Fréttablaðið - 13.06.2017, Blaðsíða 14
fótbolti „Nálgunin að þetta
sé skemmtilegt og krefjandi er
nákvæmlega það sem ég vil heyra í
kringum þennan leik,“ segir Freyr
Alexandersson landsliðsþjálfari en
Ísland spilar vináttulandsleik við
Brasilíu á Laugardalsvelli í kvöld.
Þetta verður í fyrsta sinn sem
landslið frá Brasilíu spilar á Íslandi
og þetta er líka síðasti leikur
íslenska liðsins fyrir EM. Það er því
mikið undir hjá þeim stúlkum sem
þurfa að sanna sig.
Eitt af bestu liðum heims
„Þetta er frábær prófraun fyrir
okkur og góður vettvangur fyrir
okkur til að sjá hvar við stöndum
gegn þeim bestu. Þetta lið er svo
sannarlega með þeim fremstu í
heiminum,“ segir þjálfarinn sem
óttast ekki að þetta skemmtilega
verkefni verði að martröð á end-
anum.
„Ég geri það ekki. Við erum með
okkar einkenni og leikstíl. Við þurf-
um að halda í það og spila okkar
leik af krafti. Verðum líka að vera
með „attitjúd“ og láta vita af okkur.
Þá veit ég að við munum halda
aftur af þeim. Við þurfum líka að
sýna hugrekki og vilja til þess að
refsa þeim. Fótbolti snýst um að
vinna og við þurfum að finna leið
til þess á sama tíma og við erum að
æfa okkur.“
Enginn vináttuleikur
Freyr segir að það komi ekki til
greina að láta brasilísku stúlkurnar
bara hafa það huggulegt. Þær séu
ekki bara í dekri og náttúruskoðun
á Íslandi heldur þurfi þær að mæta
alvöru liði.
„Þetta er enginn vináttuleikur
hjá okkur. Við erum mætt til þess
að spila okkar leik og hann er
fastur. Brassarnir þola það illa. Ef
við gerum það aftur á móti ekki vel
þá taka þær á okkur á móti því það
er skap í þeim. Þá munu þær refsa
okkur enda hafa þær meiri ein-
staklingsgæði en við. Við þurfum
að vera einbeittar allan tímann
og til í að taka þennan slag,“ segir
Freyr mjög ákveðinn.
Vill sjá góða frammistöðu
Ísland verður án Dagnýjar Brynjars-
dóttur í leiknum en hún hélt aftur
til Bandaríkjanna þar sem hún á að
spila með félagsliði sínu um næstu
helgi.
„Ég átti ekki von á því að geta spil-
að henni og er því ekkert svekktur.
Ég er aftur á móti afar ánægður með
stöðuna á henni. Hún er komin
lengra heldur en ég átti von á. Allt
lítur út fyrir að hún verði í topp-
standi í júlí og við þurfum á því að
halda,“ segir þjálfarinn, en hvað vill
hann fá út úr þessum leik? „Fyrst og
fremst vil ég að frammistaðan verði
góð. Ef hún er góð og við töpum út
af snilld Brassanna þá er það allt í
góðu. Frammistaða og sigur myndi
gefa okkur gríðarlega mikið og ekki
síst sterkt sjálfstraust. Við viljum sjá
blöndu af þessu en fyrst og fremst
þarf frammistaðan að vera í lagi,“
segir Freyr en mun hann keyra á sínu
sterkasta liði eða nýta leikinn til að
skoða leikmenn sem eru við það að
vera valdir í EM-hópinn?
„Ég ætla að keyra þetta á þeim leik-
mönnum sem eru 100 prósent leik-
færir. Ef það væri fyrsti leikur á EM á
morgun þá eru þetta leikmennirnir
sem munu taka slaginn. Það verða
engar tíu skiptingar í hálfleik en ég
geri samt ráð fyrir 5-6 skiptingum
út leikinn,“ segir Freyr en hvernig
ætlar hann að stöðva Mörtu hina
brasilísku?
Stuð að glíma við Mörtu
„Það verður stuð að glíma við
hana. Hún er frábær sem og allar
fjórar fremstu. Það verður veisla
fyrir fólkið að sjá okkur glíma við
þennan meistara. Við munum spila
fast á hana og láta hana aðeins bíta
í grasið. Við megum ekki selja
okkur gegn henni. Hún var að æfa
með Söru Björk og ég held hún hafi
ekki fílað hana á æfingum. Sara er
sennilega sú harðasta í bransanum
og þær vita alveg út í hvað þær eru
að fara. Það eru smá götubrassar í
þeim. Þær geta klórað og tekið á
því. Við gætum fengið flottan fót-
bolta og líka slagsmál.“
henry@frettabladid.is
Vilja að hún bíti aðeins í grasið
Það verður sambastemning í Laugardalnum í kvöld er íslenska kvennalandsliðið spilar við Brasilíu. Með
liði Brasilíu spilar ein besta knattspyrnukona allra tíma, Marta. Hún mun ekki fá neitt ókeypis í kvöld.
Freyr Alexandersson hafði vökult auga með íslensku landsliðskonunum á æfingu liðsins á Laugardalsvellinum í gær. FréttAbLAðið/Anton brink
18.15 Ísland - brasilía Sport
Í dag
ýMir Fór tiL tÉkkLANDS
Valsmaðurinn ungi og efnilegi
ýmir Örn Gíslason
var valinn í íslenska
landsliðshópinn
sem mætir tékk-
landi í gríðarlega
mikilvægum leik í
undankeppni EM 2018
á miðvikudaginn. ýmir lék sína
fyrstu A-landsleiki á Gjensidige
Cup í Noregi um helgina og stóð
sig með prýði. Annars var ekkert
sem kom á óvart í vali landsliðs-
þjálfarans Geirs Sveinssonar. Allir
leikmennirnir í 17 manna hópi,
fyrir utan ými og Aron Pálmars-
son, spiluðu á HM í Frakklandi í
janúar. ýmir sló í gegn á síðasta
tímabili en hann átti stóran þátt í
því að Valur varð Íslands- og bikar-
meistari og komst í undanúrslit
Áskorendabikars Evrópu.
kr-iNGAr Í EVróPukEPPNi
Íslands- og bikarmeistarar kr
ætla að taka þátt í forkeppni FiBA
Europe Cup næsta haust. Dregið
verður í riðla 4. júlí en fyrstu leikir
verða heima og að heiman 27.
september og 4. október. Þetta er í
fyrsta sinn síðan 2008 sem íslenskt
félagslið tekur þátt í
Evrópu-
keppni.
Þá
spiluðu
kr-ingar
við Banvit
frá tyrklandi.
kr hefur verið
sterkasta lið lands-
ins undanfarin
ár. kr-ingar hafa
orðið Íslands- og
deildarmeistarar
fjögur ár í röð og
bikarmeistarar
undanfarin tvö ár.
ætLAr Ekki Að FArA tiL kÍNA
Diego Costa, markahæsti leik-
maður Englandsmeistara Chelsea á
síðasta tímabili, hefur útilokað að
spila í kína á næsta tímabili. Costa
fékk skilaboð frá Antonio Conte,
knattspyrnustjóra Chelsea, á dög-
unum þar sem stóð að krafta hans
væri ekki lengur óskað hjá félag-
inu. Costa vill helst fara aftur til
Atlético Madrid en það gæti reynst
flókið vegna félagaskiptabannsins
sem spænska félagið er í. Costa
hefur verið orðaður við kínversk
félög en hann hefur engan áhuga á
að fara til kína. „Ég útiloka að fara
til kína. Ég verð að hugsa um HM,“
sagði hinn 28 ára gamli Costa.
Ingibjörg dúxaði á móti
Mörtu í haust. Verður gaman
að sjá hvort hún haldi
byrjunarliðssætinu og noti
F-orðið aftur á þá bestu.
Mist Rúnarsdóttir
@MistRunarsdotti
Marta er frábær karakter
Í leik kvöldsins á Laugardalsvelli fá
áhorfendur að sjá eina bestu knatt-
spyrnukonu allra tíma, Mörtu. Marta
hefur fimm sinnum verið valin besta
knattspyrnukona heims og er enn í
allra fremstu röð.
Sara Björk Gunnarsdóttir þekkir vel
til Mörtu eftir að hafa spilað með henni
hjá sænska liðinu Rosengård þar
sem þær urðu meistarar saman.
„Þetta er frábær karakter.
Liðsspilari og frábær fót-
boltakona,“ segir Sara Björk
er hún var beðin um að lýsa
Mörtu. Hún segir Mörtu
ekki líta stórt á sig né vera
með einhverja stjörnu-
stæla.
„Hún er mikið á
jörðinni miðað við peninga og
verðlaunapeningana sem hún
hefur unnið sér inn.“
Ekki FENGið NEiN tiLBoð
Ekki er ljóst hvar Joe Hart, aðal-
markvörður enska landsliðsins í
fótbolta, spilar á næsta tímabili.
Manchester City lánaði Hart til
torino á síðasta tímabili en litlar
líkur eru á að hann fari aftur til
Ítalíu. City hefur lítið við Hart að
gera enda félagið nýbúið að kaupa
brasilíska markvörðinn Ederson
fyrir metfé. Hart hefur þó ekki
áhyggjur af því að City setji of háan
verðmiða á sig. „Ég þarf að byrja
á því að fá tilboð og ef þau koma
get ég skoðað mín mál,“ sagði hinn
þrítugi Hart um stöðuna.
1 3 . j ú n í 2 0 1 7 Þ R i Ð j U D A G U R14 S p o R t ∙ f R É t t A b l A Ð i Ð
sport
1
3
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:2
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
1
0
-A
A
F
8
1
D
1
0
-A
9
B
C
1
D
1
0
-A
8
8
0
1
D
1
0
-A
7
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K