Fréttablaðið - 13.06.2017, Síða 6

Fréttablaðið - 13.06.2017, Síða 6
VIÐSKIPTI Ef að líkum lætur mun þekkt alþjóðleg hótelkeðja opna sitt fyrsta hótel hér á landi í gamla sjónvarpshúsinu að Laugavegi 176. Þetta herma heimildir Fréttablaðs- ins. Fasteignafélagið Reitir hefur að undanförnu átt í viðræðum við keðjuna og er stefnt að undirritun samninga síðar í sumar. Reitir vinna að því að breyta gamla sjónvarpshúsinu í hótel. Áform félagsins eru að stækka húsið þannig að það verði um 6.700 fer- metrar að stærð, en húsið er nú um 4.100 fermetrar. Til stendur að rífa núverandi skemmu á baklóð húss- ins, byggja ofan á núverandi austur- álmu og mögulega hækka húsið um eina hæð. Gert er ráð fyrir að fjöldi hótelherbergja verði á bilinu 120 til 160 auk verslunar- og þjónustu- rýma á jarðhæð. Skipulagsyfirvöld í Reykjavík ákváðu í fyrra að efna til skipu- lagssamkeppni um reitinn ásamt nærliggjandi svæðum, þar á meðal athafnasvæði Heklu við Laugaveg og Brautarholt, en þar stendur til að byggja um 320 til 350 íbúðir á næstu árum. Um leið mun Hekla flytja höfuðstöðvar sínar í Suður- Mjódd. Gert er ráð fyrir að niður- stöður úr samkeppninni liggi fyrir síðar í mánuðinum. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir í samtali við blaðið að í kjölfarið verði lagt mat á verðlauna- tillöguna og útfærsla fundin sem allir hlutaðeigandi geti orðið ásáttir um. „Síðan verður unnið deiliskipu- lag á grundvelli tillögunnar og þegar þeirri vinnu er lokið geta menn hafið framkvæmdir. Þetta er bara í ákveðnu ferli og Þekkt hótelkeðja í gamla sjónvarpshúsið Samningaviðræður standa yfir á milli Reita og alþjóðlegrar hótelkeðju. Ritað verður undir samninga síðar í sumar ef allar forsendur ganga eftir. Herbergja- fjöldi verður um 120 til 160 auk verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð. Mótmæla kosningunum Til stendur að opna 120 til 160 herbergja hótel í gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg. Verslunar- og veitingarými verða á jarðhæð hússins. Mynd/ReiTiR við vonumst til þess að það haldi sínum takti og að við getum hafið framkvæmdir þarna fyrr en seinna,“ nefnir hann. Ekki verður skrifað undir samn- inga við hótelkeðjuna fyrr en niður- stöður úr samkeppninni liggja fyrir og aðrar forsendur ganga eftir. Auglýst var eftir rekstraraðilum að hótelinu síðasta haust og reyndist áhuginn mikill. Heimildir Frétta- blaðsins herma að þekkt alþjóðleg keðja, sem hefur aldrei rekið hótel á Íslandi, hafi orðið fyrir valinu og eru samningaviðræður langt komnar. Fjölmörg fyrirtæki og samtök eru sem stendur í gamla sjónvarps- húsinu og má þar meðal annars nefna UNICEF á Íslandi, Red Chili, Sagaevents og Félag Sameinuðu þjóðanna. Lauga veg ur 176 stend ur með- fram sam göngu- og þró un ar ás þar sem áætlað er að hin nýja Borg ar- lína muni liggja. Áðurnefnd sam- keppni snýr að framtíðarskipulagi reitsins sem nær frá Lauga vegi 168 til 176. Gerir Reykjavíkurborg ráð fyrir blandaðri byggð, íbúðabyggð og atvinnustarfsemi á svæðinu til framtíðar. kristinningi@frettabladid.is Þetta er bara í ákveðnu ferli og við vonumst til þess að það haldi sínum takti og að við getum hafið framkvæmdir þarna fyrr en seinna. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita Rannsóknirnar skulu byggja á samstarfi vísinda - manna norrænu landanna og hafa að markmiði að: • Auka þekkingu og skilning á krabbameinum • Auka skilvirkni forvarna • Efla árangur í krabbameins meðferðum og endurhæfingu • Auka virkni í beitingu krabbameinsmeðferða í norrænu löndunum Umsóknum skal skilað fyrir kl. 13 þann 1. sept. 2017. Nánari upplýsingar um umsóknir eru á www.ncu.nu Norrænu krabbameins- samtökin (NCU) auglýsa eftir umsóknum um styrki til krabbameinsrannsókna Krabbameinsfélag Íslands hefur verið meðlimur í Samtökum norrænna krabbameinsfélaga, Nordic Cancer Union (NCU) í yfir 60 ár. Samtökin leggja áherslu á að styðja vísinda rannsóknir á krabbameinum og nema árlegir styrkir um 750.000 Evra. www.krabb.is Aðalfundur Íbúasamtaka Laugardals 2017 Aðalfundur Íbúasamtaka Laugardals verður haldinn þriðjudaginn 20. júní 2017 kl.20:00 í fundarsal Café Meskí, Fákafeni 9, Reykjavík. Dagskrá fundar: Venjuleg aðalfundarstörf. Óskað er eftir tilnefningum í stjórn í síðasta lagi sólarhring fyrir aðalfundinn á netfangið ibuarlaugardals@gmail.com. Allir áhugasamir íbúar eru hvattir til að mæta ! Stjórn Íbúasamtaka Laugardals. 01 Smærri viðgerðir Hraðþjónusta HEKLU. Hringdu í 590 50 30 eða renndu við. Hekla.is Hópar Madesa, þjóðflokks í suðurhluta Nepal, stóðu fyrir kyndilgöngu í borginni Janakpur í gær. Eftir tvær vikur fer fram síðari umferð sveitarstjórnakosninga í landinu, þeim fyrstu síðan ný stjórnarskrá tók gildi árið 2015. Madesar hafa kallað eftir því að fyrirmæli stjórnarskrárinnar séu virt en án árangurs. nORdiCPHOTOS/AFP 1 3 . j ú n í 2 0 1 7 Þ R I Ð j U D A G U R6 f R é T T I R ∙ f R é T T A B L A Ð I Ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 0 -B 4 D 8 1 D 1 0 -B 3 9 C 1 D 1 0 -B 2 6 0 1 D 1 0 -B 1 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.