Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.08.2006, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 10.08.2006, Blaðsíða 2
tícRir Nýr prestur í Grindavík Sr. Elínborg Gísladóttir hefur verið ráðin afleysingaprestur í Grindavík. Mun hún gegna starfinu í afleysingum frá 1. september nk. til Ioka maí á næsta ári í fjarveru sr. Jónu Kristínar Þorvaldsdóttur sem varð forseti bæjar- stjórnar eftir kosningarnar í vor. Sr. Elínborg er fædd árið 1959, lauk embættisprófi 1998 og hlaut prestvígslu 2001. Hún þjónaði í Ólafs- firði í 3 ár og í Grafarvog- skrikju í 17 mánuði, í báðum tilvikum sem afleysinga- prestur. FRÉTTASÍMINN SOLARHRINGSVAKT 8982222 Landsbankinn MUNDI Ætli það verði „stjörnubjart“ á Berginu á Ljósanótt...? Ótrúlegt lífríki við Bergið í Keflavík: Uppsafnaður hallarekstur var 98 milljónir króna í árslok 2005: Forstjóri HS bjartsýnn um samkomulag Fulltrúar Hitaveitu Suð- urnesja funduðu fyrir helgi með fulltrúum her- málayfirvalda í Washington um samningamál vegna kaupa Varnarliðsins á heitu vatni fyrir varnarstöðina á Keflavík- urflugvelli. Ljóst er að Hita- veitan verður fyrir talsverðum búsiijum verði ekki staðið við langtímasamning þann sem í gildi er á milli þessara aðila. Júlíus Jónsson, forstjóri HS, sagði að viðræður myndu halda áfram á næstu dögum. Kvaðst hann hafa trú á að samkomulag næðist um efndir samningsins. Þá lauk einnig fyrir helgi tveggja daga fundi viðræðunefnda Is- lands og Bandaríkjamanna um varnarmál og viðskilnað Bandaríkjamanna við brottför Varnarliðsins. Viðræðunum er ekki lokið og er ráðgert að halda þeim áfram síðar í þessum mán- uði. Þrír fullir Þrír ökumenn voru teknir á frídegi verslun- armanna vegna ölvun- araksturs í umdæmi lögregl- unnar í Keflavík. Á sunnudag- inn voru 9 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykja- nesbraut og einn á Grindavík- urvegi. Sá sem hraðast ók var mældur á 128 km hraða. Ann- ars var Verslunarmannahelgin nokkuð róleg hjá lögreglunni í Keflavík. SYSLUMANNSEMBÆTTID A KEFIA- VÍKURFLUGVELLIREKIÐ MEÐ HALLA Iskýrslu Rikisendurskoðunar um frarn- kvæmd fjárlaga 2005 kemur fram að uppsafnaður halli af rekstri sýslu- mannsembættisins á Keflavíkurflugvelli hafi skv. bráðabirgðauppgjöri numið 98 m.kr. í árslok 2005. Fjárveiting til emb- ættisins í fjárlögum 2006 er 596 m.kr. en þegar búið er að draga frá uppsafnaðan halla stendur aðeins eftir útgjaldaheimild upp á 441 m.kr. fyrir árið 2006. Rekstur- inn árið 2005 nam hins vegar 605 m.kr. og miðað við fyrirhugaða aukningu um- svifa hjá sýslumannsembættinu telur rikis- endurskoðandi ljóst að nauðsynlegt sé að bæta verulega fjárheimildir ársins 2006, sé ætlunin að standa undir núverandi starfsemi sýslumannsembættisins. Komi ekki til aukningar fjárheimilda er nauðsynlegt að draga umtalsvert saman í þjónustu, en engin áform eru uppi um slíkan samdrátt. Ríkisendurskoðandi bendir á að sé það mat stjórnvalda að vöxtur emb- ættisins sé eðlilegur og því beri að tryggja meiri fjárheimildir í fjárlögum. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri utanríkis- ráðuneytis, segir í Morgunblaðinu að unnið hafi verið að því að flnna lausnir á fjárhags- vanda sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli án þess að leita aukinna fjárveitinga frá Alþingi. Hann segir að til standi að halda þeirri vinnu áfram. Þúsundir krossfíska á Berginu! Lífríkið i sjónum við Keflavík er hreint ótrúlegt þessa dagana. f ferð Ijósmyndara VF á hákarlaslóðir á sunnudag vakti gríðarlegur fjöldi krossfiska athygli. Krossfiskar „teppalögðu" allt Bergið eða Keflavikurbjarg, eins og það heitir víst. Krossfiskarnir voru þarna þúsundum eða tugþúsundum saman eins og sést á þessum myndum sem Hiimar Bragi og Davíð Sigurþórsson tóku. Það var þröngt á þingi en það má með sanni segja að Bergiö hafi verið „stjörnum" prýtt sl sunnudag. 2 VÍKURfRÉTTIR ! 32. TÖLUBLAÐ 27.ÁRGANCUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • IESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.