Fréttablaðið - 01.07.2017, Page 20
fáeina aðila. Red Rocks tónleika-
staðurinn í Colorado var mjög eftir-
minnilegur og ég hlakka til að spila
þar næst.“
Hann segist lítið stressaður áður
en hann fer á svið. „Ég hef ekki fund-
ið fyrir miklum sviðsskrekk eða slíku
en miklu frekar farginu af streitunni
sem fylgir lífsstílnum, að koma fram
nánast daglega og sofa lítið. En ég
geri ýmislegt til að vinna á móti
streitunni. Ég er duglegur að hreyfa
mig og það er ákveðin hugleiðsla að
komast í ræktina og ná að gleyma
mér í rúman klukkutíma á dag.
Semur í rútum
Hann þarf að nýta þann litla tíma
sem hann hefur mjög vel til að semja
tónlist.
„Þetta er miklu skrýtnara líf en
fólk getur ímyndað sér. Við ferð-
umst ótrúlega mikið bæði með flugi
og rútu. Erum alltaf á flugvöllum og
í flugvélum. Og erum líka stöðugt á
ferð í rútum þvert yfir Bandaríkin.
Á milli tónleika er ég líka í viðtölum
eða að spila í útvarpi og koma fram.
Ég neyðist auðvitað núorðið til
að semja mikið bara aftur í rútunni
eða á hótelherbergjum en ég sem
líka mikið þegar ég kem heim til
Íslands. Mér finnst til dæmis frábært
að fara út á land eða í sumarbústað
og semja. Mér hefur oft þótt gott að
breyta um umhverfi og gerði svolítið
af því áður fyrr að fara til Spánar á
sumrin og semja þar. Nú vill maður
auðvitað bara koma sem mest heim
til Íslands þegar færi gefst. Ég tala nú
ekki um á þessum tíma ársins sem
að er algjörlega einstakur.
Ég hleð batteríin hér heima og er
duglegur að ferðast um landið þegar
ég er hér. Ég er mikið fyrir austan
enda bjó ég nokkur ár barnæsk-
unnar á Höfn í Hornafirði. Ég er líka
duglegur að fara norður og vestur.
Þangað á ég líka ættir að rekja.
Mamma gengur mikið á fjöll og
útivist er fjölskyldusportið. Ég hef
sterkar tilfinningar til íslenskrar
náttúru og þær hafa styrkst eftir að
ég flutti út. Við verðum að standa
okkur vel í því að varðveita nátt-
úruna sem við eigum hérna heima
með auknum ferðamannafjölda og
meiri ágangi. Ég sé þetta svo vel þar
ég bý. Hvað það er einstakt sem við
eigum hér og hvað náttúran veitir
okkur mikil lífsgæði.“
Jökull segir tónlistina vera sitt
markmið í lífinu. „Ég skráði mig
tvisvar í háskólann og ætlaði að
læra heimspeki. Hver veit hvað
verður seinna í lífinu. Ég rek mitt
eigið fyrirtæki og trúi því að maður
eigi að elta drauma sína. Það er auð-
velt að missa einbeitingu og fókus.
Það er margt sem togar í mann. Sér-
staklega í þessum lífsstíl. En þetta
er langhlaup og það er viðbúið
að maður þurfi stundum á hvíld
að halda áður en maður heldur
hlaupinu áfram. Ég kvarta ekki.
Þetta er gott líf og ég er þakklátur.
Aðalmarkmiðið núna er að eignast
frítíma, geta ráðið meiru sjálfur.
Vinna meira heima við og í hljóð-
veri. Og að geta verið á einum stað í
einu meira yfir árið.“
Með Gumma pabba um rétt rúmlega fjögurra ára.
21 árs gamall að spila á gítar.
Með Þórlaugu móður sinni í Kaliforníu á síðasta ári.
Með þjálfaranum og vini mínum frá Kanada, Matthew, að gera jóga á strönd
inni í Flórída á miðjum túr.
Á Thomas Jeff
erson University
spítalanum í
Philadelphiu.
Veglegar veit
ingar í rútunni.
Jökull í Grand Canyon.
Jökull um ársgamall.
↣
Jökull í Grand Canyon á síðasta ári.
1 . j ú l í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R20 H e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð
0
1
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
0
8
0
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
3
B
-F
5
3
0
1
D
3
B
-F
3
F
4
1
D
3
B
-F
2
B
8
1
D
3
B
-F
1
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
8
0
s
_
3
0
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K