Fréttablaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 6
Allur borðbúnaður fyrir veitingahús gsimport.is 892 6975 gæði – þekking – þjónusta Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is STIMPLAR STAFRÆNIR STIMPLAR - BÓKHALDSSTIMPLAR - NÚMERASTIMPLAR FATASTIMPLAR - TEXTASTIMPLAR - HRINGSTIMPLAR COLOP - TRODAT - DAGSETNINGASTIMPLAR Stimplar af öllum stærðum og gerðum PANTAÐU STIMPIL Á PMT.IS 2 0 . j ú l í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R6 F R é T T I R ∙ F R é T T A B l A ð I ð SAMFélAG „Þetta er allt frekar súr­ realískt og maður er frekar daufur,“ segir Olivia Rakelardóttir Zieba en andvaka hennar bjargaði trúlega mannslífum í stórbruna í Mývatns­ sveit í fyrrinótt. Sjö manns voru í fastasvefni þegar eldurinn kviknaði í húsinu Austur­ hlíð. Fimm starfsmenn Hótels Reyni­ hlíðar sváfu í kjallara hússins og par á efri hæðinni. Bráðabirgðaniðurstöð­ ur benda til að eldurinn hafi kviknað í aðstöðu við pall sem stendur við húsið þar sem starfsmenn reykja. Húsið er skráð sem íbúðarhúsnæði. Þótt trúlega hafi kviknaði í vegna sígarettu var það önnur sígaretta sem bjargaði því sem bjargað varð því Olivia gat ekki sofnað og fékk símtal sem hún vildi ekki taka í öðru starfsmannahúsi rétt hjá. Hún vatt sér því út og rúllaði upp sígarettu. „Það var svo mikill vindur þann­ ig að ég  var eitthvað  að reyna að kveikja í en þegar ég sný mér við þá sé ég að húsið stendur í ljósum logum,“ segir Olivia sem hringdi strax í Neyðarlínuna og sagði að fólk væri í hættu. „Það var enginn kominn út og einhvern veginn ekkert að gerast. Ég hringdi næst í yfirmann minn sem býr í húsinu og sem betur fer svaraði hann. Ég öskraði eitthvað á hann – man reyndar ekkert hvað ég sagði og skömmu síðar komu allir hlaupandi út.“ Rauði krossinn opnaði fjölda­ hjálparstöð fyrir starfsfólkið. Einnig var því útvegaður fatnaður og öllum var boðinn sálrænn stuðningur og var Olivia nýkomin af slíkum fundi er Fréttablaðið náði tali af henni. Slökkviliðið í sveitinni barðist við eldinn þrátt fyrir vatnsleysi en vatn hafði verið tekið af Reykjahlíðar­ þorpi vegna viðgerðar. Þegar vatnið í tankinum á slökkviliðsbílnum þraut brugðu slökkviliðsmenn á það ráð að sækja vatn í Mývatn og luku slökkvi­ starfi þannig. benediktboas@365.is Slökktu í með Mývatni Mikil mildi þykir að ekki varð manntjón í stórbruna í Mývatnssveit í gær. Stúlka gerði viðvart og sjö manns rétt sluppu út áður en eldurinn læsti sig um húsið. Vatnslaust var í þorpinu vegna viðgerðar og var slökkt í með vatni úr Mývatni. Bráðabirgðaniðurstöður benda til að kviknað hafi í á pallinum. Mynd/Pétur SveinBjörnSSon SAMGönGUR Sex ferðum Herjólfs til og frá Landeyjahöfn 23., 24. og 25. júlí hefur verið aflýst. Segir í tilkynn­ ingu frá Herjólfi að niðurstöður dýptarmælinga við Landeyjahöfn á dögunum sýni að ekki sé nægt dýpi við hafnargarðana til að hægt sé að sigla á fjöru. Stórstreymt er næstu daga og þar af leiðandi er dýpið of lítið til að Herjólfur sigli til Landeyjahafnar. Þá segir að samkvæmt Vegagerðinni sé dýpkunarskip ekki fáanlegt sem stendur, ekki liggi fyrir hvenær slíkt verður fáanlegt. „Öldu­ og vindaspá er góð fyrir næstu daga og vonast er til að ekki þurfi að fella niður fleiri ferðir en við biðjum farþega þó að fylgjast vel með tilkynningum, ef aðstæður breytast þá verður það tilkynnt,“ segir í tilkynningunni. – þea Ferðum um Landeyjahöfn aflýst vegna stórstreymis Ekki er nægt dýpi til að sigla um Landeyjahöfn á fjöru dagana 23. til 25 júlí. Dýpkunarskip er ekki fáanlegt og ekki liggur fyrir hvenær það fæst. Húsið er illa farið af eldi og reyk. Mynd/Pétur SveinBjörnSSon UMhveRFISMál „Umferð hefur að undanförnu aukist verulega um Reykjanesbraut ekki síst með til­ komu Costco verslunarinnar og vegna aukinna umsvifa almennt í Kauptúni,“ segir í bréfi íbúa við Sunnuflöt í Garðabæ þar sem þeir óska eftir því að bæjaryfirvöld beiti sér fyrir því að gerð verði hljóðmön við Reykjanesbraut. „Gríðarlegur umferðarhávaði berst frá Reykjanesbraut yfir Efri­ Flatir svo ekki verður lengur við unað. Með fyrirsjáanlega vaxandi umferð mun ástandið versna enn frekar,“ segja íbúarnir. Þeir hafi lýst áhyggjum sínum af auknum hávaða frá umferð þegar Reykjanesbrautin var tvöfölduð fyrir um það bil áratug. „Fengust þau svör að þetta myndi lagast með hljóðmanarstubb yfir læknum og hljóðmön við Vífils­ staðaveg. Þær aðgerðir hafa því miður litlu breytt,“ segja íbúarnir sem vilja hljóðmön við Reykjanes­ braut á kaflanum frá Vífilsstöðum að byggðinni í Molduhrauni. „Nánar tiltekið að þeim hluta brautarinnar sem snýr að Flatahverfi í Garðabæ,“ eins og segir í bréfinu. Með hljóðmön segjast íbúarnir telja að hávaðamengun  í hverf­ inu minnki til muna með auknum lífsgæðum fyrir þá sem þar búa. Útivistargildi Garðahrauns muni aukast verulega. „Nýlega hafa verið lagðir glæsilegir göngustígar um hraunið, en því miður er hávaði það mikill í hrauninu að náttúru­ upplifun er takmörkuð.“ Bæjarráð Garðabæjar fól bæjar­ stjóranum að skoða málið.  – gar Íbúar á Flötunum segja umferðargný hafa magnast með Costco Gríðarlegur um- ferðarhávaði berst frá Reykjanesbraut yfir Efri-Flatir svo ekki verður lengur við unað. Íbúar á Sunnuflöt 2 0 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 8 -E 0 F 8 1 D 5 8 -D F B C 1 D 5 8 -D E 8 0 1 D 5 8 -D D 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.