Víkurfréttir - 10.08.2006, Blaðsíða 21
Námskeið
Minningarorð - Magndís Gestsdóttir
eg ar við syst ur
setjumst niður og
rifjum upp allar þær
Ijúfu minningar sem við
eigum um ömmu Möggu
þá setur okkur hljóða. Það
er margs að minnast. Hún
var okkur kær, gekk okkur
í móðurstað ef á þurfti að
halda þar sem við ólumst
upp í næsta húsi. Hún var
snillingur bæði til orðs og
handa og hugsanlega náum
við allar þrjár til samans
að komast með tærnar þar
sem hún ein hafði hælana.
Hún var flínkur kennari og af þolinmæði
hafði hún nóg. Hún kenndi okkur það
sem henni þótti nauðsynlegast í lífinu s.s.
að lesa og skrifa, að prjóna, að fara með
bænirnar okkar og umfram allt að bera
umhyggju fyrir þeim sem minna máttu
sín.
Hún hugsaði um það að börnin fengju næði
til að þroskast og dafna og alltaf var hægt
að finna þetta næði hjá ömmu, teppið og
hitapokinn var ekki langt undan. Þar sem
amma bjó við erfiðar að-
stæður eins og oft var í upp-
hafi 20. aldar þá kunni hún
að fara með verðmæti og var
nýtin með eindæmum. Að
endurvinna plastpokana
og sauma upp á nýtt, nýta
hveitipokana í lök, klippa af
allar tölur og rennilása þegar
flíkin var ekki lengur nothæf.
Þetta gerði hún og okkur
fannst þetta ætti að vera
svona. Hennar stolt var að
allir fengju nýtt í rúm fyrir
jólin og það átti að vera hvítt
léreftsdamask og helst með
blúndu- milliverki og fengist ekki nógu gott
efni í Keflavík var ekið var eftir því í Hafn-
arfjörð í Skemmuna góðu í brekkunni. Og
línskáparnir í fjölskyldunni fylltust smátt og
smátt af hvítu handsaumuðum rúmfötum í
stór sem smá rúm. Jólin voru hennar tími
og hún byrjaði að kaupa jólagjafirnar í jan-
úarlok svo það væri öruggt að allt fólkið
hennar fengi nú góða og gagnlega pakka á
jólunum.
Þegar við skoðum nánar hvað amma hefur
haft fyrir stafni þá er ýmislegt sem kemur í
ljós. Hún var listamaður af guðsnáð. Hún
var söngelsk og hagmælt. Hún var hönn-
uður og kjólameistari. Hún var snillingur
í því baka og gera góðan mat. Það varð allt
að einhverju og það margfaldaðist í hönd-
unum á henni.
Hún átti þátt í að vinna búninga fyrir Leik-
félag Keflavíkur. Hún saumaði frábærar
flíkur s.s. jakka, kápur og kjóla sem m.a. eru
til sýnis á Byggðasafni Reykjanesbæjar, á
Popp-sýningunnni í Duushúsum. Nú bíður
okkar verkefni en það er að koma ljóðum
hennar í prentun og þar er verk að vinna,
fyrir fleiri en einn og fleiri en tvo.
Minningin um ömmu lifir.
Þegar allt er orðið hljótt
Og ekkert truflað getur
Guðgefi okkurgóða nótt
Það gerir enginn betur
MG.
Þínar ömmustelpur,
Sveindís, Karen ogKolbrún.
Sunnudaginn 13. ágúst
kl. 14 -17
íslenskar
lækninga-
jurtir
Fræðsla í Íþróttaakademíunni
um lækningamátt jurta. Farið
á 2 - 3 tínslustaði og kennt að
tína og verka jurtirnar.
Kennari
Ásdís Ragna Einarsdóttir
Nánari upplýsingar og fleira
skemmtilegt
www.akademian.is
v >■
-f A *r
íþrótta
akademían
Lögreglufréttir:
Bíl stolið í Keflavík
- fannst á Akureyri
Sendibíl var stolið í Kefla-
vík á dögunum og fannst
hann á Akureyri. Var bíll-
inn kyrrstæður og mannlaus
þegar hann fannst og var ekki
að sjá að hann hefði orðið fyrir
skemmdum. Ekki er ólíklegt
að bílþjófurinn eða þjófarnir
hafi vantað far á útihátíð um
Verslunarmannahelgina og því
gripið til þessra ráðstafana.
Ökuníðingur suiptur;
Tekinn á 178 km hraða
Helgin var afar róleg hjá
Lögreglunni í Keflavík
ef frá eru talin nokkur
umferðarlagabrot.
Einn ökufantur var tekinn á
178 km hraða á Reykjanesbraut
síðdegis á föstudag. Hann var
færður á lögreglustöðina í Kefla-
vík og sviptur ökuréttindum
sínum.
Tveir ökumenn voru svo teknir
um helgnina á Reykjanesbraut.
Var annar þeirra mældur á 161
km hraða en hámarkshraði á
Brautinni er 90 km.
Q
Afmæliskveðja:
Elsku Ingi Þór okkar,
Við óskurn þér
innilega tilhamingju
með 6 ára afmœlið
þann 18. ágúst.
kœrar kveðjur
mamma, pabbi
og Steinunn Astrós.
2
■fí.ARÐU R
t...\ I í*
Gerðaskóli
Skólasetning
Gerðaskóli verður settur mánudaginn 21. ágúst nk. á sal skólans.
Nemendurí 6. til 10. bekkmætikl. 10:00
Nemendurí 1. til 5. bekk mæti kl. 11:00
Kennsla hefst samkvæmt stundarskrá þriðjudaginn 22. ágúst
nema hjá 1. bekk.
Þann dagfara fram foreldrasamtöl en kennsla hefst 23. ágúst.
Kennarar og stuðningsfulltrúar mæti til starfa þriðjudaginn
15. ágústkl. 9:00 en þá er starfsmannafundur.
Skóladagvistin hefur starfsemina þann 23. ágúst.
Foreldrar sem ætla að nýta sér skóladagvistina en hafa
ekki skráð börn sín hafi sem fyrst samband við ritara skólans.
Skólastjóri
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLYSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
VIKURFRÉTTIR i FIMMTUDAGURINN10. ÁGÚST 20061 21