Víkurfréttir - 10.08.2006, Blaðsíða 16
VF-sporl
molar
Heiða í 5. sæti
Kylfingurinn Heiða Guðna-
dóttir lauk keppni í 5. sæti
á íslandsmótinu í fiokki
stúlkna á aldrinum 16-18
ára. Heiða lauk keppni á 247
höggum en hún var í 2. sæti á
mótinu eftir tvo keppnisdaga.
Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL
varð íslandsmeistari.
KR-Keflavík
Keflvíkingar léku gegn KR
í Landsbankadeild karla í
gærkvöldi. Víkurfréttir voru
farnar í prentun áður en úr-
slit urðu ljós en hægt er að
lesa um leikinn á vf.is.
ísland í 4. sæti á NM
Islenska karlalandsliðið í
körfuknattleik hafnaði í 4.
sæti á Norðurlandamótinu
sem frarn fór í Tampere í
Finnlandi fyrir skemmstu. ís-
lendingar léku við Dani um
3. sætið í mótinu en töpuðu
naumiega 82-81. Eini sigur
liðsins á mótinu var gegn
Norðmönnum en þeim leik
lauk með 69-90 sigri íslands.
Logi Gunnarsson gerði flest
stig að jafnaði i leik íslands
nteð 13,75 stig að meðaltali í
leik. Síðar í þessum mánuði
heldur landsliðið til Hollands
þar sem það tekur þátt í æf-
ingamóti og er fyrsti leikur
liðsins gegn heimamönnum
í Hollandi fimmtudaginn 24.
ágúst.
Dregið f riðla í
FIBA Eurocup
Búið er að draga í riðla í
FIBA Eurocup í körfuknatt-
leik þar sem Islandsmeistarar
Njarðvíkur og Deildarmeist-
arar Keflavíkur taka þátt.
Njarðvíkingar drógust í riðil
með Cherkasy-Basket LTD,
CSK VVS-Samara og Tartu
Rock og leika þessi lið í C-
riðli. Keflvíkingar munu leika
með BC Dnipro Dnepropetr-
ovsk, Mlekarna Kunin Novy
Jicin og Norrköpings Basket-
förening og leika í D-riðli.
Keppnin hefst í nóvember á
þessu ári en þetta er í fyrsta
sinn sem Njarðvíkingar taka
þátt en í það fjórða sem
Keflvíkingar tefla fram liði í
keppninni.
Grindavík-Breiðablik í
kvöld
Grindvíkingar taka á móti
Breiðablik í Landsbankadeild
karla í kvöld kl. 19:15 á
Grindavíkurvelli. Grindavík
hefur 14 stig en Blikar eru
með 17 stig. Grindavík vann
fyrri leik liðanna 3-2 þar sem
Oskar Örn gerði tvö mörk.
HV
m m ►1 Æ t V'
MÆTA
BOTNLIÐINU
Á MORGUN
Keflavíkurkonur höfðu
frækinn 4-1 sigur á
Stjörnunni í Lands-
bankadeild kvenna í síðustu
viku þar sem Nína Ósk Krist-
insdóttir gerði tvö mörk.
Karen Sævarsdóttir og Linda
O'Donnell gerðu hin tvö mörk
Keflavíkur. Með sigrinum
tókst Keflavík að saxa á forskot
Stjörnunnar sem hefur nú 18
stig en Keflavík er í 5. sæti með
15 stig. Keflavík mætir botn-
liði FH á morgun í Kaplakrika
kl. 19:15 og sækja fast að því
að jafna Stjörnuna að stigum.
Nína Ósk Kristinsdóttir,
leikmaður Keflavíkur, er nú
næst markahæsti leikmaður
deildarinnar en hún hefur gert
20 mörk í deildinni í surnar.
Hólmar til Silkeborg
Knattspyrnumaðurinn Hólrnar
Örn Rúnarsson sem átt hefur
skínandi gott tímabil með Kefl-
víkingum hefur náð samkomulagi við
danska liðið Silkeborg þar sem fyrir
er góðvinur Hólmars, Hörður Sveins-
son.
Hólrnar hélt utan til Danmerkur seint í
júlímánuði þar sem hann lék leik með
varaliði Silkeborg. „Ég var úti í sex daga
og kom heim fyrir Grindavíkurleikinn,
þetta var allt rnjög flott og mér gekk
sæmilega í leikitum,” sagði Hólmar sem
gengið hefur frá sínum málum við Silke-
borg en stjórn Keflavíkur á eftir að ljúka
sínum viðræðum við danska félagið.
Félagaskiptaglugginn rennur út 1. sept-
ember og þykir iíklegt að Hólmar verði
farinn til Danmerkur fyrir þann tíma.
„Það er spennandi upp á bikarkeppn-
ina að gera að vera áfram með Keflavík
en það er betra fyrir mig að fara sem
fyrst út til þess að komast í liðið,” sagði
Hólrnar en faðir hans, Rúnar Arnarson,
er formaður Knattspyrnudeildar Kefla-
víkur og segir óvíst hvenær Hólmar
haldi erlendis. „Umræður milli félag-
anna eru farnar af stað og við stefnum
að því að klára þær hratt og örugglega.
Við viljum hafa hann fram að mánaðar-
mótum en miðað við fyrstu viðbrögð þá
vill Silkeborg fá hann sern fyrst,” sagði
Rúnar en Silkeborg hefur ekki gengið
ýkja vel í upphafi leiktíðar. Allt bendir
til þess að Hólmar nái ekki að ljúka
leiktíðinni með Keflvíkingum en hann
hefur verið einn af burðarásum liðsins í
sumar og verður skarð hans vandfyllt.
Erum að ná markmiðunum
Ión Bjarni Hrólfsson og
Borgar Ólafsson hafa
pálmann í höndunum
ar tvær umferðir eru eftir
á ralltímabilinu. Jón og Borgar
hafa 15 stiga forystu í 2000 cc
flokki og eru í 3. sæti í heild-
arkeppninni. Félagarnir voru
að fara yfir bílinn þegar Víkur-
fréttir Iitu við.
„Næst er þriggja dag rall sem
er Alþjóðaralliðsagði Jón
Bjarni, ökumaður bílsins, í sam-
tali við Víkurfréttir en Borgar
er aðstoðarökumaður. 1 Alþjóð-
arallinu verða eknir 340 km á
þremur dögum og í því ralli
verða Jón og Borgar Islands-
meistarar í 2000 cc flokki en fá
ekki sigurlaunin fyrr en í lok
keppnistímabilsins á uppskeru-
hátíðinni. í heildarkeppninni
eru Jón og Borgar í 3. sæti en
þá eru talin saman heildarstig
keppenda í öllurn flokkum. „Við
erum að ná okkar markmiðum
sem var íslandsmeistaratitill í
okkar flokki og svo stefndum
við að því að vera ofarlega í
heildarkeppninni,” sagði Borgar.
Þeir félagar eru ánægðir með
bílinn sem þeir keppa á sem er
af tegundinni Ford Focus, árg.
2000. „Bíllinn hefur einstaka
fjöðrun sem við sérpöntuðum
frá Þýskalandi," sagði Jón en
bíllinn hefur einnig beintengdan
gírkassa sem gerir þeim kleift að
skipta um gír án þess að stíga á
kúplinguna. Alþjóðarallið hefst
17. ágúst og síðasta rallið verður
í september og þá líklegast á
Suðurnesjum og þá geta Jón og
Borgar unnið á heimavelli.
16
VÍKURFRF11IR I ÍÞROTTASlÐUR
VÍKURFRÉTTIR Á NETIIMU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!