Kiwanisfréttir - 01.04.1985, Blaðsíða 15

Kiwanisfréttir - 01.04.1985, Blaðsíða 15
Talið frá vinstri: Ævar Breiðf]örð umdæmisstjóri, Jóhannes Sigmundsson forseti Gullfoss, Hörður Helgason fyrrv. umd.stj. fundarstjóri. féhirðir, Kjartan Helgason, gjaldkeri, Odd- leifur Þorsteinsson og meðstjórnendur Sigur- geir Sigmundsson, Hjörleifur Olafsson og Björn H. Einarsson. Auk þess voru kosnir formenn nefnda. Eftir kosningar tilkynnti varaforseti, Guðjón Emilsson, að menn hefðu komið sér saman um nafn klúbbsins og skyldi hann heita Kiwanisklúbburinn GULLFOSS. Að þessu loknu fór fram stjórnar- og nefndarfræðsla. Hinn nýkjörni forseti Gullfoss sleit síðan fundi og tilkynnti að fyrsti fundur klúbbsins yrði 8. jan. 1985. Af starfi hins nýja klúbbs er það helst að segja, að fljótlega gáfu þeir út fréttabréf sem mikla athygli hefur vakið bæði meðal Kiwan- ismanna og annarra. Þetta bréf sendu þeir á alla bæi í sveitinni og kynntu Kiwanishreyf- inguna og tilgang hennar fyrir þá sjálfa og samfélagið. Þegar þetta er skrifað eru félagar orðnir 22 og fleiri eru á leiðinni. Ákveðið er, að vígsluhátíð Gullfoss verði 20. apríl n.k. og jafnframt er ráðgert að umdæmis- stjórn haldi fund að Flúðum þann sama dag. Undirritaður hefur oft látið það i ljós, að ef til klúbbstofnunar kæmi í Hrunamanna- hreppi, þá bættist Kiwanishreyfingunni góð- ur og traustur liðsstyrkur og eitt er víst, að vel fara þeir af stað. Af öðru nýklúbbastarfi er það að segja, að kannanir hafa verið í gangi í Ægissvæði (Hafnarfirði), Þórssvæði (Reykjavík) og Óð- inssvæði (Akureyri) um stofnun nýrra klúbba og virðist helsti möguleikinn vera fyrir hendi á stofnun annars klúbbs í Hafnarfirði en hæpið að það geti orðið fyrr en á næsta starfsári. Eg tel rétt að flýta sér hægt í þessum efnum og leggja frekar áherslu á stofnun klúbba sem maður trúir að verði sterkir fyrir hreyfinguna þótt langur tími fari í undirbúning, frekar en að stofna klúbba með hraði án þess að vita hvort það verður til gagns þegar fram í sækir. Ekki þar fyrir að alltaf verðum við að vera vakandi og leita að þeim jarðvegi sem við getum sáð frækornum okkar í. Eg vil að lokum þakka öllum sem unnið hafa að nýklúbbastarfinu bæði að Flúðum sem annars staðar. Kiwanisklúbbnum Dímon óska ég til hamingju með sitt fyrsta barn og hinn nýja klúbb, Gullfoss, býð ég velkominn í hreyfinguna og óska bæði honum og Kiwanis- hreyfingunni til hamingju með 40. klúbb íslenska umdæmisins. Aðalbjörn Kjartansson form. nýklúbbanefndar 15

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.