Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.08.2006, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 10.08.2006, Blaðsíða 17
nýtustu fréttir bt.t.R drga avf.is ÖRNINN HEFUR SIG TIL FLUGS Kylfingurinn Örn Ævar Hjartarson er fslands- meistari í holukeppni í golfi 2006 og síðasta sunnu- dag setti hann vallarmet á Hamarsvelli í Borgarnesi á opna SPM-mótinu. Litið hefur bólað á Erni síðustu misseri í golfinu en nú hefur Örninn brýnt klærnar og er mættur IPRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU í til leiks, afslappaður og leikur áhyggjulaust golf. Örn lék til úrslita við Ólaf Má Sigurðsson á Grafarholtsvelli síð- asta föstudag og réðust úrslitin ekki fyrr en á síðustu holunni. Par dugði Erni til sigurs á loka- holunni og hann fagnaði sínum fyrsta stórtitli síðan 2001 þegar hann vann höggleikinn það árið. „Kröfurnar sem ég geri til mín í dag eru allt öðruvísi en hér áður fyrr og nú má segja að ég leiki áhyggjulaust golf,” sagði Örn Ævar í samtali við Víkur- fréttir. „Ef eitthvað klikkar þá klikkar það bara, hlutirnir eru mun einfaldari þegar hugarfarið er þannig,” sagði Örn en hann brosti sínu breiðasta á föstudag þegar sigurinn í holukeppninni var í höfn. Vallarmet í Borgarnesi „Ég var að spila alveg rosalega vel og þetta var hringur hjá mér sem hefði getað endað mun betur. Ég átti séns á fugli á hverri einustu holu,” sagði Örn sem leikið hefur 15 hringi á 14 dögum og kvartar ekki undan þreytu þó álagið hafi verið tölu- vert undafarna daga. Örn lék á 66 höggum á Hamarsvelli í Borgarnesi en völlurinn sem var áður 9 holur er nú 12 holur. Þegar völlurinn var 9 holur átti Kristinn G. Bjarnason vallar- metið með 66 högg. Sveitakeppnin hefst á morgun Sveitakeppnin í golfi hefst á Hólmsvelli í Leiru á morgun þar sem lið Golfklúbbs Suður- nesja leikur á heimavelli. GS- menn hafa ekki riðið feitum hesti frá sveitakeppninni síð- ustu ár en þeir eru raunsæir og ætla halda sínu sæti í 1. deild. „I sveitakeppninni verða leiknir tveir hringir á dag, við ætlum okkur að vera áfram í 1. deild og í Leirunni erum við til alls líklegir,” sagði Örn en í sveita- keppninni er keppt eftir holu- keppnis fyrirkomulaginu. Atvinnumennska framundan? „Ég ætla ekki að líta til baka og sjá eftir því að hafa ekki reynt við atvinnumennskuna,” sagði Örn aðspurður um málið. „Það er meiri tími til þess að huga að atvinnumennskunni núna, hér áður fyrr var ég að vinna og í skóla. Það eru margir mögu- leikar í boði og ég þarf að ræða málin við fjölskylduna,” sagði Örn og nefndi m.a. sænsku mótaröðina og Evrópumóta- röðina. „Á góðum degi er ég alls ekkert verri en hver annar kylfingur,” sagði Örn að lokum og það mætti kalla þessi loka- orð nokkuð hógvær þar sem Örninn hefur staðið vel undir nafni upp á síðkastið. Að lok- inni sveitakeppni tekur Örn svo þátt í lokamótinu á Kb banka mótaröðinni þar sem hann gæti með góðum árangri iiáð þriðja sætinu en hann er í 5. sæti um þessar mundir. Myndir: www.kylfingur.is Valur Jónatansson og Hans Guðmundsson. VIKURf RF.TTIR I IÞROIIASIDUR I 17 BOÐILANDSBANKANS

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.