Fréttablaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 8
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Tjakkar á Múrbúðarverði EP Pallettu-tjakkur 2 tonna lyftigeta 37.890 með PU hjólum kr 38.890 Rafmagnstjakkur 1,5 tonn verð frá 178.900 m.vsk EP Galvaniseraður tjakkur 2 tonna lyftigeta 77.990 www.velasalan.is S. 520 0000, Dugguvogi 4, 104 Reykjavík Bátar á sjó og vötn NÝ SENDING Nýr og glæsilegurTerhi á frábæru verði Terhi 475 BR Vinsamlega leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar. Utanborðsmótorar Taktu þátt á frettabladid.is/sumarleikur fjarskipti „Síminn hefur ekki sætt sig við að lúta sömu kröfum og aðrir þjónustuaðilar og er það miður,“ segir í yfirlýsingu frá Orkuveitu Reykjavíkur vegna gagnrýni for- stjóra Símans á vinnubrögð Gagna- veitunnar, dótturfyrirtækis OR. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá bréfasendingum Orra Haukssonar, forstjóra Símans, til Orkuveitunnar. Gagnrýnir Orri að Gagnaveitan neiti samstarfi um lagningu og rekstur ljósleiðara og að Míla,  dóttur- fyrirtæki Símans, fái ekki að kaupa aðgang að völdum hluta kerfis Gagnaveitunnar heldur standi ein- ungis til boða að kaupa aðgang að öllu kerfinu í heilu lagi. Segir hann Gagnaveituna vinna gegn lögum og misnota opinbert fé til að að hindra samkeppni. Orkuveitan segir hins vegar í yfir- lýsingu sinni að starfsemi Gagna- veitunnar grundvallist á lögum og reglum. Félagið sé undir eftirliti Póst- og fjarskiptastofunnar og Sam- keppniseftirlitsins. „Með tilkomu Ljósleiðarans inn á fjarskiptamarkaðinn hefur samkeppni aukist og valkostum neytenda fjölgað verulega. Það er óumdeild staðreynd. Póst- og fjar- skiptastofnun hefur skilgreint Mílu sem markaðsráðandi í fast- línutengingum og hefur verið það um langt árabil,“ segir OR sem kveður það eitt af markmiðum Gagnaveitunnar að efla samkeppni á fjarskiptamarkaði. „Hefur árangur fyrirtækisins sýnt fram á það og að vera neytendum fagnaðarefni.“ Þá segir Orkuveitan að Gagnaveit- an sé ekki markaðsráðandi í fastlínu- tengingum. Það sé Míla hins vegar. „Vegna þeirrar stöðu og vegna sáttar sem Síminn/Míla gerðu við Sam- keppniseftirlitið vegna brota hvíla kvaðir á fyrirtækjunum umfram önnur á markaði,“ segir Orkuveitan. Í Fréttablaðinu í gær sagði forstjóri Símans frá því að Kópavogsbær hafi þurft að skikka Gagnaveituna til að gefa Símanum kost á að vera með í skurðum sem grafnir voru undir ljós- leiðara í Kópavogi í júní svo að ekki þyrfti að grafa upp sömu göturnar í tvígang. „Lausn fékkst í Kópavogi eftir að Míla krafðist hlutdeildar í fram- kvæmdum GR eftir að þær höfðu verið fullhannaðar, leyfi íbúa fengin, þær boðnar út og um þær samið,“ segir Orkuveitan. Þá hafi Gagna- veitan lagt sig fram um að bjóða Símanum aðgang að Ljósleiðaranum á viðskiptalegum forsendum. „Rétt eins og þeim sex fyrirtækjum sem nú veiti um hann þjónustu í samkeppni þeirra á milli.“ – gar Síminn lúti sömu kröfum og aðrir gera Með tilkomu Ljósleiðarans inn á fjarskiptamarkaðinn hefur samkeppni aukist og valkostum neytenda fjölgað verulega. Það er óumdeild staðreynd. Orkuveita Reykjavíkur katar Arabaríkin fjögur, sem beita Katara nú viðskiptaþvingunum og hafa slitið stjórnmálasambandi við ríkið, hyggjast gera nýjar kröfur til Katara. Ríkin, Sádi-Arabía, Egypta- land, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin, settu fram þrettán kröfur til Katara í síðasta mánuði sem þeir vildu að Katarar uppfylltu, ættu ríkin að aflétta þvingunum. Því höfnuðu Katarar. Fastafulltrúar ríkjanna fjögurra hjá Sameinuðu þjóðunum héldu fund með blaðamönnum í höfuð- stöðvum SÞ í gær þar sem þeir til- kynntu að nýju kröfurnar yrðu sex talsins og öllu víðtækari en fyrr- nefndar þrettán. Á meðal þeirra verða kröfur um aukna skuld- bindingu Katara í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum og að hætta að grafa undan stöðugleika við Persaflóa. Á fundinum kváðust fastafulltrú- arnir vilja leysa deiluna á vinsam- legan átt. Sagði fastafulltrúi Sádi- Arabíu, Abdullah al-Mouallimi, að utanríkisráðherrar ríkjanna hefðu samþykkt sín á milli umræddar sex kröfur á fundi í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þann fimmta júlí. „Auðvelt ætti að vera fyrir Katara að samþykkja kröfurnar,“ sagði al- Mouallimi. Sádi-Arabinn sagði jafnframt að kröfurnar væru ófrávíkjanlegar og að málamiðlanir kæmu ekki til greina. Hins vegar væru ríkin fjögur til í að ræða við Katara um hvernig yrði best að innleiða kröfurnar. Athygli vakti að al-Mouallimi sagði að það gæti reynst óþarft að loka katarska fjölmiðlinum Al Jazeera, líkt og upphaflegu kröf- urnar gerðu ráð fyrir. Sagði hann hins vegar að miðillinn þyrfti að hætta að hvetja til ofbeldis og miðla hatursáróðri. „Ef við getum náð því markmiði án þess að loka Al Jazeera er það í lagi.“ Upptökin að deilunni við Persa- flóa má rekja til þeirrar sannfær- ingar ríkjanna fjögurra að Katarar styðji hryðjuverkasamtök. Þá er Sádi-Aröbum einkar illa við hversu góð samskipti Katara eru við stjórn- völd í Íran. Katarar tjáðu sig ekki um tilkynn- ingu ríkjanna fjögurra í gær. Hafa þeir jafnframt alltaf neitað því að hafa styrkt hryðjuverkasamtök. Persaflóadeilan hefur nú staðið yfir í um sex vikur. Hafa Katarar neyðst til þess að flytja inn mat og drykk með skipum og flugvélum. Áður en ríkið var beitt viðskipta- þvingunum komu um áttatíu pró- sent allra matvæla Katara frá ríkj- unum fjórum. thorgnyr@frettabladid.is Ríkin fjögur setja fram nýjar kröfur til Katara Arabaríkin fjögur, er beitt hafa Katara viðskiptaþvingunum í sex vikur, gera sex nýjar kröfur til ríkisins. Áður voru kröfurnar þrettán. Þeim höfnuðu Katarar. Meðal annars er deilt um meintan stuðning Katara við hryðjuverkasamtök. Þessir úlfaldar eru á meðal fórnarlamba deilunnar. Þeir þurftu að ganga langa leið til baka eftir að hafa verið meinuð innganga í Sádi-Arabíu. NordicphotoS/AFp Auðvelt ætti að vera fyrir Katara að samþykkja kröfurnar. Abdullah al-Moual- limi, fastafulltrúi Sádi-Arabíu hjá SÞ 2 0 . j ú l í 2 0 1 7 f i M M t U D a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 0 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 8 -D C 0 8 1 D 5 8 -D A C C 1 D 5 8 -D 9 9 0 1 D 5 8 -D 8 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.