Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Qupperneq 9

Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Qupperneq 9
Fréttir úr klúbbstarfinu (|||g KIWANISKLÚBBURINN SKJÁLFANDI Starfsárið hjá okkur hér í Skjálfanda hefur verið með hefð- bundum hætti það sem af er. Stjórnarskiptafundur var hald- inn 07.10. ’94 sameiginlega með Faxa á Kópaskeri og Herðubreið í Mývatnssveit en sú hefð er komin á að þessir klúbbar sameinist um stjórnarskiptafund. Að þessu sinni var fundurinn haldinn hjá Herðubreið að Hótel Reynihlíð og tókst með ágætum. Félagatala okkar er ekki nema 15 í vetur. Félagaöflun virðist vera mjög erfið um þessar mundir og er fækkun í klúbbum víða mikið áhyggjuefni. Ekki er gott að segja til um hvað veldur, en þó virðist manni að það sé einfaldlega ekki „inn“ eins og það er stundum orðað að vera í félagsskap eins og Kiwanis eða t.d. Lion í dag. Vonandi rætist þó úr þessu fyrr en síðar. Fundir hafa verið vel sóttir og farið vel fram. Jólafundur var haldinn með eiginkonum og sóknarpresti og á aðfangadag fóru jólasveinar um bæinn og færðu börnum gjafir. Fjölskyldudagur er á dagskrá síðar í vetur eða vor. Ekki hefur verið farið í heimsóknir enn sem komið er enda tíðarfar og færð á vegum ekki hentað vel til ferðalaga á milli sveita. Vonandi verður það þó hægt fyrir vorið. Aðal fjáröflun okkar ár hvert er flugeldasala um áramót og gekk hún með besta móti að þessu sinni. Styrkveitingar eru nú orðn- ar um 250 þúsund, þar af fóru 100 þúsund í Súðavíkursöfnunina. Stuðningur við íþróttastarf fatlaðra er stór liður í starfi okkar. Einkum er þar um að ræða boccia. Félagar hafa aðstoðað við æflngar og annast mótshald í samstarfi við bocciadeild íþróttafélagsins Völs- ungs og sambýli fatlaðra hér á staðnum. Nokkrir félagar eru með dómararéttindi í boccia og hafa þeir dæmt á mótum. Boccialið Völsungs Árlega er haldið hér svokallað Þórðarmót í boccia sem er haldið til minningar um látinn félaga okkar Þórð Sveinsson og verður þetta mót haldið 1. apríl í ár. Á hausti komanda er svo fýrirhugað að halda hér íslandsmeistaramót í boccia og verður það mikill viðburður og vonaNdi að vel takist til. Klúbburinn hefur jafnan gefið vinninga á þau mót sem hafa verið haldin hér. Við Skjálfandafélagar sendum svo öllum Kiwanismönnum og fjölskyldum þeirra Kiwaniskveðjur og vonum að starfíð blómstri og félögum fari fjölgandi í hreyfing- unni því þess þarf hún með. Gunnar Bergsteinsson blaðafulltrúi FRÁ ÁRANGURSNEFND1993-1994 Þau leiðu mistök áttu sér stað við prentun á punktakerfinu sem síðan var sent til Kiwanisfrétta með beiðni um birtingu að ártalið 1992-1993 var vegna mistaka sett þar, en þessar niðurstöður yfir punktakerfið sem birtar voru, giltu fyrir starfsárið 1991-1992. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Virðingarfyllst, Guðmundur Pétursson Form. Árangursnefndar, starfsárið 1993-1994. KIWANISFRÉTTIR 9

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.