Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.07.2006, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 13.07.2006, Blaðsíða 2
 FRÉTTIR a Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála: IGS greiði 60 milljóna stjórnvaldssekt Afrýjunarnefnd sam- keppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, þar sem Flugþjónustan á Keflavík- urflugvelli (IGS) var sektuð fyrir að misnota markaðs- ráðandi stöðu sína. Nefndin ákvað að IGS skyldi greiða kr. 60.000.000 í stjórnvaldssekt. Með úrskurði sínum, nr. 3/2006, dags. 5. júlí 2006, staðfesti áfrýj- unarnefnd samkeppnismála ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 9/2006, um að Flugþjónustan Lafmóður innbrotsþjófur þurfti læknishjálp Tveir innbrotsþjófar voru staðnir að verki í Húsasmiðj- unni nótt eina í síðustu viku. Öryggiskerfi versl- unarinnar sendi innbrots- boð og skömmu síðar var starfsmaður Brunavarna Suðurnesja kominn á stað- inn ásamt lögreglu sem handtóku viðkomandi að- ila á flótta frá staðnum. Kalla þurfti til sjúkrabíl frá Brunavörnum Suðurnesja vegna öndunarörðuleika hjá öðrum innbrotsaðil- anum. Viðkomandi aðilar hafa áður komið við sögu lögreglu. Landsbankinn MUIMDI Þessir innbrotsþjófar þurfa aðfara í rœktina! á Keflavíkurflugvelli (IGS) hefði brotið gegn 11. gr. samkeppn- islaga, um misnotkun á mark- aðsráðandi stöðu. í hinni áfrýjuðu ákvörðun, nr. 9/2006, komst Samkeppniseft- irlitið að þeirri niðurstöðu að Flugþjónustan á Keflavíkur- flugvelli (IGS), dótturfélag FL Group, hefði misnotað markaðs- ráðandi stöðu sína við afgreiðslu farþegaflugvéla. Fyrirtækið braut samkeppnislög þegar það gerði 10 einkakaupasamn- inga við flugfélög sem lenda á Keflavíkurflugvelli og með því að gera flugfélaginu LTU sam- keppnishamlandi tilboð. Sam- keppniseftirlitið gerði fyrirtæk- inu að greiða 80 milljóna króna stjórnvaldssekt til ríkissjóðs. Keflavíkurflugvöllur: Flugmálastjórn tekur við vopnaleit Flugstöð Leifs Eiríks- sonar uppfyllir nú staðla Evrópska Efna- hagssvæðisins varðandi vopna- leit á farþegum. Ekki gerist því lengur þörf á að farþegar sem millilenda á Leifsstöð á leið til meginlandsins þurfi einnig að gangast undir vopnaleit við komu til landa innan EES. Bandarísk og Evrópsk stjórnvöld hefur greint á um framkvæmd vopnaleitar á Flugvöllum og við- urkenna ekki aðferðir hvors ann- ars í þeim málum. Á Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur verið farið eftir banda- rískum stöðlum sem hefur haft það í för með sér að farþegar sem koma frá Leifsstöð á leið sinni til EES landa þurfa oft og tíðum að gangast í gegnum aðra vopnaleit á áfangastað. Setið um lóðir -segirformaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. Þrátt fyrir að nokkuð hafi ver ið um að lóðum sem hefur verið úthlutað í Reykjanesbæ hafi verið skilað segir Steinþór Jóns- son, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, að ekki sé um offramboð að ræða. „Lóðaframboð hefur aldrei í sögunni vera meira en síðustu ár og fjöldi úthlutanna með miklum ólíkindum. Eðlilega er einhverjum lóðum af þessum mikla fjölda skilað aftur inn en fara þá undantekningarlaust við næstu úthlutun enda enn um- sækjendur á biðlista og í raun setið um sumar lóðir.” Því til áréttingar bendir Stein- þór á að á síðasta fundi Um- hverfis-, og skipulagsráðs var 56 lóðum úthlutað. Uppgangur- inn sjáist líka þegar litið er til þeirrar staðreyndar að íbúum bæjarins hefur fjölgað um 2% frá áramótum, úr 11346 íbúum í 11583, á sex mánaða tímabili. Á síðustu tveimur árum fjölg- aði íbúum Reykjanesbæjar mest af öllum stærri sveitarfélögum landsins eða samtals um 3,8% og er aukningin því vaxandi sem af er þessu ári. „Það er mín tilfinning að eftir- spurnin eftir lóðum muni halda áfrani hér í Reykjanesbæ enda bætast nýjar umsóknir við í hverri viku. I því ástandi sem nú er á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu tel ég að fólk leiti frekar að húsnæði á viðráðanlegu verði án þess að þurfa að flytja út á land. Hér sjá fjölskyldur tækifæri að kaupa stærra húsnæði á hagstæðara verði. Umhverfi bæjarins er til fýrirmyndar og stutt í alla þjón- ustu auk þess að örugg tvöföld Reykjanesbraut tryggir enn frekari nálægð við höfuðborg- arsvæðið. Tækifærin í Reykja- nesbæ eru greinilega til staðar og ég trúi því að við höldum okkar striki.” Sandgerði: Fá undanþágu frá skatti Bæjarstjórn Sandgerðis- bæjar hefur samþykkt að breyta viðmiðunar- reglum varðandi lækkun fast- eignaskatts hjá elli- og örorku- lífeyrisþeguin í eigin húsnæði. Viðmiðunarmörk eru með þessari breytingu hækkuð um 15% þannig að einstaklingar sem eru með árstekjur allt að 1522 þús. þurfa ekki að greiða fasteignaskatt. Það sama á við um hjón með tekjur allt að 1933 þúsund. Breytingar þessar eru tilkomnar vegna hækkunar á fasteigna- mati í bæjarfélaginu og á Suður- nesjurn. Flugmálastjórn á Keflavíkurflug- velli hóf þann 4. júlí að fram- fylgja reglunum og segir Stefán Thordersen, forstöðumaður öryggissviðs Flugmálastjórnar að þær hafi umtalsverðar breyt- ingar í för með sér. „Við þurfum að taka þá farþega sem koma frá löndum utan Evrópska Efnahagssvæðisins og þeir þurfa að sæta vopnaleit áður en þeir halda áfram eða blandast öðrum farþegunr. Svo þarf lestarfarangur og skiptifar- angur sem áfram fer líka að skoðast. Það gerum við með röntgenbifreiðum." Umfang verkefnisins er nokkuð og því þurfti að bæta við starfs- fólki hjá Flugmálastjórn og var það að hluta til leyst með samn- ingi við Securitas og Öryggis- nriðstöð íslands. „Undanfarnar þrjár vikur höfum við þess vegna staðiði í ströngu við að þjálfa mannskap til að sinna verkefninu. Svo hð- fum við sjálfir bætt við okkur mannskap og það er gaman að segja frá því að sem betur fer höfum við náð í fólk sem áður starfaði hjá varnarliðinu. Það er ljós punktur í tilverunni ef má segja sem svo. Með auknurn umsvifum hækkar rekstrarkostnaður verulega, en Stefán segir að allt verði gert til að það leiði ekki til hærra miða- verðs fyrir farþega. Hvað sem því líður er ljóst að farþegar sem koma frá Islandi þurfa ekki að sæta vopnaleit á ný við komuna til landa innan EES. „Við fengum á okkur reglugerð sem sagði að aðgerðir okkar væru ekki nógu góðar sam- kvæmt kröfum bandalagsins en ég vina að í dag, mánudag verði þessari grein aflétt þannig að völlurinn verður fullviður- kenndur aftur og farþegar þurfi ekki að verða fyrir óþægindum við komuna á aðra velli innan EES svæðisins.,“ sagði Stefán að lokum. Ný tækifæri: Nýtt þjónustusuæði á Keflavíkurflugvelli Búið er að útdeila ellefu lóðum á nýju þjónustusvæði á Keflavíkurflugvelli og hafist hefur verið handa við fyrstu tvær byggingarnar. Það eru bílaleigurnar sem ríða á vaðið og sameinast um húsnæði og bílastæði. Búið er að deiliskipu- leggja næsta hluta svæðisins og gefa götunum heiti. Líkast til verður allt þjónustusvæðið að mestu tilbúið eftir tvö ár. Til stendur að byggja bensínstöð, bílaþjónustu, s.s. geymslur og þrif, og einnig á að byggja hótel. Þetta nýja þjónustusvæði mun styrkja starfsemina á flugvellinum og veita ferðamönnum auðveldari aðgang að mikilvægri þjónustu. 2 | VÍKURFRÉTTIR I 28. TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • IESTU NÝJUSTU FRETTIR DAGIEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.