Fréttablaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 4
Láttu okkur ráða Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is Þarftu að ráða? Iðnaðarmann Bílstjóra Bifvélavirkja Þjónustufólk Öryggisvörð Lagerstarfsmann Matreiðslumann VIÐSKIPTI Snorri Jakobsson, grein- andi hjá Capacent, segir ljóst að eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda kaup smásölurisans Haga á Lyfju séu Hagar ekki eins spennandi fjárfestingarkostur og áður. Sam- eining félaganna hefði aukið breidd í rekstri Haga auk þess sem vænt sam- legðaráhrif hefðu verið umtalsverð. Hann segir að Capacent verðmeti Haga án Lyfju og Olís á genginu 48,6 krónur á hlut en verðmatsgengi Haga með fyrirtækin tvö innanborðs hafi verið 52,4 krónur á hlut. Gengi bréfa félagsins stóð í 39,05 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær. Þrátt fyrir að Samkeppniseftir- litið hafi ekki samþykkt kaupin segir Snorri hins vegar að Hagar sé enn verulega vanmetið fyrirtæki á markaði. „Við erum hins vegar ekkert að draga fjöður yfir það að Hagar eru ekki eins spennandi fjár- festingarkostur og áður, en Lyfja félli vel að rekstri Haga,“ segir hann. – kij Hagar ekki eins spennandi án Lyfju Hagar reka meðal annars verslanir Bónus. FréttaBlaðið/Eyþór Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent NEYTENDUR Varúðarmerkingum á efnavörum, svo sem þvotta- og hreinsiefnum, hefur í mörgum til- fellum verið ábótavant í verslun bandarísku keðjunnar Costco í Garðabæ. Umhverfisstofnun hefur krafið verslunina um úrbætur. Ef verslunin verður ekki við kröfum stofnunarinnar gæti hún átt yfir höfði sér dagsektir. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins sendu nokkrir keppinautar Costco, fyrst og fremst innlendir heildsalar, kvörtun til Umhverfis- stofnunar þar sem bent var á að var- úðarmerkingum á ýmsum vörum sem verslunin selur, til dæmis upp- þvottaefnum og hreinsivörum, væri verulega ábótavant. Lýstu þeir sem kvörtuðu gremju sinni yfir því að Costco hefði í marg- ar vikur komist upp með að merkja ekki allar umbúðir efnavara sinna, líkt og skylt er lögum samkvæmt. Gunnlaug Helga Einarsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, staðfesti í samtali við blaðið í gær að stofnunin hefði brugðist við ábendingum sem henni bárust og sent starfsmenn í eftirlitsferð í Costco. Hefðu þeir í kjölfarið krafið verslunina um ákveðnar úrbætur, þar á meðal að hún bætti varúðar- merkingar sínar á efnavörum. For- varsmenn verslunarinnar fengu fjögurra vikna frest til þess að grípa til úrbóta og er sá frestur ekki enn liðinn. Samkvæmt upplýsingum  frá Umhverfisstofnun  er víða pottur brotinn í merkingum efnavara. Á það ekki aðeins við um Costco, heldur er úrbóta þörf víðar. „Við reynum ávallt að bregðast við ábendingum sem við fáum, fara á staðinn og ganga úr skugga um hvort þær standist. Við gerum í kjölfarið eftirlitsskýrslu þar sem fram kemur hvort ábendingarnar eigi við rök að styðjast eða ekki. Og ef merkingum er ábótavant er gerð krafa um úrbætur og ákveðinn frestur gefinn. Fyrirtækin fá þá frest til þess að koma sínum málum í lag,“ segir Gunnlaug. S a m k væ m t e f n a l ö g u m e r Umhverfisstofnun heimilt að veita þeim sem brýtur gegn ákvæðum laganna áminningu. Ef fyrirmælum Umhverfisstofn- unar er ekki sinnt innan tiltekins frests getur hún jafnframt lagt dag- sektir á viðkomandi fyrirtæki þar til úr er bætt, en sektirnar geta numið allt að 500 þúsund krónum fyrir hvern dag. kristinningi@frettabladid.is Costco gert að merkja efnavöru eftir kvartanir frá keppinautum Umhverfisstofnun krefurð bandaríska verslunarrisann Costco um úrbætur vegna óviðunandi merkinga á efnavörum eftir kvartanir keppinauta. Ef verslunin verður ekki við kröfum á hún dagsektir yfir höfði sér. Pottur er víða brotinn í merkingu efnavöru og á það ekki aðeins við um Costco segir Umhverfisstofnun. Costco opnaði verslun sína í Garðabæ 23. maí síðastliðinn. FréttaBlaðið/Eyþór. LögREgLUmáL Héraðssaksóknari rannsakar nú meint brot yfirmanns hjá Icelandair sem er grunaður um brot á lögum um verðbréfaviðskipti, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Rannsóknin beinist að viðskipt- um með bréf í félaginu í aðdraganda þess að Icelandair Group sendi frá sér tilkynningu til Kauphallarinnar í febrúar, þar sem afkomuspá ársins var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. Ólafur Þór Hauksson héraðssak- sóknari staðfesti við fréttastofu í gær að rannsókn stæði yfir og að nokkrir hefðu verið færðir í yfirheyrslu. Þá hefðu eignir verið kyrrsettar eða frystar en fjárhæðirnar sem um ræðir hlaupa á tugum milljóna. Að sögn Ólafs gengur rannsókn vel en ekki liggur fyrir hvort ákæra verður gefin út. – jkj Tugir milljóna króna frystir Meint brot yfirmanns hjá icelandair er til rannsóknar. FréttaBlaðið/PJEtur Við reynum ávallt að bregðast við þeim ábendingum sem við fáum, fara á staðinn og ganga úr skugga um hvort þær eigi við rök að styðjast eða ekki. Gunnlaug Helga Einarsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun SLYS „Vegurinn er alveg skelfilegur þarna. Það brotnar úr honum á köntunum og svo er hann mjög þröngur í þokkabót,“ segir Magnús H. Valdimarsson, eigandi ferðaþjón- ustufyrirtækisins Time Tours. Rúta á vegum fyrirtækisins valt á Gjá- bakkavegi á Suðurlandi í gær með 43 farþega innanborðs. Magnús lýsir atburðarásinni sem svo að rútan hafi verið að mæta öðrum bíl. Vegna þrengdar vegarins hafi bílstjóri rútunnar þurft að víkja út í kant og þá hafi kanturinn gefið sig. „Malbikið brotnar niður þarna. Svo er búið að rigna alveg rosalega mikið undanfarið,“ segir Magnús. Enginn slasaðist alvarlega í slys- inu. „Það voru víst allir í bílbeltum og svo var þetta reyndur og góður bílstjóri þannig að þetta fór vel. Það var heppilegt að enginn slasaðist, það er fyrir öllu,“ segir Magnús enn fremur. Magnús er afar ósáttur við stjórn- völd vegna ástands vegarins. „Maður verður að geta gert þær lágmarkskröfur að vegabætur skili sér. Ferðaþjónustan borgar að minnsta kosti nógu mikið af gjöldum til ríkisins.“ – þea Skelfilegur Gjábakkavegur sagður ástæða þess að rúta fór á hliðina rúta time tours valt af veg- inum sem staðið hefur til að lagfæra. Það var heppilegt að enginn slasaðist, það er fyrir öllu. Magnús H. Valdimarsson, eigandi Time Tours KíNa Ekki er lengur hægt að skrifa um eða deila myndum af hinum viðkunnanlega bangsa Bangsímon, sé maður á inter netinu í Kína. BBC segir Kínverja hafa deilt myndum af Bangsímon í sambæri- legum aðstæðum og forseti landsins, Xi Jinping, og líkt for- setanum við barna- bókabangsann vinsæla. Segir BBC að Kínverjar líði ekki að hæðst sé að leiðtoganum á slíkan hátt. – þea Kínverjar banna Bangsímon 2 0 . j ú L í 2 0 1 7 F I m m T U D a g U R4 F R é T T I R ∙ F R é T T a B L a Ð I Ð 2 0 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 8 -C D 3 8 1 D 5 8 -C B F C 1 D 5 8 -C A C 0 1 D 5 8 -C 9 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.