Fréttablaðið - 01.07.2017, Síða 59
Unglingar í félagsmiðstöðinni Pegasus í Álfhólsskóla héldu bingó á dögunum og gáfu
Styrktarfélagi krabbameinssjúkra
barna (SKB) leikjatölvur og spil.
„Við vildum kaupa eitthvað sem
börnin hefðu gaman af,“ segir Snorri
Páll Þórðarson, forstöðumaður Pega-
sus, og lýsir verkefninu.
„Við ákváðum fyrst hvaða málefni
við vildum styrkja. Ein stúlka í hópn-
um hafði misst systur sína úr krabba-
meini og kynnst SKB af eigin raun og
það var einróma samþykkt að styrkja
þau samtök.
Við vildum ekki gefa pening svo
við höfðum samband við félagið og
fréttum þar að það vantaði leikjatölvur
í hvíldaríbúðirnar sem foreldrar utan
af landi dvelja í þegar börn þeirra eru
í meðferð. Oft eru systkini með og
börnin sem liggja inni koma þangað í
heimsókn.“
Snorri segir unglingana hafa safnað
alveg fáránlega flottum vinningum.
„Krakkarnir notuðu sín tengsl. Vinn-
ingarnir voru að andvirði þrjú til fjögur
hundruð þúsunda. Það eina sem við
eyddum pening í var kakó, við fengum
meira að segja vöffludeigið frítt.“
Aðsóknin að bingókvöldinu var
ágæt, hefði þó mátt vera betri, að
sögn Snorra Páls. „En af því að Lands-
bankinn tvöfaldaði upphæðina sem
við fengum inn fyrir bingóið náðum
við um 320 þúsundum þetta kvöld og
gátum keypt Play Station leikjatölvur,
þrjá leiki, auka fjarstýringar og svo
þrjú borðspil á hvert heimili. Krakkar
vilja spila það sem er nýtt.
Ég veit hvernig það er í félagsmið-
stöðvum og ef börn eru í krabbameins-
rannsóknum og meðferðum þá eiga
þau það fyllilega skilið,“ segir hann
og telur verkefnið hafa verið bæði
skemmtilegt og þroskandi fyrir hópinn
sem að því stóð. „Það er ekkert sjálfgef-
ið að vera heilbrigður og viðfangsefnið
vakti okkur til umhugsunar um það.
Svo skiptir máli að hjálpa svona
samtökum því yfirleitt er bágborin
staða hjá þeim.“ gun@frettabladid.is
Vildum kaupa það sem
börnin hefðu gaman af
Leikjatölvur og borðspil var meðal þess sem unglingar í félagsmiðstöðinni Pegasus í
Kópavogi söfnuðu fyrir og gáfu í íbúðir Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Snorri
Páll Þórðarson forstöðumaður Pegasus telur verkefnið hafa verið þroskandi fyrir hópinn.
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Vilhjálmur Árnason
járnsmiður, áður til heimilis
að Sóleyjarima 3,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju
mánudaginn 3. júlí kl. 13.00.
Helga Vilhjálmsdóttir Sigurjón Gunnarsson
Gunnar Snorri Valdimarsson
Vilhjálmur Þór Sigurjónsson
Gunnar Ásgeir Sigurjónsson
Stefán Sigurjónsson
og fjölskyldur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Unnur Magnúsdóttir
Faxabraut 11, Keflavík,
lést á Hlévangi, miðvikudaginn 21. júní.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju,
þriðjudaginn 4. júlí kl. 13.00.
Magnús Kristinn Ásmundsson María M. Sissing
Þórarinn Ásmundsson Arndís Kristjánsdóttir
Hildur Kristín Ásmundsdóttir Ásþór Kjartansson
Jón Örn Ásmundsson Jóhanna Sturlaugsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Jónas Hallgrímsson
áður til heimilis að Básenda 1,
sem lést sunnudaginn 25. júní 2017,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju,
þriðjudaginn 4. júlí kl. 13.00.
Hulda Sigríður Ólafsdóttir
Hallgrímur Jónasson Guðríður Kristófersdóttir
Guðrún Jónasdóttir Eiríkur Páll Eiríksson
Helga Jónasdóttir
Elísabet Jónasdóttir
Ólafur Jónasson Jóna Sigrún Hjartardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín,
móðir, tengdamóðir og amma,
Kristín Björnsdóttir
ljósmóðir,
lést að hjúkrunarheimilinu Mánateigi,
Hrafnistu, miðvikudaginn 21. júní.
Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju,
þriðjudaginn 4. júlí kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem
vildu minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins.
Ólafur G. Sigurðsson
Björn Ólafsson Sigurður Ólafsson
Helga Thors Hildur Hafstein
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Eygló Friðmey Gísladóttir
Lindargötu 57, 101 Reykjavík,
(áður Hvanneyri),
lést að heimili sínu fimmtudaginn
29. júní sl. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Brynjar Haraldsson Unnur G. Jónsdóttir
Þórir Haraldsson María S. Þorbjörnsdóttir
Guðrún Sigríður Haraldsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir hlýhug,
blóm og kveðjur við andlát
og útför elskulegs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
Friðriks J. Jónssonar
frá Kópaskeri, til heimilis að
Lindarsíðu 4, Akureyri.
Kærar þakkir, starfsfólk SAk og öldrunarþjónustu
Akureyrar, fyrir mannlega og faglega umönnun.
Árni V. Friðriksson Gerður Jónsdóttir
Ólafur Friðriksson Freyja Tryggvadóttir
Kristín Helga Friðriksdóttir Bjarki Hrafn Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
Sveinn Margeir Friðvinsson
Sauðármýri 3, Sauðárkróki,
sem lést á Heilbrigðisstofnuninni
á Sauðárkróki 25. júní síðastliðinn
verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju
mánudaginn 3. júlí kl. 14.00.
Ingibjörg Jósafatsdóttir
Björgvin Jósafat Sveinsson María Sif Gunnarsdóttir
Gunnar Bragi Sveinsson
Atli Freyr Sveinsson Ingibjörg Jenný Leifsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna andláts
og útfarar eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Sigríðar Erlu Magnúsdóttur
frá Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar-
heimilisins Sólvangs fyrir góða umönnun og hlýhug.
Jón Helgi Pálmason
Magnús Jónsson Ásthildur M. Kristjánsdóttur
Unnur Jónsdóttir Karl Albert Manuelsson
Pálmi Jónsson Margrét Jóhannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna andláts og útfarar
ástkærs eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
Magnúsar Sigurðssonar
Víðivöllum 6, Selfossi.
Aðalheiður Björg Birgisdóttir
Þorsteinn Magnússon Þóra S. Jónsdóttir
Íris Björk Magnúsdóttir Jón Ari Guðbjartsson
Ólöf Ósk Magnúsdóttir Steindór Guðmundsson
Helga Skúla Magnúsdóttir Arnar Þór Sveinsson
Ólöf Kristjánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri sonur, bróðir,
frændi og barnabarn,
Halldór Ingvi Emilsson
kennari,
sem lést af slysförum þann 21.
júní sl. í Utah í Bandaríkjunum, verður
jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju
miðvikudaginn 5. júlí klukkan 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim er vilja minnast hans
er bent á Björgunarsveitina í Grindavík.
Gerður Sigríður Tómasdóttir Jón Emil Halldórsson
Hrannar Jón Emilsson
Helgi Hrafn Emilsson
Jóhanna Gerður Hrannarsdóttir
Ívar Hrannarsson
Helga Emilsdóttir Halldór Ingvason
Fulltrúar félagsmiðstöðvarinnar Pegasus við afhendingu gjafanna á skrifstofu SKB
í Hlíða smára, Katrín Halldórsdóttir, Kristín Ísold Jóhannesdóttir, Andrea Þórey
Sigurðardóttir og Snorri Páll Þórðarson.
T í m a m ó T ∙ F R É T T a B L a ð i ð 27L a U G a R D a G U R 1 . j ú L í 2 0 1 7
0
1
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
3
C
-0
4
0
0
1
D
3
C
-0
2
C
4
1
D
3
C
-0
1
8
8
1
D
3
C
-0
0
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
8
0
s
_
3
0
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K