Víkurfréttir - 13.07.2006, Blaðsíða 17
i Víkingar heimsóttu CRV |
GRV og Þróttur mættust í íslandsmótinu í kvennaknatt-
spyrnu í 5. flokki á mánudaginn var.
A liðin gerðu 3-3 jafntefli en Þróttur B lagði GRV B 7-1.
í leik C liða varð GRV enn á ný að játa sig sigraðar 3-7. GRV
vermir 4. sætið í íslandsmótinu í 5. flokki kvenna með 9 stig en
Breiðablik er á toppnum með 15 stig.
Breiðabliksgrvlan
Keflavíkurkonur urðu
enn og aftur að játa sig
sigraðar gegn Breiða-
blik í Landsbankadeild kvenna
á þriðjudagskvöld er liðið
mætti Blikum í Kópavogi.
Lokatölur leiksins voru 3-0
Blikum í vil sem stinga nú óðar
af með Valskonum og þykir það
ólíklegt að önnur lið í deildinni
nái þeim. Síðasti séns Keflavíkur
til að leggja Blika er í bikarnum
þann 28. júlí þegar liðin mætast
að nýju. Næsti leikur Keflavíkur-
kvenna er svo gegn KR á Kefla-
víkurvelli þriðjudaginn 25. júlí í
Landsbankadeildinni.
Eyjamenn í heimsókn
Keflvíkingar taka á móti
Eyjamönnum í Lands-
bankadeildinni í knatt-
spyrnu í kvöld á Keflavíkur-
velli kl. 19:15. ÍBV hafði betur
2-1 í fyrri viðureign liðanna í
sumar þar sem Símun Samuel-
sen gerði mark Keflvíkinga.
Evrópudraumi Keflavíkur er
lokið þar sem Lilleström vann
leiki liðanna 6-3 en liðin skildu
jöfn 2-2 í Keflavík um síðustu
helgi þar sem Þórarinn Krist-
jánsson og Hólmar Örn Rúnars-
son gerðu mörk Keflavíkur. Guð-
mundur Mete, varnarjaxl hjá
Keflavík, telur að liðið þurfi að
nýta færin sín betur og þá gangi
hlutirnir upp. „Við munum ein-
beita okkur að okkar leik og
halda núllinu, svo ef við nýtum
færin okkar þá vinnum við
þennan leik,” sagði Guðmundur
sem var ekki sáttur við að Evr-
ópudraumurinn væri úti. „Lil-
leström var sterkara liðið en
þetta hefði getað endað betur,”
sagði Guðmundur sem sagði að
flest allir leikmenn Keflavíkur
væru í góðu ásigkomulagi þrátt
fyrir álagið undanfarna daga og
vikur.
ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU í BOÐi LAMDSBANKANS
Ióhann Þórhallsson er
markahæsti Ieikmaður
Landsbankadeildarinnar
þessar mundir með átta
mörk. Jafnan þegar Jói skorar
syngja Grindvíkingar lagið um
árans kjóann hann Jóhann.
Jóhann er kominn undan öflugu
yngriflokkastarfl hjá Þór á Akur-
eyri en þótti djarfur þegar hann
gekk til liðs við KA á sínum
tíma til þess að leika í efstu
deild. Frá Akureyri kom Jóhann
aðeins við í vesturbænum og lék
með KR en elti félaga sína Orra
og Óðinn til Grindavíkur. Jó-
hann er menntaður sjávarútvegs-
fræðingur frá Háskólanum á Ak-
ureyri og stefnir á mastersnám
í fjármálafræði við Háskólann
í Reykjavík í haust. Víkurfréttir
hittu á Jóhann og lögðu fyrir
hann nokkrar spurningar.
Hvernig kannt þú við þig í
Grindavík?
Ég kann mjög vel við mig, þetta
er frábær hópur og virkilega
gaman að vera hérna.
Hvernig hefur Grindavíkur-
liðið unnið úr Kekic-málinu?
Við höfum unnið nokkuð vel
út úr þessu máli, Kekic var yfir-
burða leikmaður hérna síðast-
liðin ár og slæmt fýrir klúbbinn
að missa hann, reyndar er sama
hvað lið hefði séð á eftir honum
það hefði verið slæmt fýrir þann
klúbb. Sigga og Kekic kom
greinilega ekki nógu vel saman
og eins og staðan var orðin var
þetta kannski farsælasta lausnin
svo við gætum haldið áfram að
einbeita okkur að verkefnunum
sem framundan eru. Kannski
nauðsynlegt upp á móralinn en
alltaf íeiðinlegt þegar mál enda
svona.
Hefur þú gert fleiri mörk í
efstu deild áður?
Já, reyndar, ég gerði 10 mörk
með Þórsurum á sínum tíma og
maður reynir bara að slá það.
Þó skiptir mestu máli að liðið
fái þrjú stig, þá er ég sáttur en
það er alltaf gaman að skora.
Hvert þinna marka fannst þér
best í sumar?
Þó mörkin hjá mér gegn KR
í 5-0 sigrinum hafi ekki verið
merkileg þá finnst mér sá leikur
standa upp úr. Þá gekk allt upp.
Er þetta þinn stærsti sigur í
efstu deild?
Já, ég held það örugglega.
Hvert er flottasta/eftirminni-
legasta markið sem þú hefur
gert?
Það var gegn Leiftri þegar ég
var í 1. deildinni með Þórsurum
og við vorum að berjast um að
taka toppsætið í 1. deildinni og
ég smellhitti boltann fyrir utan
teig beint upp í vinkilinn. Þetta
var svona mikilvægasta markið
sem ég hef gert.
Hvernig finnst þér deildin hafa
verið að spilast?
Deildin er skemmtileg og leið-
inleg, skemmtilegt hvað hún et
jöfn en leiðinlegt hvað FH hefut
stungið af. Deildin er mjög
jöfn og maður þarf að vera ein-
beittur.
Hvaða staða myndi henta þéi
betur ef þú værir ekki að leik;
frammi?
Ég hef verið að leika fyrir aftar
fremsta mann og það er eigin
lega mín uppáhalds staða. Ég
hef verið að rúlla úr framherj;
og svo í vasann fyrir aftan senter
inn. Þessar stöður henta mét
best.
Býr nógu mikið í Grindavíkur
liðinu til þess að verða íslands
meistari?
Það er allt hægt og nóg a
stigum í pottinum en þá þurf;
FH að misstíga sig. Forsko
FH er mikið en við getum ve
saxað á þetta forskot og stefnun
ótrauðir á Evrópusæti.
Hvað þarf til þess að verð
góður sóknarmaður?
Fyrst og fremst þurfa krakka
að vera dugleg að æfa, hafa kröf
urnar hæfilegar og hafa gamai
af íþróttinni og reglusem
hjálpar til.