Víkurfréttir - 10.08.2006, Blaðsíða 12
Oddný Guðbjörg Harðardóttir, bæjarstýra í Garði:
Oddný Guðbjörg Harðardóttir er
fæddur og uppalinn Garðbúi og
hefur frá því nú í sumar vermt
bæjarstjórastólinn í Garði. Víkurfréttir
tóku hana tali og komust að því að hún
hefur í nógu að snúast sem bæjarstýra.
Góð menntun grundvallaratriði
fyrir bæjarfélagið
„Áherslan hjá okkur í N-listanum í kosn-
ingunum var á skólamálin og í haust
munu allir umsjónakennarar í grunnskól-
anum fá fartölvu og allar kennslustofurnar
verða útbúnar með skjávarpa. Markmiðið
er að ná betur til nemendanna og notkun
skjávarpa býður uppá fjölbreyttari og líf-
legri kennsluaðferðir. Góðir skólar og góð
menntun er grundvallaratriði fyrir bæjar-
félagið, það gagnast öllum bæði núna og í
framtíðinni og það laðar fólk að bænum,“
segir Oddný.
Margt sameiginlegt með
skólastjóra- og bæjarstjórastarfi
Oddný var aðstoðarskólameistari í Fjöl-
brautarskóla Suðurnesja um árabil og
skólameistari árið 2005 og segir hún að
ftnna megi margt sameiginlegt með starfi
hennar þar og bæjarstjórastarfinu. „Það
er nú óneitanlega þægilegra að geta hjólað
í vinnuna," segir Oddný og brosir. Hún
fæddist í Garðinum og eftir að hafa búið
í nokkur ár á Snæfellsnesi sem barn og
í Reykjavík þar sem hún var við nám og
eftir að hafa kennt í Rangárvallarsýslu í
þrjú ár fluttist hún aftur í Garðinn árið
1983. Eiginmaður Oddnýjar er Eiríkur
Hermannsson, fræðslustjóri í Reykja-
nesbæ, og eiga þau saman dæturnar Ástu
Björk og Ingu Lilju. Þær verða báðar í
námi við Háskólann í Reykjavík í haust,
Ásta á þriðja ári í lögfræði og Inga á fyrsta
ári heilbrigðisverkfræði.
Samstarf við önnur sveitarfélög
um atvinnumál
Síðan Oddný tók til starfa hefur hún
meðal annars unnið að bráðabirgðaupp-
gjöri fyrir fyrri helming þessa árs fyrir
Garðinn og fjármálin hafa tekið mikinn
tíma undanfarnar vikur. Atvinnumálin
eru líka í brennidepli og Garðurinn er í
samstarfi við Sandgerði og Reykjanesbæ
varðandi atvinnutækifæri í Helguvík og
kringum Keflavíkurflugvöll. „I öðrum
málum, s.s. umhverfismálum er unnið að
stefnumótun því í mörgum málum vantar
stefnumörkun hjá bænum. Með því að
hafa skýrt afmarkaða stefnu getum við
búið til aðgerðaröð og þannig sparað tíma
og peninga. Þá getum við líka hagað því
þannig að við séum ekki bara að bregðast
við vandamálunum þegar þau koma upp
heldur horft fram á veginn séð hvar pen-
ingarnir eru best nýttir," segir Oddný.
Aukið íbúalýðræði
Bæjarstjórnin vinnur að hagsmunum allra
íbúa Garðsins og vill auka íbúalýðræði.
„í haust verða haldnir fundir fyrir alla
Garðbúa þar sem málefni verða kynnt
og íbúum gefinn kostur á að setja fram
athugasemdir og ábendingar. Við leggjum
mikla áherslu á að við Garðbúar stöndum
saman og myndum sterka liðsheild burt-
séð frá flokkapólitík."
Viðtal: Magnús Sveinti Jónsson
V11 faðrGaFð bu a NSta nd i
air
n
lfllftt?e"51fraífl 5 k lcapb I it ik
12 I VÍKURf RÉTTIR 32.TÖLUBLAÐ 27. ÁRCANGUR
VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!