Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.07.2006, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 13.07.2006, Blaðsíða 6
 FRÉTTIR ÚR GRINDAVÍK Útsala Útsala Útsalan er hafin íVersluninni Sirrý 30 - 80 % afsláttur Fullt af góðum vörum á 500 og 1000 kr. Kær kveðja frá stelpunum í Versluninni Sirrý Opnunartími: Mán- föstud. 14 -18 og 20 -22. Laugardaga (lokað íjúlí) Hafnargata 7b • Grindavík ■ sími: 426 9888 Nokkrar hressar handverkskonur í Grindavík hafa um langt skeið rekið handverksgallery í elsta húsi Grinda- víkur, Gesthúsi. Þær Anna Hanna, Þórunn, Sædís Bára, Erla og Þóra hanna og framleiða gripina sjálfar og skiptast svo á að standa vaktirnar og taka á móti ferðamönnum. Þær stöllur bjóða upp á íjölbreytt úrval muna úr leir og gleri og einnig mál- aðar myndir. Styrktartónleikar Kaldalónsklúbbsins TiL mm Forseti Grikklands og kona hans komu við í Grindavík á föstudag í opinberri heimsókn sinni hingað til lands. Með þeim í för voru íslensku forsetahjónin og frítt förumeyti. Heppnaðist heimsóknin vel og fór hópurinn m.a. í Saltfisksetrið, Vísi og Bláa lónið. Lýsti forsetinn yfir ánægju með heimsóknina sem var afar fróðleg. Kaldalónsklúbburinn í Grindavík stóð fyrir styrktartónleikum í Grindavíkurkirkju á þriðju- dagskvöldið og var húsfyllir. Valdimar Hilmarsson baritón og kona hans Alexandra Rig- azzi-Tarling mezzosópran ásamt píanóleikaranum Magn- úsi Gilljam heilluðu gesti upp úr skónum með fallegum söng og glæsilegri framkomu. Fyrir hlé voru flutt íslensk einsöngs- lög og eftir hlé voru flutt atriði úr þekktum óperum. Valdimar er sonur Hilmars Helgasonar skipsstjóra á Hrafni Sveinbjarn- arsyni GK en hann er fæddur í Kaldalónshúsinu og er ættaður frá Grindavík þannig að Grind- víkingar eiga töluvert í Valdi- mar. Valdimar hefur verið við- loðinn söng lengi en hann byrj- aði í rokkhljómsveit og tók svo þátt í öllum söngleikjum þegar hann var í menntaskóla. Valdi- mar lauk námi við Nýja tónlist- arskólann í Reykjavík 1999 og fór þaðan til London í Guildhall School of Music and Drama og útskrifaðist þaðan með meistara- gráðu úr óperudeild árið 2003. Hann stundar nú nám við Moz- art háskólann í Salzburg. Valdi- mar hefur sungið Papageno í Töfraflautunni, Leporello og Masetto í Don Giovanni, Colas í Bastian und Bastienne, Figaro og Almaviva greifa í Brúðkaupi Figaros. Námið hefur verið Valdimar kostnaðarsamt og hélt Kaldalónsklúbburinn því þessa tónleika til að styrkja þennan unga og efnilega söngvara en eitt af markmiðum Kaldalóns- klúbbsins er að halda nafni Kaldalóns á lofti með ýmsum tónlistaruppákomum. Að- spurður sagði Valdimar að rnjög gott væri að syngja í Grinda- víkurkirkju, hljómurinn berst mjög vel og gott væri að heyra í sjálfum sér. Á miðvikudaginn sungu þau svo fyrir vistmenn Víðihlíðar við góðar undirtektir og er þetta þeirra framlag til að gleðja heimilisfólkið á Víðihlíð. Forsetar í heimsókn í Grindavík Háar hurðir • Hiti í gólfi • Á besta stað í bænum. Upplýsingar í síma 820 7090. Brekkustígur 42, Njarðvík 150 - 450m2 að Brekkustíg 42 VIKURFRÉTTIR : 28.TÖLUBLAÐ 27. ARGANGUR VfKURFRÉTTIR Á NETINU •www.vf.is* LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.