Kiwanisfréttir - 01.04.1985, Blaðsíða 13

Kiwanisfréttir - 01.04.1985, Blaðsíða 13
evrópskra Kiwanismanna, verða að leggja sitt af mörkum til að vinna Eyjólfi brautargengi í Basel. Og við treystum því líka, að allir íslenskir Kiwanismenn láti sitt ekki eftir liggja og fjölmenni til Basel í ríkari mæli en nokkru sinni á Evrópuþing. Með því móti sýnum við í verki, að okkur er alvara að koma okkar manni að. Með fjölmennum hópi íslenskra Kiwanismanna í Basel mun okkur veitast léttara að vekja athygli á okkar frambjóð- anda, og hver veit nema það kunni að hjápa einhverjum óákveðnum fulltrúum að ákveða sig. Umdæmisstjórn kannar nú á hvern hátt hagkvæmast er fyrir okkur að sækja þingið í Basel. Er þar um ýmsa möguleika að ræða, bæði lengri ferðir ogstuttarferðir. Þegarþetta er ritað liggja ekki fyrir fullnaðarupplýsingar um hugsanlegar ferðir, en þeim verður komið áleiðis til klúbbanna, þegar þar að kemur. Munið, að einn liður í áætlun okkar að koma Eyjólfi Sigurðssyni í heimsstjórn Kiwanis byggist á því, að við verðum fjölmennari en nokkru sinni fyrr á Evrópu- þinginu í Basel. Hvernig getum við búist við því, að aðrir Kiwanismenn leggi okkur lið, ef við ekki sýnum áhuga okkar í verki? Kjörorðið er því: Fjölmennum til Basel og kjósum Eyjólf í heimsstjórnina í fyrstu lotu. Önnumst allar raflagnir, nýlagnir og viðgerðir. Teikningar í nýbyggingar, breytingar auk ráðlegginga við val lampa og lýsingu. Verslun með raflagnaefni - kastara og kastarabrautir loftljós, perur o.fl. Síðumúla 21 - Símar 84019 og 38191 (Gengið inn frá Selmúla) K-FRÉTTIR 13

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.