Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.07.2006, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 13.07.2006, Blaðsíða 16
íslandsmeistaratign í sjónmáli Rallkapparnir Jón Bjarni Hrólfsson og Borgar Ólafsson eru komnir með aðra höndina á íslands- meistaratitilinn í 2000cc flokki í ralli. Jón og Borgar eru efstir í sinum flokki með 35 stig og næsti maður með 20 stig þegar aðeins tvö röll eru til loka móts. „Við þurfum að gera það sama og við höfum verið að gera og undirbúa okkur vel,“ sagði Jón Bjarni í samtali við Víkurfréttir en næsta mót er Alþjóðarallið helgina 17.-19. ágúst og telur það einnig til Islandsmótsins. Alþjóðarallið er um 400 km á sérleiðum og keppt er á þremur dögum og því mikið álag á öku- mönnum og bíl þá helgina. „Bíllinn hjá okkur hefur verið í toppformi og það þurfum við einnig að vera þessa helgi, ef við vinnum okkar flokk í Al- þjóðarallinu þá getur enginn náð okkur og við verðum þá íslandsmeistarar í síðasta rall- inu,“ sagði Jón Bjarni en hann og Borgar undirbúa sig nú af kappi fyrir næsta rall. Líklegt þykir að síðasta rall sumarsins fari fram á Suðurnesjum og þá geta þeir félagar orðið íslands- meistarar á heimavelli. „Ef sein- asta keppnin verður heima þá kemur ekkert annað til greina en að vinna næsta rall og vinna heima,“ sagði Jón að lokum. LAVÍK COACHES Eyþór gerir hér annað mark Njarðvíkinga gegn Huginn, Eyþór kominn í gang Njarðvíkingar eru á toppi 2. deildar í knattspyrnu eftir 5- 3 sigur á Hug- inn sl. þriðjudagskvöld. Sand- gerðingar töpuðu gegn Fjarð- arbyggð 1-0 og hafa nú dottið úr öðru sætinu í það þriðja en 5 stigum munar á Njarðvík og Reyni. Eyþór Guðnason, framherji Njarðvíkinga, gerði tvö mörk í sigri liðsins gegn Huginn en þetta voru hans fyrstu mörk í sumar. „Það var mjög sætt að hafa skorað og ég er bara léttur á því þar sem liðið er að spila vel,” sagði Eyþór en það er gleðiefni fyrir Njarðvík að fá Eyþór í gang enda mikill markahrókur. Njarðvíkingar fá ÍR í heimsókn þann 17. júlí en Reynismenn mæta Aftureldingu í Mosfellsbæ sama dag. Gunnar Davíð Gunnarsson, leikmaður Reynis, telur liðið eiga nóg inni. „Við ætluðum minnst að ná í stig gegn Fjarðarbyggð en við þurfum bara að rífa okkur upp gegn Aftureldingu og finna sóknartaktinn okkar frá því í upphafl mótsins. Varnarlega séð erum við ekki að standa okkur illa,“ sagði Gunnar að lokum. Útsölumarkaður Hafnargata 36 Stærsta útsala mánaúarins. M mátt ekki missa af þessu. Stórkostlegt verðhrun 80 - 90 % afsláttur. Vörur frá krónum 500 til 2500. © Opnunartími: Fimmtudaga og Föstudaga frá 13:00 -18:00 Laugardaga frá 11:00 til 14:00 Voila Hafnargötu 35 Sale Sale Sale Glæsilegur fatnaður frá gæðamerkjum. 20 - 40 % afsláttur af Barnafatnaði, frá PIPPI og Kvenmannsfatnaði frá CCDK og S. Oliver. Karlmannafatnaði frá S. Oliver, þará meðal gallabuxur, skyrtur, bolir og fleira. Lego, Diesel og CKS barnaföt á 30 % afslætti. Sérstakur 10% afsláttur við kassa. Opnunartími mánudagar - föstudagar 10-18:00 Laugardagar 11-14:00 S.OIiver. Voila B O U T I Q U E Eurobasket meistarar Keflavíkurstelpur í 9. og 10. flokki sigruðu á dögunum alþjóðlegt körfuknattleiksmót á vegum AS Eurobasket á Spáni. Mik- ilvægasti leikmaður mótsins í kvennaflokki var Telma Dís Ólafsdóttir úr Keflavík. Keflavík lagði Norrköping 55- 45 í úrslitaleik mótsins þar sem María Skagfjörð Illugadóttir gerði 19 stig, þar á meðal 4 þriggja stiga körfur. Telma Dís Ólafsdóttir gerði 10 stig. VF-sport molar Styttist í Óla Stefán Óli Stefán Flóventsson, leik- maður Grindavíkur í Lands- bankadeildinni, braut augn- lokarbein gegn FH fyrr í sumar og hefur ekki leikið með liðinu að undanförnu. Búist er við því að Óli verði klár í nágrannaslaginn gegn Keflavík þann 27. júlí nk. Meistaramót PS Meistaramót Púttklúbbs Suðurnesja 2006 hefst í dag, fimmtudag, og þá verða leiknar 2x18 holur en alls eru keppnisdagarnir þrír. Mótið verður haldið á Mánatúni og er styrkt af Sparisjóðnum í Keflavík. Annar keppnis- dagur er 19. júlí og sá þriðji og síðasti er þann 20. júlí. María Einarsdóttir og Hákon Þorvaldsson sigruðu á mót- inu í fyrra. U 17 stelpur stóðu sig vel U17 ára landslið íslands hafn- aði í 6. sæti á Norðurlanda- mótinu í kvennknattspyrnu sem haldið var í Finnlandi á dögunum. Þær Elínborg, Alma og Anna Þórunn komu allar við sögu í leik gegn Dan- mörku um 5. sætið. Danir höfðubetur2-l. Þrír frá UMFN í U 20 Þrír Njarðvíkingar hafa verið valdir í U 20 ára landslið Is- lands fyrir þátttöku liðsins á EM í Lissabon í Portúgal dag- ana 14. -23. júlí. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvík- inga, er þjálfari U 20 ára liðs- ins og með Iiðinu fer einnig Sigmundur Már Herbertsson, FIBA dómari, í ferðina. Leik- menn Njarðvíkur í U 20 ára liðinu eru Jóhann Árni Ólafs- son, Kristján Sigurðsson og Daníel Guðmundsson. Nína á Norðurlanda- móti Knattspyrnukonan Nína Ósk Kristinsdóttir, leikmaður Keflavíkur, verður í U 21 kvennalandsliðinu sem tekur þátt í Norðurlandamótinu dagana 15.-23. júlí næstkom- andi. Mótið fer fram í Noregi og er Nína eini leikmaðurinn í hópnum sem kemur frá Suð- urnesjum. Stuðningsmenn hittast á Yello Stuðningsmenn Keflavíkur og IBV ætla að hittast á Yello við Hafnargötu fyrir leik lið- anna í Landsbankadeildinni í kvöld. Mæting kl. 17. M»i;U;ttiiiaii3átiiiManiii;I VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU • www.vf.is •.'LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA! 16

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.