Fréttablaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 6
Gríptu lyfin á leiðinni heim Apótek Garðarbæjar í alfaraleið Litlatún 3, Garðarbæ | Sími 577 5010 stangveiði „Þetta er að ganga svona svakalega vel,“ segir Einar Haralds- son, stórbóndi á Urriðafossi, þar sem tilraun með stangveiði á laxi hefur staðið í sumar. Lax hefur til þessa verið veiddur í net af Urriðafossbændum. Straum- þung og jökullituð Þjórsáin hefur ekki þótt árennileg til stangveiða, hvað þá Urriðafoss sjálfur. Margir hafa þó spreytt sig segir Einar. „Allir sem reyndu þetta þar til fyrir þremur árum síðan voru einfald- lega taldir skrítnir. Það þýddi ekki neitt og það fékk aldrei neinn fisk,“ segir Einar. „En svo verður einhver breyting; meiri laxagengd eða einhver breyting á ánni, veðurfari eða ein- hverju slíku þannig að þetta verður hægt – og gengur bara bullandi vel.“ Að sögn Einars er laxinn aðallega veiddur á maðk. „En svo hafa þeir meira að segja verið að fá hann á flugu, eiginlega í fossinum sjálfum og aðeins fyrir ofan foss líka.“ Einar segir að fyrir þremur árum hafi einn og einn maður byrjað að veiða fisk við Urriðafoss. „Ég var alltaf að leyfa mönnum að veiða af því að ég taldi vonlaust að þeir gætu veitt nokkuð. Svo í fyrra þá bara veiddist heilmikið,“ segir hann. Þá hafi Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters sóst eftir að leigja svæðið. Bæði Einar sjálfur og aðrir er veru- lega ánægðir með hvernig til hefur tekist. Komnir séu 365 laxar á þær tvær stangir sem veitt hafi verið á frá 1. júní og enn sé mikið eftir af veiðitímabilinu. Aðeins hafa veiðst fleiri laxar í Þverá-Kjarrá þar sem komnir eru 408 laxar á 14 stangir og í Norðurá þar sem veiðin er 391 lax á tólf stangir. Veiðin á hverja stöng er því fimm- til sexfalt meiri á Urriða- fossi heldur en í áðurnefndum borg- firskum stórám. „Það eru allir glimrandi ánægðir,“ segir Einar sem kveður líklegt, miðað við núverandi gengi, að samningur- inn verði framlengdur. „Maður getur ekkert sagt til um hvernig þetta fer og endar en eins og staðan er núna þá eru allar líkur á því að stangaveiðin gefi meiri pening heldur en neta- veiðin.“ Einar hefur veitt mikið og vel í net og selt lax í Melabúðina í Reykjavík. Hann kveðst enn sem komið er halda hluta netanna áfram og selja lax. „En þegar svona lagað er uppi í dæminu, að svona tilraunár eru að gefa svona vel, þá gefur það einfaldlega meiri pening heldur en að vera að streða við að veiða laxinn í net,“ segir Einar. Netaveiðin hefur verið fastur þátt- ur í búskap Einars á Urriðafossi og aðspurður segist hann örugglega eiga eftir að sakna hennar ef hún hverfur. „Þegar maður er búinn að gera þetta í yfir þrjátíu ár og finnst þetta gaman þá hlýtur maður að sakna þess,“ segir hann. Aðsókn ferðamanna að Urriða- fossi hefur að sögn Einars tvöfaldast milli ára frá því í fyrra. Laxveiðin veki mikla athygli. „Maður hefur séð hópa standa á bakkanum og horfa á veiðimenn eiga við lax og klappa svo og hrópa þegar þeir landa fiskinum,“ lýsir Einar stemningunni. „Þannig að þetta er mjög skemmtilegt og ákveðin upp- lifun fyrir ferðamenn líka.“ Uppselt er í laxveiðina í Urriða- fossi út júlí. Þar eru seldar tvær stangir saman. En hverjir eru það sem stunda stangveiðar í Urriðafossi? „Allir sem voru nógu fljótir að kaupa sér veiði- leyfi,“ svarar Einar bóndi. gardar@frettabladid.is Tilraun skilar metveiði á laxi Lax hefur til þessa eingöngu verið veiddur í net við Urriðafoss í Þjórsá. Einar Haraldsson bóndi segir veiðar á stöng aldrei hafa lánast þar til fyrir nokkrum árum. Urriðafoss er orðinn þriðji aflahæsti staður sumarsins. Þjórsá er straumþung og jökullituð og lítur við fyrstu sýn ekki út sem vænleg til laxveiða þar sem hún streymir niður Urriðafoss. Fréttablaðið/anton Allir sem reyndu þetta þar til fyrir þremur árum síðan voru einfaldlega taldir skrítnir. Einar Haraldsson, stórbóndi á Urriðafossi stJÓRnsÝsLa Úrskurðarnefnd fjar- skipta- og póstmála hefur staðfest þá ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar að myndsímatúlkun fyrir heyrnar- lausa falli ekki undir reglur um alþjón- ustu. Samkvæmt því á kostnaður vegna hennar ekki að vera fjármagn- aður úr jöfnunarsjóði alþjónustu. Í málinu hélt Félag heyrnarlausra því fram að myndsímatúlkun, þ.e. táknmálstúlkun í gegnum myndsíma, ætti að falla undir alþjónustureglur. Var því haldið fram að til alþjónustu teldist meðal annars þjónusta við öryrkja eða notendur með sérstakar þjóðfélagsþarfir. Alþjónusta felst í því að afmarkaðir þættir fjarskipta séu boðnir öllum á viðráðanlegu verði, óháð landfræði- legri staðsetningu þeirra. Í úrskurði nefndarinnar er meðal annars vikið að því að þau lög og reglur sem gilda um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra falli ekki undir ákvæði fjarskiptalaga um alþjónustu. Myndsímatúlkun hafi auk þess verið veitt í gegnum mennta- og menningarmálaráðuneytið. – kij Túlkun gegnum myndsíma ekki greidd Ekki er hægt að fella myndsíma- túlkun undir alþjónustu að mati PFS. Fréttablaðið/VilhElm ReykJavík Umhverfis- og skipulags- svið borgarinnar hefur til skoðunar að afmarka betur svæðið sem má leggja á við BSÍ. Bílastæðasjóður óskaði eftir því. Ekki stendur til að fjölga stæðum á svæðinu þrátt fyrir aukin ferðalög Íslendinga frá Kefla- víkurflugvelli, en margir kjósa að leggja bílnum sínum við BSÍ og taka Flugrútuna á flugvöllinn. Dæmi eru um að fólk leggi á grasinu við BSÍ og má þá búast við 10 þúsund króna sekt á dag. Komið hefur fyrir að fólk hafi safnað tug- þúsunda króna sektum í nokkurra daga fríi erlendis. Samkvæmt upplýsingum frá Bíla- stæðasjóði hefur þó dregið verulega úr því að fólk leggi á grasinu við BSÍ enda læri menn fljótlega hvar megi leggja og hvar ekki. – sg Tugþúsunda sektir við Umferðarmiðstöðina Fjöldi manna leggur ólöglega við bSÍ daglega. Fréttablaðið/anton brink Ekki stendur til að fjölga stæðum á svæðinu. tRyggingaR Kona sem lærleggsháls- brotnaði á gervigrasteppi líkams- ræktarstöðvar í Reykjanesbæ á ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu stöðvarinnar. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar vátryggingamála. Þegar slysið átti sér stað var konan að æfa hliðarhlaup. Hún hrasaði og taldi að það væri gervigrasteppi stöðvarinnar að kenna. Í yfirlýsingu æfingafélaga hennar kom fram að teppið hefði ekki verið kirfilega fest niður og í raun verið hættulegt þeim sem þar æfðu. Taldi konan að gólfið hefði verið vanbúið og því ætti hún rétt á bótum. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að engin matsgerð eða hlutlaus úttekt á ástandi gervigrassins liggi fyrir. Þótti ekki sannað að ástand teppisins hefði verið með þeim hætti og þar með ekki sannað að meiðsl kon- unnar mætti rekja til þess. Því þarf hún að bera tjón sitt sjálf. – jóe Fær ekki bætur eftir brot í líkamsrækt 1 . J ú L í 2 0 1 7 L a U g a R D a g U R6 f R é t t i R ∙ f R é t t a B L a ð i ð 0 1 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 8 0 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 6 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 C -2 1 A 0 1 D 3 C -2 0 6 4 1 D 3 C -1 F 2 8 1 D 3 C -1 D E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 8 0 s _ 3 0 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.