Fréttablaðið - 13.06.2017, Blaðsíða 22
Ungbörn eiga að sofa í eigin rúmi. Alls ekki á milli foreldra sinna. nordicphotos/getty
Ungbörn eiga ekki að sofa uppi í rúmi hjá foreldrum. Bæði er það hættulegt auk
þess sem svefn barnsins verður
verri. Of lítill svefn á fyrstu mán-
uðum lífsins getur leitt til offitu og
svefnleysis síðar á ævinni. Banda-
rísku sérfræðingarnir töldu best
að barnið fengi eigið herbergi um
sex mánaða aldur. Eftir það getur
orðið erfiðara að venja það á eigið
rúm og herbergi þar sem barnið fer
að ala með sér aðskilnaðarkvíða.
Rannsóknin var birt í blaðinu
Pediatrics.
Þátttakendur voru 279 banda-
rískar mæður sem svöruðu
spurningum um börn sín. Spurt
var hversu lengi börnin svæfu, hvar
þau svæfu, hversu oft þau vöknuðu
á nóttunni, brjósta- eða pelagjöf
á nóttunni, hvenær og hversu oft
þau legðu sig yfir daginn og hvort
þau svæfu yfirleitt vel eða illa. Í ljós
kom að börn sem sofa í eigin rúmi
eftir fjögurra mánaða aldur sofa
45 mínútum lengur í samfelldum
svefni en þau sem sofa uppi í rúmi
hjá foreldrum. Þau börn sem sofa
í eigin herbergi eftir níu mánaða
aldur sváfu mun betur og lengur en
þau sem voru í sama herbergi og
foreldrar.
Norskur sérfræðingur sem
spurður var um rannsóknina á vef-
síðu forskning.no segir nauðsyn-
legt fyrir ungbörn að sofa í sama
herbergi og foreldrar fyrstu mán-
uðina. Það sé betra fyrir barnið og
auðveldi móðurinni brjóstagjöf.
Ungbörn ættu hins vegar ekki að
sofa í sama rúmi og foreldrar vegna
hættu á köfnun. Börnin sofa mun
betur í eigin rúmi. Mjög ung börn
sofa venjulega ekki ein í herbergi
í Noregi eins og tíðkast fremur
í Bandaríkjunum. Þar utan hafa
ekki allir efni á íbúð með mörgum
svefnherbergjum.
Í eldri rannsókn sem gerð var í
Bandaríkjunum kom fram að um
14% foreldra láta ungbarn sofa
uppi í hjá sér. Í Noregi mun það
vera um 25% ungbarna sem sofa
á milli foreldranna og hefur það
aukist mikið undanfarin ár. Norð-
menn hafa varað foreldra við hætt-
unni sem getur skapast fyrir barnið
en vöggudauði er algengastur hjá
börnum sem sofa hjá foreldrum.
Ákveðnar reglur eru alltaf í gildi.
Látið barnið sofa í eigin rúmi og
það á að liggja á bakinu. Gætið
að því að barninu sé ekki of heitt.
Ekki hafa kodda eða tuskudýr í
rúminu hjá ungbarni.
Börnin sofa best í eigin rúmi
Ný bandarísk rannsókn sýnir að börn undir sex mánaða aldri eigi að sofa í
sama herbergi og foreldrarnir en þau mega alls ekki vera í sama rúmi.
365.is Sími 1817
Tryggðu þér áskrift á aðeins 333 kr. á dag*9.990 kr. á mánuði
*9.990.- á mánuði.
8 KynningArBLAÐ FÓLK 1 3 . j ú N í 2 0 1 7 Þ r i ÐJ U dAg U r
1
3
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:2
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
1
0
-A
A
F
8
1
D
1
0
-A
9
B
C
1
D
1
0
-A
8
8
0
1
D
1
0
-A
7
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K