Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.08.2006, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 10.08.2006, Blaðsíða 22
55 ÓlafurThordersen skrifar: Rekstrarvandi Sýslumannsins á Keflavíkur- flugvelli, vandi Suðurnesjamanna? ' m næstkomandi ára- mót mun taka til starfa hér á Suðurnesjum nýtt embætti Iögreglustjóra Suð ur nesja sem verður til þegar er lög- S*S I kj reglan á Kefla- gff..' tM víkurflugvelli K ||g og lögreglan í [ Keflavík sam- einast.Nýrlög- reglustjóri Suðurnesja verður sýslumaðurinn á Keflavíkur- flugvelli sem flyst frá stjórn utanríkisráðuneytis til dóms- málaráðuneytis við brotthvarf varnarliðsins, en sýslumað- urinn í Keflavík mun áfram sinna ýmissi opinberri þjón- ustu. Samkvæmt upplýsingum sem fram koma í skýrslu rík- isendurskoðunar um fram- kvæmd fjárlaga fyrir árið 2005, er uppsafnaður rekstrar- halli Sýslumannsins á Keflavík- urflugvelli tæpar 100 milljónir króna og hefur skuldasöfnunin átt sér stað a.m.k sl. fimm ár. Samkvæmt upplýsingum ut- anríkisráðuneytisins stendur ekki til að leita eftir aukinni fjárveitingu frá alþingi og því er ljóst að við sameiningu þess- ara embætta þá er staðan nei- kvæð um 100 miiljónir. Lögreglan á Suðurnesjum mun heyra undir dómsmálaráðu- neyti eðli málsins samkvæmt, en í ljósi mikils uppsafnaðs og langvarandi rekstrahalla Sýslu- mannsembættisins á Keflavík- urflugvelli er eðlilegt að spyrja hvar mun þessum halla verða eytt, en samkvæmt skýrslu ríkis- endurskoðunar þá ber forstöðu- manni að skera niður þjónustu til að halda sig innan fjárlaga. Löggæsla á Suðurnesjum þolir ekki frekari niðurskurð og mik- ilvægt að fá að vita hvar Sýslu- maðurinn á Keflavíkurflugvelli mun leita hófanna við sparnað? Mun dómsmálaráðherra leyfa líkt og utanríkisráðuneytið virðist hafa látið óátalið árum saman að embættið verði í hallarekstri eða mun löggæsla á Suðurnesjum verða fyrir nið- urskurðarhnífnum? Við samein- ingu þessara embætta má án efa ná fram þó nokkurri rekstr- arhagræðingu, en brýnt er þó að löggæsla hér á Suðurnesjum verði ekki skert, hún á hinn veg- inn að eflast íbúum Suðurnesja til heilla. Ólafur Thordersen Bcejarfulltrúi A-listans í Reykjanesbœ LESTRARME LESTRIA BÓI legið hefur verið lestrarmet í Sumar- lestri Bókasafns Reykjanesbæjar en alls hefur 871 bók hefur verið lesin í júní og júlímánuði. Enn er mánuður eftir af sum- arlestri og því ekki óraunhæft áætla að um T1SUMAR- KASAFNINU eittþúsund bækur verði lesnar á þesu sumri. Sumarlestur hófst á safninu sumarið 2004 og þá voru 629 bækur lesnar en í fyrra jókst þátt- takan í 673 bækur. Frá þessu ergreint á vefReykjanesbcejar. Viltu spennandi starf í ferðaþjónustu? Alp ehf vill fá þig í vinnu! Ertu 25 ára eða eldri? - Okkur vantar: Röska menn og konur í afgreiðslu og bílaþvott I Keflavík og Reykjavík Þú þarft að vera meö bílpróf, hafa tungumálakunnáttu, vera með ríka þjónustulund, hreint sakavottorð og þekkingu og áhuga á ferðamennsku og bílum. Sölufulltrúa: Ert þú þjónustulipur og með mikla söluhæfileika? Sölufulltrúar annast sölu til innlendra og erlendra viðskiptavina. Enskukunnátta nauðsynleg, önnur tungumál kostur. Car Rental Sölufulltrúa innanlands: Ertu sölumaöur I þér, ertu tilbúinn I skemmtilegt og fjölbreytt sölustarf, þá er þetta starfið fyrir þig. Umsóknir skulu sendar á ingi@alp.is fyrir 15. ágúst ALP ehf. er ein af stærstu bílaleigum landsins meö einkaleyfi á vörumerkjunum Avis og Budget. Undir þessum vörumerkjum eru reknar tvær af stærstu bílaleigum heims. Samtals hafa Avis og Budget fleiri en 6.000 útleigustöövar og yfir 26 milljónir bíla um allan heim. Frekari upplýsingar um Avis og Budget er hægt að fá á www.avis.is og www.budget.is Bl Reykjanes: Veghefill fyrir innan Hoffmannaflöt í Norðlingahálsi. Djúpavatnsleið hefluð Vegagerðin vann við heflun á Djúpavatns- leið i vikunni og er leiðin nú mjög góð og greiðfær öllum bilum. Mikil samgöngubót er af hinum nýja áfanga Suðurstrandarvegar milli Hrauns og ísólfsskála og er Krýsuvíkurleið að verða álit- legur kostur fyrir ferðalanga ^ •• milli Suðurlands og Grinda- víkur. Krýsuvíkurvegur verður einnig heflaður nú fyrir helgina. Unnið hefur verið að hreinsun í Krýsuvík og í Reykjanesfólk- vangi, ný skilti hafa litið dagsins ljós. Með tilkomu landvarðar í hálft starf er eftirlit og umsjón með fólkvanginum að komast í gott horf. OFOGUR AÐKOMA Skemmdarvargar áttu leið hjá Myllubakkaskóla í Reykja- nesbæ fyrir skemmstu og slitu upp blóm og hrófluðu til i blómakeri sem staðsett er fyrir utan skólann. Aðkoman að kerinu var ófögur enda blómaker á borð við það sem staðsett er við skólann ætluð til þess að gefa bæjarfé- laginu litríkan blæ og hressa upp á umhverfið. Skemmdar- verk afþessu tagi eru með öllu óskiljanleg en vegfarandi sendi Víkurfréttum þessa símamynd og var honum mikið niðri fyrir við aðkontuna. IFRBJTASIMINN ^SQLMHRUmuaKT 8982222 Hef hafið störf aftur eftir langa en áhuga- verða dvöl í Noregi. Hef opnað nuddstofu í húsnæði Eygló Alexanders jógakennara. Kveðja Ingibjörg Aradóttir (Bobba) Heilsunuddari Sími: 865-6816 Iðavellir 9, 230 Keflavík VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR ÐAGLEGA! 22j VlKURFRÉTTIR ; 32. TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.