Kiwanisfréttir - 01.12.1978, Page 7

Kiwanisfréttir - 01.12.1978, Page 7
vantar Kiwanis. Því vil ég taka undir með Guðmundi Böðvarssyni skáldi á Kirkjubóli, þar sem hann segir i kvæði sínu, Vor borg: Ó, byggið traust, svo borg vor fái staðið í blárri fjarlœgð tímans, endalaust, og risavaxna hallarmúra hlaðið á hellubjargsins grunni. - Byggið traust. Og kastið burtu efnum einskisnýtum, svo öll vor borg sé risin, sterk og hrein, úr gráum steini, gulum eða hvítum, og greypið vora list í þennan stein. Vor borg er hér að sjálfsögðu Kiwanis- hreyfingin, sem við erum sífellt að byggja upp, og eins og kvæðið segir eigum við að vanda sem mest til þessarar uppbyggingar. Að vanda uppbyggingu klúbbanna er það sama og að velja góða og dugandi félaga, og þá kemur uppbyggingarstarfið í samfélaginu, þjónustu- störfm, af sjálfu sér. Og þá mun Kiwanis- hreyfingin á íslandi ávinna sér það orð, sem henni ber: Kiwanis er þjónustuhreyfing, sem í reynd byggir upp samfélagið. Góðir Kiwanisfélagar. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka ykkur það traust, sem þið hafið sýnt mér með því að velja mig i embætti umdæmisstjóra næsta starfsár. Ég vona, að ég reynist traustsins verður, og heiti á ykkur alla að vera mér til trausts og halds við uppbyggingu hreyfíngarinnar hér á landi, sem er svo ákaflega mikilvæg. Ég vil svo ljúka þessu spjalli mínu með því að taka mér í munn orð Guðmundar Böðvars- sonar og gera þau að mínum: Byggjum traust. Sem sé: Byggjum traust Kiwanisstarf innan og meðal klúbbanna. Byggjum traust þjónustustarf í byggðar- laginu, í svæðinu, á landinu. Og þá kemur það þriðja af sjálfu sér: Byggjum traust fólksins í landinu á Kiwanis- hreyfingunni. Tjáningarfrelsi er ein meginforsenda þess aó frelsi geti vióhaldizt í samfélagi. _ inT^ það lifi K-FRÉTTIR 7

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.