá furðu-
legu atburði sem gerðust eftir að Við-
reisnarfólk ákvað að málið yrði að
fara í gegn á fyrsta þingi ríkisstjórnar-
innar, sama hvernig það liti út.
Þó þarf að fylgja sögunni að eftir-
litsaðferðin sem til stendur að beita
er bæði dýr og íþyngjandi fyrir fyrir-
tæki án þess að það sé ljóst að hún
skili tilætluðum árangri. Sérstakir
eftirlitsmenn leika þar stórt hlutverk.
„Faggiltir vottunaraðilar“ heita þeir á
kerfismáli en þeir munu hafa eftir-
lit með því að öll skilyrði staðalsins
„ÍST 85:2012“ séu uppfyllt. Þegar fag-
gilti vottunaraðilinn mætir á vett-
vang getur hann krafist hinna ýmsu
upplýsinga til að kanna m.a. hvort
fyrirtæki séu að meta verðmæti vinnu
starfsmanna rétt miðað við staðalinn.
Breytingartillögur
á elleftu stundu
Í tilraun til að keyra málið í gegn á
lokasprettinum lagði meirihlutinn
til breytingar á frumvarpinu tveimur
dögum fyrir þinglok. Lögð var til frest-
un á gildistöku gagnvart fyrirtækjum
(sígild leið þegar menn lenda í vand-
ræðum með frumvörp) en í millitíð-
inni skyldi lögunum beitt á Alþingi,
ráðuneyti og stofnanir.
Einnig var bætt inn ákvæði um að
birta mætti staðalinn sem allt snerist
um opinberlega. Það gerðist eftir að
einhverjir fóru að hengja sig í smáat-
riði á borð við eftirfarandi spurningu:
Ef við ætlum að skylda fólk til að
vinna eftir sérstökum staðli, eða eiga
ella á hættu innrás eftirlitsmanna og
refsingar, ættum við þá ekki að leyfa
fólkinu að vita hvað felst í staðlinum
sem það á að uppfylla? Ef til vill voru
einhverjir þingmenn líka forvitnir um
hvað fælist í staðlinum sem þeir áttu
að lögfesta.
Hugsa sér að á árinu 2017 séu menn
enn að lenda í því að afskiptasamir
þingmenn krefjist þess að fólk sé upp-
lýst um hvað felist í lögunum sem því
er ætlað að fylgja.
Lokadagurinn
Þegar stóð svo til að klára málið með
breyttum tímasetningum og að við-
bættri heimild til að upplýsa borg-
arana um hvaða reglum þeir yrðu
dæmdir eftir kom babb í bátinn:
Staðlaráð Íslands, sem heldur utan
um jafnlaunavottunarstaðalinn – ÍST
85:2012 sem til stóð að lögfesta, upp-
lýsti löggjafann um að staðallinn væri
höfundarréttarvarinn og óheimilt að
birta hann eða nota í leyfisleysi.
Ráðherrann sagði þá Staðlaráði
að það væri opinber stofnun og sem
slík ætti hún ekki staðalinn né réði
hvernig með hann væri farið. Staðla-
ráð var hins vegar ekki reiðubúið að
votta skoðun ráðherrans. Ráðið væri
alls ekki opinber stofnun og ætti því
víst staðlaðan einkarétt. Deilur milli
Staðlaráðs, ráðherra, ráðuneytis og
lögmanna héldu áfram án þess að
þær leiddu til niðurstöðu um hvort
Staðlaráð væri stofnun eða hvort það
hefði fundið upp staðalinn eða ætti
hann eða hvort ríkið hefði heimild
til að upplýsa almenning um hvað til
stæði að leiða í lög.
Kaldhæðni málsins var sú að þing-
menn Pírata voru duglegastir að
minna á að staðallinn kynni að vera
höfundarréttarvarinn. Þó er óviðeig-
andi að grínast með aðkomu Pírata
að málinu því þeir stóðu sig öðrum
betur við að draga fram helstu stað-
reyndir þess, ekki hvað síst varðandi
hagsmuni ríkisins og gagnsæi í laga-
setningu.
„Reddingin“
Nú voru góð ráð dýr, reyndar mjög
dýr og enn er ekki vitað hversu dýr
þau verða því niðurstaðan varð sú
að samþykkja lög um jafnlauna-
vottun þar sem velferðarráðuneyt-
inu var falið að semja við Staðlaráð
um heimild til að nota staðalinn.
Það er sem sagt búið að festa í lög að
notast skuli við tiltekinn staðal áður
en ríkið semur um hvað það eigi að
greiða fyrir staðalinn. Ríkið hefur
líklega sjaldan gengið til samninga
með eins laka samningsstöðu. Það
hlýtur líka að vera einsdæmi að
ríkið setji lög sem rústa eigin samn-
ingsstöðu … og þó, ég man eftir öðru
dæmi.
Hið nýja ákvæði um birtingu
staðalsins var fjarlægt úr frum-
varpinu. Niðurstaðan varð því sú að
þingið samþykkti lög þar sem leynd
hvílir yfir því hvað felst í lögunum
og óljóst er hvað þau koma til með
að kosta.
Þá er ekki allt upp talið því staðlar
eins og jafnlaunastaðallinn taka
breytingum eftir aðstæðum. Það
verður því ekki annað séð en að
með lögfestingu tiltekins staðals
sé Alþingi að gera tilraun til að fela
þeim sem munu þróa staðalinn lög-
gjafarvald.
Kerfið fékk sitt
Þetta er það sem gerist þegar ímynd-
arstjórnmál og kerfisræði koma
saman. Viðreisn taldi sig þurfa að fá
alla vega eina fjöður í hattinn þótt
það ætti eftir að semja um hvað hún
kostaði. Aðrir kunnu svo ekki við að
vera á móti máli með góðan tilgang.
Kerfinu var því falið að semja
frumvarpið, semja um notkun,
leyfi og greiðslur og framfylgja svo
málinu eftir eigin uppskrift. Hjá
fulltrúum kerfisins virðist afstaðan
skýr, a.m.k. hjá sumum. Embættis-
maður sem vann að frumvarpinu sá
t.d. ástæðu til að birta á Facebook
nöfn þeirra sem brutu gegn kerfis-
ræðinu með því að leyfa sér að sitja
hjá eða greiða atkvæði gegn frum-
varpinu.
Meirihluti þingmanna slapp þó
við þá „skömm“ með því að styðja
málið þótt margir hafi nefnt að
þeir gerðu það þrátt fyrir mikla
galla vegna þess að það væri skref í
rétta átt. En er það skref í rétta átt
þegar unnið er að góðum málstað
með skaðlegri aðferð? Ef það eitt
að markmiðið sé gott á að nægja til
að þingmenn samþykki mál, óháð
aðferðinni, er voðinn vís. Allar öfgar
og kreddur eru réttlættar með til-
vísun í góðan málstað. Framfarir
byggjast hins vegar á því að unnið
sé að góðum málstað með góðum
aðferðum.
Undarlegir atburðir
við þinglok
Sigmundur
Davíð
Gunnlaugsson
alþingismaður BÍLALAND BÝÐUR BÍLA Á FRÁBÆRUM
KJÖRUM! KOMDU STRAX Í DAG OG TRYGGÐU
ÞÉR GÓÐAN BÍL FRÁ BÍLALANDI
ÚRVAL
NOTAÐRA BÍLA
HYUNDAI Santa Fe III Premium.
Nýskr. 10/15, ekinn 47 þ.km,
dísil, sjálfskiptur.
VERÐ 6.390 þús. kr.
VW Passat Alltrack.
Nýskr. 01/16, ekinn 42 þ.km,
dísil, sjálfskiptur.
VERÐ 5.490 þús. kr.
FORD Ka.
Nýskr. 08/16, ekinn 5 þ.km,
bensín, beinskiptur.
VERÐ 1.490 þús. kr.
NISSAN Qashqai Tekna.
Nýskr. 06/16, ekinn 25 þ.km,
dísil, beinskiptur.
VERÐ 4.190 þús. kr.
NISSAN Leaf Tekna 30 kwh.
Nýskr. 08/16, ekinn 11 þ.km,
rafmagn, sjálfskiptur.
VERÐ 3.590 þús. kr.
TOYOTA Yaris SOL.
Nýskr. 02/16, ekinn 6 þ.km,
bensín, sjálfskiptur.
VERÐ 2.190 þús. kr.
Rnr. 121267
Rnr. 152816
Rnr. 152800
Rnr. 370637
Rnr. 390073
Rnr. 144127
www.bilaland.is
Kletthálsi 11 - 110 Reykjavík og
Hyundai notaðir bílar - Kauptúni 1 - 210 Garðabæ
Sími: 525 8000 - bilaland@bilaland.is
Opið frá kl. 9–18 og á laugardögum frá kl. 12–16.
www.facebook.com/bilaland.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
2
5
9
6
B
íl
a
la
n
d
A
lm
e
n
n
2
x
3
8
1
3
jú
n
í
Hið nýja ákvæði um birtingu
staðalsins var fjarlægt úr
frumvarpinu. Niðurstaðan
varð því sú að þingið sam-
þykkti lög þar sem leynd
hvílir yfir því hvað felst í lög-
unum og óljóst er hvað þau
koma til með að kosta.
1
3
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:2
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
1
0
-A
6
0
8
1
D
1
0
-A
4
C
C
1
D
1
0
-A
3
9
0
1
D
1
0
-A
2
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K