Kiwanisfréttir - 01.12.1978, Qupperneq 18

Kiwanisfréttir - 01.12.1978, Qupperneq 18
Ráðstöfun K-dags söfnunarfjár 1977. Umdæmisstjórn boðaði til blaðamannafundar 12. október s.l. Á fundinum afhenti fráfarandi umdœmisstjóri Ólafur Jensson Halldóri Hansen formanni Geðverndarfélags íslands gjafabréf uppá 12,5 milljónir króna og skal þeim varið til byggingar heimilis til endurhæfingar geðsjúkum. Við þetta tækifæri fluttu ávörp: Eyjólfur Sigurðsson, formaður K-dagsnefndar, Tómas Helgason yfirlæknir og Halldór Hansen formaður Geðverndarfélags Islands. Eru þau prentuð hér til upplýsingar fyrir Kiwanisfélaga. Eyjólfur Sigurðsson formaður K-dagsnefndar: Um fjársöfnun Kiwanishreyfingarinnar í þágu geðsjúkra Eins og kunnugt er, hélt Kiwanishreyfingin á íslandi uppi fjársöfnun í þágu geðsjúkra á s.l. ári. Fjársöfnunin fór fram á svokölluðum K-degi, sem er og verður væntanlega haldinn á þriggja ára fresti. Kiwanishreyfingin velur sér sérstakt verk- efni fyrir hvern K-dag og er alls ekki um að ræða að á hverjum K-degi sé unnið að sama verkefni og síðast. Það var þó ákveðið að síðasti K-dagur skyldi helgaður verkefnum í þágu geðsjúkra þrátt fyrir að fyrsti K-dagur hreyfingarinnar hafi einnig verið í þágu geðsjúkra. Astæðan fyrir þeirri ákvörðun var sú, að þegar Kiwanismenn kynntust að nokkru leyti þeim margvíslegu verkefnum, sem nauðsynlegt væri að vinna í þágu þessa fólks, þá var talið að ekki væri rétt að fara í annan farveg að svo komnu máli. Þess ber þó að geta, að Kiwanis- klúbbarnir í landinu sem nú eru 36 með um 1200 félagsmenn, unnu starfið á K-degi jafn- framt sínum venjulegu verkefnum í líknar- og menningarmálum. Á K-degi unnu að þessu verkefni um 1500 manns, Kiwanismenn, eiginkonur þeirra, að ógleymdum börnum og unglingum, sem víða tóku að sér að vinna að þessu verkefni á þeim stöðum, sem Kiwanisklúbbar eru ekki starfandi. Verkefni K-dagsins var þríþætt: I fyrsta lagi að safna peningum með sölu K-lykilsins, í öðru lagi að fá þjóðina til að gefa málefnum geðsjúkra meiri gaum en hingað til, og í þriðja lagi að gera Kiwanishreyfinguna félagslega sterkari með því að allir Kiwanisklúbbar í landinu ynnu að sama verkefni á sama degi. Það er óhætt að fullyrða að þetta tókst. Sala K-lykilsins gekk vel, þjóðin vissi meira um vandamál geðsjúkra og við Kiwanismenn vorum félagslega sterkari en áður. Þess ber einnig að geta að jafnframt lykil- sölunni fór fram sérstök tilraunasöfnun á meðal íslenskra sjómanna á nokkrum stöð- um á landinu á þann veg, að sendir voru söfnunarlistar um borð í skip og báta. Sú tilraun tókst mjög vel og ber sérstaklega að sapor Sápudreifarar ® Einkaumboð: XCO HF. INN- OG ÚTFL. Vesturgötu 53 B Símar: 27979 og 27999 18 K-FRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.