Kiwanisfréttir - 01.04.1985, Side 7

Kiwanisfréttir - 01.04.1985, Side 7
Frá umdæmisþingnefnd 1985 Eins og ykkur er öllum kunnugt, verður 15. umdæmisþing íslenzka Kiwanisumdæmisins haldið á Akureyri 16.-18. ágúst 1985. í byrjun desember 1983 var gerð pöntun á öllu gistirými á hótelum á Akureyri og nú í byrjun þessa árs var pöntuð gisting í gisti- heimilum á Akureyri, þannig að nú eru frá- tekin fyrir nefndina gistirúm fyrir yfir 400 mapns. A sama tima þ.e. í byrjun desember 1983 var Sjallinn pantaður fyrir þinghald og einnig fyrir Gala-dinner, en Möðruvellir þ.e. kennslustofur Menntaskólans á Akureyri eru fráteknar fyrir fræðslu embættismanna klúbba umdæmisins. Hallgrímur Arason fráfarandi forseti Kald- baks á Akureyri tók að sér að vera tengiliður fyrir nefndina á Akureyri, en síðar hafa bæst í nefndina þeir Steindór Hjörleifsson, Elliða svæðisritari Þórssvæðis, en hann er ritari nefndarinnar, Eiríkur Rósberg forseti Kald- baks og Kristján Snorrason fyrrverandi forseti Kaldbaks. Seint í janúar s.l. sendi nefndin öllum forsetum klúbba í íslenzka umdæminu bréf þar sem óskað var eftir upplýsingum um fyrir- hugaðan ferðamáta fulltrúa klúbbanna á umdæmisþing 1985. Þetta var gert til að nefndin gæti á sem réttlátastan hátt ákveðið upphæð ferðajöfnunar fulltrúanna. Skila- frestur var til 20. febrúar sl. Útkoman var eins og oft áður, því miður. 21 klúbbur sendi svarbréf á réttum tíma en í hinum hefur ekki heyrst. Þess skal getið, að bréf þessi voru send með ábyrgðarpósti til að tryggja örugg skil, en þess eru dæmi, að forsetar hafi ekki sótt bréf sín á pósthús. I framhaldi af þessu verða forsetum klúbbana send bréf með þátttökulistum og kjörbréfum. Bréf þetta verður einnig sent í ábyrgðarpósti. Þegar klúbbar senda þessi gögn til baka ræður póststimpill og dagsetn- ing á bréfmu um hvar fulltrúar hvers klúbbs fá gistingu og einnig hvar klúbbarnir fá borð í Sjallanum á Gala-dinner. Þetta eru harka- legar aðferðir, en með reynslu fyrri ára í huga verður þessi háttur hafður á nú. Afhending þinggagna fer fram í Hótel Eddu og hefst árla að föstudagsmorgni þann 16. ágúst n.k. Þingsetning fer síðan fram í Akureyrarkirkju um kvöldið. Landsamband Sinawik heldur Landsþing sitt á sama tíma og hefur salur Karlakórs Akureyrar verið tekinn frá fyrir þetta þing. Með kiwaniskveðju, Tómas Jónsson, formaður umdæmisþingsnefndar 1985. ALHLIÐA AUGLÝSINGAÞJÓNUSTA Gylmir hí. Auglýsingastoía Bergstaðastrœti 36 Reykjavík 101 Símar: 29777 og 10777 Birtingaþjónusta K-FRETTIR

x

Kiwanisfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.