Fréttablaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 2
Ástandið ekki gott Olíumengun er enn í Grafarlæk við Grafarvog. Ekki hefur tekist að finna hvaðan mengunin kemur. Ljóst er að hún barst á föstudeginum eða mögu- lega fyrr út í lækinn Í gær tók útbreiðslan kipp vegna úrkomu. Olían sem sést er staðbundin. Olían sem berst í fjöru er áhyggjuefni. Fréttablaðið/Eyþór Veður Austan- og suðaustanátt í dag, skýjað að mestu sunnan- og vestan- lands og sums staðar dálítil væta, en bjart með köflum norðaustan til. sjá síðu 24 samfélag  Jóhanna Sigurðardóttir, sem var fyrsti opinberlega samkyn- hneigði þjóðarleiðtogi heims, mun opna áttundu hinsegin gönguna í Færeyjum þann 27. júlí næstkom- andi. Jóhönnu er meðal annars boðið að taka þátt í ár til að  varpa ljósi á þær framfarir sem hafa átt sér stað í réttindabaráttu hinsegin fólks í Færeyjum á síðustu árum. Það vakti athygli árið 2010 þegar Jóhanna Sigurðardóttir fór í opinbera heim- sókn til Færeyja að Jenis av Rana, for- maður Miðjuflokksins í Færeyjum og þingmaður á færeyska Lögþing- inu, neitaði að mæta til kvöldverðar- boðs með Jóhönnu Sigurðardóttur og Jónínu Leósdóttur. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og fyrr á þessu ári voru hjónabönd samkynhneigðra sam- þykkt á færeyska lögþinginu. Áætlað er að þúsundir muni ganga til stuðnings hinsegin fólki þennan dag. Jónína Leósdóttir, kona Jóhönnu, mun einnig taka þátt í göngunni. Jóhanna og Jónína hafa undanfarið sótt marga viðburði sem tengjast réttindabaráttu hinsegin fólks. Meðal annars setti Jóhanna LGBT, menningar- og viðskiptahátíð á Tenerife, ásamt borgarstjóranum og tóku þær Jónína í lok júní þátt í mannréttindaráðstefnu í tengslum við World Pride í Madrid í vikunni. Ekki náðist samband við Jó h ö n n u vi ð vinnslu fréttar- innar. – sg Jóhanna opnar gleðigönguna fyrir Færeyinga em2017 „Ég var á leiðinni út eftir leik og þá spyr Ragga (Ragnhildur Skúla- dóttir í landsliðsnefnd KSÍ) hvort hún eigi ekki að taka töskuna og ég halda á Ými. Svo hverfur Ragga bara en ég þurfti að labba í gegnum þetta fjölmiðlasvæði,“ segir Harpa. Þar varð uppi fótur og fit, mynda- vélar fóru á loft og allir vildu ræða við nýbökuðu mömmuna. Ýmir tók athyglinni með stóískri ró. „Ég var ekki búin að hugsa þetta til enda en kannski var bara fínt að klára þetta á einu bretti.“ Spurningarnar snerust fæstar um leikinn en meira um móðurhlut- verkið. „Kannski finnst okkur Íslend- ingum það orðið eðlilegra að pabb- inn sé að sjá um börnin á meðan mamman sér um önnur verkefni,“ segir Harpa. „Þeir voru aðallega að spá í það hver væri eiginlega að sjá um barnið fyrst að ég væri að spila hér. Sem betur fer á hann pabba. Ég held að það væri ekki mikið um fréttir ef mamman væri hinum megin við borðið eins og Kalli er núna,“ segir Harpa og vísar til föðurins, Jóhann- esar Karls Sigursteinssonar, sem heldur til í sumarhúsi með synina tvo meðan á EM stendur. Harpa dvelur þó hjá þeim á nóttunni að frátalinni nóttinni fyrir leik þegar landsliðið gistir í borginni þar sem leikið er hverju sinni. Knattspyrnusamband Evrópu minntist á nýbökuðu íslensku mömmuna í umfjöllun fyrir og eftir Frakkaleikinn. Sá misskilningur var ðreyndar að hin 26 ára Dagný Brynj- arsdóttir, miðjumaður landsliðsins, var sögð þriggja barna móðir. „Mér finnst bara geggjað að Dagný sé stimpluð sem þriggja barna móðir því hún verður svo móðguð bara ef einhver kallar hana konu. Ég vil að fólk deili endi- lega þessari frétt svo hún fari sem víðast.“ Svo virðist sem Dagnýju hafi verið ruglað saman við Hörpu, nýbakaða tveggja barna móður, og Málfríði Ernu Sigurðardóttur sem á þrjú börn. „Okkur fannst þetta mjög fyndið. Þetta var mikið rætt í matnum fyrir leikinn,“ segir Mál- fríður hlæjandi. Ekki var minna hlegið þegar umfjöllun UEFA eftir leik var skoðuð. „Þar kom fram hvað þriggja barna móðirin Dagný væri í geggjuðu formi,“ segir Málfríður og hlær. Stelpurnar mæta Sviss á laugar- daginn en liðið hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum. Marka- drottningin Harpa hefur litlar áhyggjur af því. „Við erum búin að fara vel í gegnum sóknarleikinn og varnarleikinn. Þetta dettur með okkur, bara spurning um hvar og hvenær.“ kolbeinntumi@365.is Blaðamenn hópuðust  í kringum mömmuna Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir segir það ekki hafa verið planað að mæta með fimm mánaða son sinn í viðtöl eftir tapið gegn Frökkum. Allt fór á hliðina er franskt og hollenskt fjölmiðlafólk sá leikmann með svo ungt barn í fanginu. Ýmir Jóhannesson sló í gegn með Hörpu þorsteinsdóttur, mömmu sinni, á blaðamannafundi eftir baráttuleikinn gegn Frökkum. Fréttablaðið/VilHElm Ég var ekki búin að hugsa þetta til enda en kannski var bara fínt að klára þetta á einu bretti. Harpa Þorsteinsdóttir Volvo Penta á Íslandi | Brimborg • Bíldshöfða 6 • Sími 515 7070 • volvopenta.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM hjá volvo penta á íslandi Öflug Volvo Penta þjónusta Hjá Volvo Penta á Íslandi | Brimborg starfar framúrskarandi teymi sem samanstendur af öflugum fagmönnum Brimborgar og samstarfsaðilum um land allt. Komdu í dag og ræddu við ráðgjafa. HAFÐU SAMBAND Í DAG • Sími: 515 7067 | 869 7537 Guðmundur Gísli • Netfang: volvopenta@brimborg.is • Heimasíða: volvopenta.is Kauptu bestu varahlutina Volvo Penta á Íslandi | Brimborg er með gott úrval varahluta á lager og á mjög hagstæðu verði. Varahlutasérfræðingar okkar veita þér fyrirtaksþjónustu og ráðgjöf við kaup. Volvo Penta Kubbur_10x10_20170615_Draft1.indd 1 20.6.2017 13:47:16 ísrael Afstaða og hegðun Evrópu- sambandsins gagnvart Ísraelsríki er „geðveik“ samkvæmt forsætisráðherra ríkisins, Benjamin Netanjahú. Frá þessu greindi hann á lokuðum fundi í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, en ummælum hans var fyrir slysni varpað í heyrnartól fjölmiðlamanna sem biðu fyrir utan fundinn. „Evrópusambandið er eina ríkja- sambandið í heiminum sem setur sér þröng skilyrði í samskiptum við Ísrael, pólitísk skilyrði,“ sagði for- sætisráðherrann. Sagði hann afstöðu ESB raska öryggi sambandsins sem og skaða efnahag þess. – þea Ísraelar fordæma afstöðu ESB til sín benjamin Netanjahú 2 0 . j ú l í 2 0 1 7 f I m m T u D a g u r2 f r é T T I r ∙ f r é T T a B l a ð I ð 2 0 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 8 -B 9 7 8 1 D 5 8 -B 8 3 C 1 D 5 8 -B 7 0 0 1 D 5 8 -B 5 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.