Fréttablaðið - 03.07.2017, Side 30

Fréttablaðið - 03.07.2017, Side 30
Okkar yndislega og fallega, Ester Eva Hall sem lést 2. júní á Mount Auburn Hospital í Boston, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 6. júlí kl. 15. Spencer Hall Óðinn Alexander og Viktor Þór, synir þeirra Rósella Mosty Ágúst Gunnarsson Gunnar Gunnarsson Aníta Mist, Tanya Líf og Sara Dís Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurjón Hannesson fv. skipherra, Klapparhlíð 5, Mosfellsbæ, sem andaðist laugardaginn 24. júní sl. verður jarðsunginn frá Guðríðarkirkju mánudaginn 3. júlí kl. 15. Maggý Björg Jónsdóttir Jóhann Sigurjónsson Ásta Hilmarsdóttir Ólafur G. Sigurjónsson Lilja Guðbjartsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Bandaríski geimfarinn Charlie Duke heldur í dag skemmti- og fræðsluviðburð fyrir börn og unglinga í sal Háskólans í Reykjavík. Sendiráð Bandaríkjanna, í samstarfi við Könnunarsögusafn Íslands á Húsavík og Háskólann í Reykjavík, heldur viðburðinn og verða þeir Vísinda-Villi og Sólmyrkva-Sævar, sem báðir hafa mikla reynslu í að fræða og skemmta börnum, kynnar, túlkar og skemmtikraftar á viðburð- inum. „Hann er að koma hingað sérstak- lega til Íslands í prógramm á vegum Könnunarsögusafns Íslands á Húsa- vík. Hann mun taka fyrstu skóflu- stungu að nýju safnahúsi fyrir þá. Síðan mun hann heimsækja slóðir sem þeir voru á við æfingar,“ segir Helga Magnúsdóttir hjá bandaríska sendiráðinu. Charlie Duke kom til Íslands í þjálfun fyrir geimferðirnar fyrir 50 árum. Hann var svokallaður sam- skiptastjóri, eða Capsule Comm- unicator (CAPCOM), í fyrstu tungl- lendingunni hjá Neil Armstrong Buzz Aldrin og félögum í Apollo 11. En aðeins samskiptastjórinn átti bein samskipti við áhöfn geimflaug- arinnar. NASA fannst mikilvægt að það væri geimfari sem gegndi því hlutverki, því þeir höfðu mestan skilning á því sem var að gerast um borð í flauginni og gátu komið skila- boðum á milli á sem skýrastan hátt. Charlie Duke var svo varaflug- maður fyrir Apollo 13 en sögu þeirrar geimferðar hafa verið gerð skil í eftirminnilegri kvikmynd með Tom Hanks. Hann var flugmaður Apollo 16 geimflaugarinnar og lenti á tunglinu ásamt John W. Young og Thomas K. Mattingly II. Apollo 16 var fyrsta vísindaferðin sem var farin til að kanna, rannsaka og safna efni á Descartes-svæði tunglsins. Charlie Duke og John W. Young lentu á yfirborði tunglsins í Orion- tunglfarinu á Cayley-sléttunni. Þeir fóru alls fjórar ferðir fram og til baka með tunglferjunni og lentu alls fjórum sinnum á tunglinu. Þeir söfnuðu um 100 kílóum af steinum og jarðvegssýnum, ásamt því að kanna og meta færni farartækisins Rover-2 til að fara yfir hrjóstrugasta og erfiðasta yfirborð tunglsins. Apollo 16 kom fyrsta geimgeisla- skynjaranum fyrir á yfirborði tunglsins ásamt fyrstu stjörnu- skoðunarstöðinni með langdrægri UV-myndavél. Duke hefur eytt 265 klukkustundum í geimnum og á margar skemmtilegar sögur af sinni einstæðu reynslu. Hann hefur ára- tuga reynslu í að tala við börn og unglinga um heima og geima, í bók- staflegri merkingu. „Viðburðurinn fylltist nánast um leið og við tilkynntum um hann. Við komum ekki fleirum að, því miður. Það tók rúman einn og hálfan sólar- hring að fylla salinn,“ segir Helga. „Þeir verða með honum Vísinda- Villi og Sólmyrkva-Sævar og sjá um að túlka það sem Duke segir því Duke talar auðvitað bara ensku. Þannig eiga allir að geta tekið þátt í fjörinu,“ bætir hún við. Markmið viðburðarins er að efla áhuga barna og unglinga á vís- indamenntun, eða STEM (Science, Technology, Engineering and Math). Á viðburðinum gefst færi á að prófa sjónauka til að horfa til himins, skoða og snerta loftsteina, tungl- steina, skoða líkön af tunglferjum og jafnvel taka þátt í vísindatilraun með Vísinda-Villa og Sólmyrkva- Sævari svo að dagskráin verður í senn fræðandi og skemmtileg. benediktboas@365.is Geimfjör um heima og geima Í dag heldur geimfarinn Charlie Duke skemmti- og fræðsluviðburð fyrir börn og unglinga. Duke er einn sex núlifandi geimfara sem hafa gengið á tunglinu og kom hingað til lands í þjálfun fyrir geimferðirnar fyrir 50 árum. Eftir fjörið í HR fer hann á Húsavík. Charlie Duke á ráðstefnu í Þrándheimi ekki alls fyrir löngu. NorDiCphotos/ Getty Charlie Duke og John W. Young lentu á yfirborði tunglsins í Orion-tunglfarinu á Cayley-sléttunni. Þeir fóru alls fjórar ferðir fram og til baka með tunglferjunni og lentu alls fjórum sinnum á tunglinu. Fálkaorðan var stofnuð þennan dag árið 1921 af Kristjáni X „til að sæma þá sem öðrum fremur hafa eflt hag og heiður Íslands“. Hún er íslensk heiðursviður- kenning sem veitt er bæði íslenskum og erlendum einstaklingum og er æðsta heiðursmerkið sem íslenska ríkið veitir mönnum. Fálkinn vísar til þess að fálkar voru taldir glæsileg gjöf til tignarmanna á fyrri öldum og voru lengi útflutnings- vara frá Íslandi auk þess sem fálki var uppistaðan í skjaldarmerki Íslands á árunum 1903- 1919. Nýjum orðuhöfum er veitt viðurkenningin á nýársdag eða á þjóð- hátíðardaginn 17. júní af forseta Íslands. Öllum er frjálst að tilnefna einstaklinga sem þeir telja verð- uga orðuþega. Sérstök nefnd fjallar um tilnefningarnar og gerir tillögur til forseta um hverjir skuli hljóta orðu. Nú er Guðni Ágústsson, fyrr- verandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, formaður nefndarinnar. Oftast er það ríflegur tugur hverju sinni sem hlýtur orðuna en orðustigin eru fimm: Fyrsta stig orðunnar er riddarakross- inn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Annað stigið er stór- riddarakross, síðan stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hana bera einungis þjóðhöfðingjar. Þá sæmir forseti árlega nokkra erlenda ríkisborgara fálkaorðu. Sérstakar reglur um orðuveitingar eru í gildi milli Íslands og nokkurra ríkja í Evrópu um gagnkvæmar orðuveitingar í tengslum við opinberar heimsóknir þjóðhöfð- ingja. Gefist tilefni til getur orðunefnd hækkað einstakling um orðustig. Við andlát orðuhafa ber afkomendum að skila orðunni. Ein orða nýtur þó undan- tekningar á þessu, stórkross sem átti að veita Jóhannesi Kjarval 1965 en hann afþakkaði. Sættir náðust þó með því að orðan var varðveitt í listasafni Íslands en Jó- hannes vildi aldrei fá hana í hendur. Þ ETTA g E R ð I ST 3 . J ú l Í 1 9 2 1 Íslenska fálkaorðan stofnuð Frá síðustu orðuveitingu þar sem fjölmargir fengu fálkaorðuna. hver sem er getur verið tilnefndur að fá orðuna nælda í brjóstið. Fréttablaðið/haNNa 3 . j ú l í 2 0 1 7 M Á N U D A G U R14 t í M A M ó t ∙ F R É t t A B l A ð i ð tímamót 0 3 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 3 C -A 2 0 0 1 D 3 C -A 0 C 4 1 D 3 C -9 F 8 8 1 D 3 C -9 E 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 2 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.