Fréttablaðið - 13.06.2017, Blaðsíða 16
Strax í apríl byrja margir að finna fyrir óþægindum vegna frjókorna frá trjám á borð við
birki, aspir og víði, auk túnfífla.
Grasfrjó eru þó algengasti ofnæmis
valdurinn hér á landi en þau eru
nýlega farin af stað. „Frjókorna
ofnæmi lýsir sér með einkennum
frá augum, nefi, nefkoki og út í eyru
og jafnvel astma. Þessi einkenni
minna á kvef og fólk getur líka
fundið fyrir þreytu, enda heitir frjó
kornaofnæmi hayfever á ensku,“
segir Unnur Steina Björnsdóttir,
sérfræðingur í lyflækningum og
ofnæmissjúkdómum.
Með réttum lyfjum er hægt að
draga verulega úr einkennunum.
„Mikilvægt er að byrja tímanlega
að nota nefúða, sem er steraúði, að
minnsta kosti tveimur vikum áður
en frjókornin fara af stað. Nefúðinn
fyrirbyggir bólgur en ef þær ná
sér á strik þolir fólk sífellt minna
af ofnæmisvakanum og fær meiri
einkenni af minna magni af frjó
kornum,“ upplýsir Unnur Steina,
sem mælir með að fólk byrji síðan
að taka ofnæmistöflur og augn
dropa þegar það fer að finna fyrir
einkennum frá augum og nefi.
Samlegðaráhrif af lyfjum
„Best er að taka nefúða, ofnæmis
töflur og augndropa á sama tíma.
Með því fást samlegðaráhrif og
verkunin verður enn sterkari en
ef lyfin eru tekin hvert í sínu lagi.
Sumir taka þessi lyf að morgni en
öðrum hentar betur að taka þau á
kvöldin. Það er mismunandi hvaða
tími hentar hverjum og einum en
mestu máli skiptir að taka lyfin dag
lega yfir frjókornatímabilið,“ segir
Unnur Steina.
Hún bendir á að gott sé að forðast
ofnæmisvakann eftir því sem kostur
er, t.d. eigi ekki að hengja út þvott af
þeim sem er með frjókornaofnæmi,
stór gleraugu geti komið sér vel og
sá sem þjáist af frjókornaofnæmi
eigi ekki að slá gras. „Svo er vatnið
eitt það besta sem hægt er að nota
til að fyrirbyggja einkenni. Gott er
að skola reglulega framan úr sér
með vatni og fara í sund eða sturtu.
Þá er hægt að skola nefið með salt
vatnslausn sem fæst í apótekum en
það má líka nota sérstakar könnur
til þess,“ segir Unnur Steina.
Afnæming í 3-4 ár
Til að losna við frjókornaofnæmi
fyrir fullt og allt er hægt að fara í
svokallaða afnæmingu og hefur
hún gefist vel. „Afnæming hefur
gefist mjög vel en meðferðin tekur
þrjú til fjögur ár og hægt er að fá
hana í töfluformi. Þá er sett tafla
undir tungu á hverjum degi í um
þrjú ár. Afnæmingin er aðferð til að
kenna ónæmisfrumunum í líkam
anum að hætta að halda að grasið
eða birkið sé hættulegt. Afnæming
hefur verið notuð í breyttri mynd
síðan árið 1911. Áður fyrr var þetta
sprautumeðferð en þá þurfti fólk að
mæta á spítala og það var töluverð
fyrirhöfn og aukaverkanirnar gátu
verið hættulegar. Töflurnar hafa
miklu minni aukaverkanir en það
þarf að muna eftir að taka þær. Þá
eru komin fram ný líftæknilyf sem
virka mjög vel gegn alvarlegum
astma.“
Sterasprautur umdeildar
Sumir kjósa að fá sterasprautur
við frjókornaofnæmi en Unnur
Steina mælir gegn því vegna þess
að þær gefa aðeins skammtíma
lausn á einkennum ofnæmisins.
„Því miður er enn verið að nota
sterasprautur, sem vissulega taka
öll einkennin, en það er umdeilt
hvort það eigi að nota þær. Stera
sprautur ætti í raun aðeins að nota
fyrir fólk sem er verulega slæmt
af frjókornaofnæmi og er að bíða
eftir að fara í afnæmingu. Hægt er
að byrja í afnæmingu á haustin,
þegar frjókornatímabilinu er
lokið.“
Unnur Steina segir mikilvægt að
þeir sem stýri apótekum landsins
hugi vel að því sem þeir selji gegn
frjókornaofnæmi. „Fólk heldur
gjarnan að allt sem fáist í apótekinu
sé byggt á vísindalegum grunni.
Sumt af því sem er í boði í lausasölu
er ekki nægilega læknisfræðilega
sannað. Þetta hef ég gagnrýnt því
mér finnst að apótekin þurfi að
koma hreint fram gagnvart neyt
endum.“
Hægt er að fylgjast með frjókorna-
mælingum á vef Náttúrufræði-
stofnunar, www.ni.is, og heimasíðu
Astma- og ofnæmisfélags Íslands,
www.ao.is.
Frjókornaofnæmi lýsir sér með einkennum frá augum, nefi, nefkoki og út í eyru og jafnvel astma. NordicPhotoS/Getty
„Best er að
taka nefúða,
ofnæmistöflur
og -augndropa á
sama tíma. Með
því fást sam-
legðaráhrif og
verkunin verður
enn sterkari en
ef lyfin eru tekin
hvert í sínu lagi.“
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@365.is
Afnæmingin er
aðferð til að kenna
ónæmisfrumunum í
líkamanum að hætta að
halda að grasið eða birkið
sé hættulegt.
VOR- OG
SUMARLÍNAN
ER KOMIN Í VERSLANIR
2 KyNNiNGArBLAÐ FÓLK 1 3 . j ú N Í 2 0 1 7 Þ r i ÐJ U dAG U r
1
3
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:2
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
1
0
-B
E
B
8
1
D
1
0
-B
D
7
C
1
D
1
0
-B
C
4
0
1
D
1
0
-B
B
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K