Kiwanisfréttir - 01.04.1985, Blaðsíða 16

Kiwanisfréttir - 01.04.1985, Blaðsíða 16
KorrapistiU í þessum pistli mínum ætla ég að segja frá því helsta sem við Korrafélagar höfum verið að gera á þessu starfsári. Starfsárið byrjaði á hefðbundinn hátt, með stjórnarskiptafundi þann 07.10.1984. Þá leysti nýkjörinn svæðisstjóri Eddusvæðis, Trausti Magnússon fyrrverandi stjórn frá störfum og setti þá nýju inn, en Trausti er fyrsti Korrafélaginn sem verður svæðisstjóri Eddusvæðis. Núverandi stjórn Korra er þannig skipuð: Forseti: Björn Arnaldsson. Kjörforseti: Kristján Guðmundsson. Varaforseti: Þorsteinn Hauksson. Ritari: Hafsteinn Kristinsson. Féhirðir: Herbert G. Hjelm. Gjaldkeri: Jóhann Steinsson. Meðstjórnendur: Hermann Magnússon og Róbert Oskarsson. Strax var farið að huga að hinum ýmsu verkefnum starfsársins. I byrjun nóvember héldum við félgsmálanámskeið, þar sem farið var yfir fundarsköp, ræðumennsku o.fl. þar að lútandi. Fengum við til þess tvo leiðbein- endur. Tókst þetta námskeið í alla staði mjög vel og hafa félagar verið virkari síðan og gert meira af því að koma í púltið og segja álit sitt á hinum ýmsu málum. Um miðjan nóvember afhentum við Björgunarsveitinni Sæbjörgu hér í Ólafsvík styrktarverkefni okkar fyrir síðasta starfsár, en það hafði dregist af ýmsum orsökum, en það voru 4 stk. björgunarvesti og flotgalli. Kemur þessi búnaður sér mjög vel fyrir Björgunarsveitina. Arshátíð héldum við seinast í nóvember og breyttum þar út af venjunni, því hingað til höfum við haldið hana um miðjan janúar eða sem næst afmælisdegi klúbbsins sem er 15. janúar. Á árshátíðinni skemmtu félagar og gestir sér mjög vel við að horfa á leikþætti, ballett, söng og leiki, allt heimatilbúið af félögum. Einnig lögðu Sinawikkonur sitt af mörkum. Síðan var dansað fram á morgun eins og venjulega. í byrjun desember höfðum við barnafund sem er orðinn árviss hjá okkur. Þá tökum við Frá afhendingu á styrktarverkeíni (4 stk björgunarvesti og frostgalli). Bjöm Arnaldsson forseti Korra afhendir Emanúel Ragnarssyni formanni björgunarsveitarinnar gjafabréfið. börnin með okkur á fund og höldum pylsu- veislu, sínum teiknimyndir, föndrum og fleira. Þá var okkur Korrafélögum boðið á fund hjá Sinawik í byrjun desember, en þar bjuggum við_ til sérstakar jólaskreytingar í sameiningu. Á þessum fundi var að sjálfsögðu boðið upp á jólaglögg og piparkökur. Síðan gáfum við öllum Ólsurum 67 ára og eldri og einstæðingum hér í bænum þessar jólaskreyt- ingar og sá styrktarnefnd um það. Var það gert stuttu fyrir jól og var mjög vel tekið. Eiga Sinawikkonur þakkir skildar fyrir þetta. í byrjun desember fórum við af stað með okkar árlegu jólapappírssölu og gekk hún vonum framar, því nánast allt seldist. Um miðjan desember opnuðum við svo greni og jólatrés- sölu, en það er einnig árvisst hjá okkur eins og með jólapappírinn. Greni og jólatréssalan gekk einnig mjög vel, því að allt seldist upp og síðasta grenið fyrir hádegi á aðfangadag. Fyrir hver jól gefum við jólatré á barnaheimilið og gerðum það einnig núna. Setjum við jólatréð ljósum skreytt fyrir utan barnaheimilið. Á 2. 16 K-FRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.