Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.08.2017, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 02.08.2017, Qupperneq 2
Veður Fremur hægur vindur næstu daga, skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 8 til 18 stig, svalast austast. sjá síðu 26 Skreytum bæ með greinum grænum „Naustunum verður lokað, gatan tyrfð og skreytt líkt og undanfarin ár,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, skipuleggjandi Innipúkans. Myndin sýnir Stein Einar Jónsson og Hilmi Þór Einarsson mæta með trjágreinarnar sem munu meðal annars prýða götuna. „Þetta er hálfgerð vin í eyðimörk Reykjavíkur þessa helgi. Allir borgarbúar og sérstaklega fólk utan af landi eru velkomnir,“ segir Steinþór. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FERðAÞjÓNusTA Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps sam- þykkti á fundi sínum í gær lýsingu að deiliskipulagi fyrir lóð fyrir ferða- þjónustu við Reykholt í Þjórsárdal. Þar hyggst félagið Rauðikambur byggja upp baðaðstöðu, gistingu og veitingaþjónustu. Lýsingin fer nú fyrir skipulags- nefnd uppsveitanna í Árnessýslu og að fengnu samþykki hennar verður hún auglýst til kynningar. Sveitarstjórnin ákvað í júní að ganga til samninga við Rauðakamb um uppbygginguna og standa þær viðræður enn yfir. Rauðikambur hefur til umráða 2.500 fermetra lóð en félagið hefur óskað eftir stærra landi. Magnús Orri Schram, fram- kvæmdastjóri og einn eigenda Rauðakambs, segir standa til að halda opinn íbúafund síðar í ágúst og kynna þar hugmyndir félagsins fyrir heimamönnum. Til stendur að reisa ferðaþjónustuna við gömlu Þjórsárdalslaugina sem verður fjar- lægð. Hann segir áætlanir félagsins gera ráð fyrir að starfsemi geti haf- ist veturinn 2019 til 2020. Á meðal annarra þátttakenda í verkefninu er félagið Íslenskar heilsulindir, dótturfélag Bláa lónsins. – kij Gera ráð fyrir að hefja starfsemi veturinn 2019 Áætlanir okkar í Rauðakambi gera ráð fyrir að starfsemin geti hafist veturinn 2019 til 2020 eða eftir um tvö og hálft ár. Magnús Orri Schram, fram- kvæmdastjóri Rauðakambs NáTTúRuvERNd Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að aka vélknúnum ökutækjum utan vega, samkvæmt lögum um náttúruvernd. En þar segir jafn- framt að ef alvarleg spjöll verða á náttúru landsins vegna slíkra brota skuli viðkomandi sæta sektum, að lágmarki 350 þúsund krónum, eða fangelsi allt að fjórum árum. Lögreglan rannsakar nú mál manns sem ók Land Cruiser jeppa upp í Esjuhlíðar um síðustu helgi og festi hann þar. Bíllinn var dreginn niður í fyrrakvöld. „Þetta mál er hjá lögreglunni og meðhöndlað eins og hvert annað lögbrot,“ segir Davíð Örvar Hansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Hann segir að vegfarandi hafi vakið athygli lög- reglu á málinu. Davíð segir að hingað til hafi við- urlög við brotum jafnan falið í sér fjársektir sem hafi hlaupið á milli hundrað til tvö hundruð þúsunda króna. „Þú sérð til dæmis utanvega- akstur í Kverkfjalli í fyrra. Það var eitthvað á annað hundrað þúsund,“ segir hann. Helgi Gíslason, hjá Skógræktarfé- lagi Reykjavíkur, segir skemmdirnar vegna utanvegaakstursins verulegar. „Það verður kostnaðarsamt að laga þetta af því að þetta þarf allt að laga með höndunum. Það er ekki hægt að fara með nein tæki þarna upp til að laga þetta. Enda er svo sem ekki æskilegt að fara með tæki út í mýri. Þetta er eitthvað sem við þurfum að ráðast í mjög fljótt því þarna er hætt við að það fari að grafast úr hjólförunum og það auki skemmd- irnar verulega,“ segir hann. Spurður hvort Skógræktin hafi mannskap til að takast á við verkefnið segir hann að það þurfi þá einfaldlega að finna þann mannskap. Verkefnið geti ekki beðið. Helgi segist þó ekki þora að segja til um það í krónum talið eða umfangi vinnu hversu stórt verk- efnið er. „Við metum það og þegar það er búið þá sjáum við hvert tjónið er,“ segir hann. Helgi segir að Skógræktarfélagið hafi nú þegar falið lögmanni sínum að kæra málið og gera bótakröfu vegna þeirra skemmda sem orðið hafa. Hann segist ekki kannast við að áður hafi verið ekið upp í hlíðar Esjunnar. „Þetta er óvenjulegt enda held ég að allir hafi verið frekar hissa yfir þessu máli. Þetta er svona með því undarlegra,“ segir hann. jonhakon@frettabladid.is Laga þarf skemmdir í Esjunni með handafli Maðurinn sem ók Land Cruiser upp í Esjuna um helgina gæti átt yfir höfði sér hundraða þúsunda króna sekt. Skógræktin mun að auki krefja manninn bóta vegna skemmda. Ekki er hægt að fara með tæki upp í hlíðarnar til að lagfæra. Jeppa var ekið upp í miðjar hlíðar Esjunnar þar sem hann festist. Hafa þarf hraðar hendur við að laga skemmdirnar sem af hlutust. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þetta er eitthvað sem við þurfum að ráðast í mjög fljótt því þarna er hætt við að það fari að grafast úr hjólförunum og það auki skemmdirnar verulega. Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Gæði og glæsileik i endalaus t úrval af hágæða flísum Finndu okkur á facebook svEiTARsTjÓRNiR Ríkiskaup stendur að sameiginlegu örútboði fyrir sveit- arfélög sem hyggjast bjóða grunn- skólanemendum gjaldfrjáls náms- gögn á komandi skólaári. Nokkur sveitarfélög hafa ákveðið að taka þátt; Blönduós, Garður, Hafnarfjörður, Hornafjörður og Mosfellsbær. Þetta kemur fram á vef Ríkiskaupa. Fyrir liggur að Reykjanesbær, Ísa- fjarðarkaupstaður og Sandgerðisbær hafa náð hagkvæmum samningum í kjölfar örútboða og munu bjóða nemendum gjaldfrjáls námsgögn í haust. Akureyri, Borgarbyggð og Snæfellsbær verja nú þegar fé til námsgagna fyrir grunnskólabörn, málið er til skoðunar í Kópavogi og á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær var ákveðið að greiða fyrir námsgögn að upphæð 5.000 kr. fyrir hvern nem- anda í grunnskólum bæjarins. – aá Fleiri bjóða gjaldfrjáls námsgögn 2 . á g ú s T 2 0 1 7 M i ð v i K u d A g u R2 F R é T T i R ∙ F R é T T A B L A ð i ð 0 2 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 6 B -C 4 0 4 1 D 6 B -C 2 C 8 1 D 6 B -C 1 8 C 1 D 6 B -C 0 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.