Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.07.2017, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 20.07.2017, Qupperneq 10
GÓÐUR FERÐAFÉLAGI Volkswagen Caddy Beach www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Fimm manna fjölskyldubíllinn Volkswagen Caddy Beach býður upp á allt sem þarf fyrir ferðalagið. Caddy Beach verður að litlu sumarhúsi með 2,3 m x 2,9 m fortjaldi sem fest er á afturhlerann, klappstólum, borði og loftunaropi á rennihurð. Hver einasti dagur er dásamleg upplifun, hvar sem þú ert. Kynningarverð 3.990.000 kr. Verðlistaverð 4.670.000 kr. - Svefnaðstaða fyrir 2 - Fellanleg borð og stólar - Geymsluhólf - Fortjald og gluggatjöld - Kælir og vasaljós - Leðurklætt aðgerðastýri - Margmiðlunartæki m. snertiskjá - Bluetooth - Hraðastillir Til afhendingar strax! Við látum framtíðina rætast. Volkswagen Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir gagn­ rýnivert að ekki hafi allir haft sama aðgengi að fjárfestingarleið Seðla­ banka Íslands. Leiðin hafi leitt til þess að aðstöðumunur á milli þeirra sem áttu fé erlendis og hér á landi hafi aukist. Fjármálaráðherra segir að eftir á að hyggja hafi reglurnar átt að vera strangari. Fram kom í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efna­ hagsmál, í gær að þeir fjárfestar sem komu með evrur hingað til lands í gegnum fjárfestingarleiðina á fyrri helmingi  2012 gætu nú innleyst rúma tuttugu milljarða króna gengis­ hagnað. Markaðurinn upplýsti jafnframt um fjölmarga fjárfesta sem nýttu sér leiðina til þess að koma með gjald­ eyri og fjárfesta hér á landi til að minnsta kosti fimm ára. Var þeim gert kleift að kaupa krónur á betra verði en opinbert gengi Seðlabank­ ans sagði til um. Benedikt Jóhannesson fjármála­ ráðherra segir erfitt að setja sig í spor þeirra sem settu reglurnar um fjárfestingarleiðina á sínum tíma. „Í kjölfar hrunsins voru menn í miklum vandræðum vegna þess að hér voru erlendir aðilar sem áttu svo mikið af krónum. Snjóhengjan var þá í þeirri stærð að hún gæti sett allt efnahagslífið á hliðina ef krónurnar hefðu allar farið út í einu.“ Hins vegar spyrji maður sig nú hvort reglurnar hafi ekki átt að vera strangari. Vissulega hafi leiðin falið í sér mismunun. „Ég held að eftir á að hyggja hefðu menn kannski betur haft reglurnar öðruvísi.“ Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, lagði fram þingsályktunar­ tillögu í vor um að skipuð yrði sér­ stök nefnd til þess að rannsaka fjár­ festingarleiðina. Tillagan var ekki útrædd á síðasta þingi og segist Einar ætla að leggja hana fram að nýju í haust, þó í breyttri mynd. „Það er fnykur af þessu. Þarna bauðst efnuðu fólki sem átti eignir í útlöndum að koma heim með peningana sína á kjörum sem almenningi stóðu ekki til boða,“ segir hann. Lilja telur það geta verið gagnlegt að skipa sérstaka nefnd til þess að fara yfir málið, hvernig það var til­ komið og hverju það skilaði. „Ef það væri til þess að upplýsa málið frekar, þá er það mjög jákvætt.“ Lilja segir að þegar stjórnvöld hafi opnað leiðina árið 2011 hafi snjó­ hengjan verið stór og gjaldeyris­ innflæði takmarkað. Leiðin sé hins vegar ekki hafin yfir gagnrýni. Það sem helst hafi verið gagnrýnivert var að ekki höfðu allir sama aðgengi að leiðinni, enda hafi fjárhæðartak­ mörkin verið tíu milljónir króna. „Það er grundvallaratriði að mínu mati að aðgengi fólks að gæðum sem stjórnvöld hafa milligöngu um að veita þarf að vera jafnt.“ Jón Steindór Valdimarsson, vara­ formaður stjórnskipunar­ og eftir­ litsnefndar Alþingis sem fjallaði í vor um áðurnefnda tillögu Pírata, segir sjálfsagt að skoða leiðina ofan í kjölinn. Hann vill þó ekki fullyrða á þessari stundu hvort formleg rann­ sókn sé nauðsynleg. „Það er afskaplega mikilvægt að okkur takist að skapa traust á meðal almennings á fjármálakerfinu. Við verðum að vanda okkur mjög vel við öll skref sem við tökum og læra af fortíðinni.“ kristinningi@frettabladid.is Allir hefðu áttu að sitja við sama borð Þingmenn gagnrýna að ekki hafi allir haft sama aðgengi að fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Fjármálaráðherra segir að eftir á að hyggja hafi reglurnar átt að vera aðrar og strangari. Leiðin hafi falið í sér mismunun. Þingmaður Pírata vill að sérstök rannsóknarnefnd skoði málið. Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson kynntu fjárfestingarleið bankans árið 2011. FréttAblAðið/VilhelM Það er grundvallar­ atriði að mínu mati að aðgengi fólks að gæðum sem stjórnvöld hafa milli­ göngu um að veita þarf að vera jafnt. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins viðskipti 2 0 . j ú l í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R10 F R é T T I R ∙ F R é T T A B l A ð I ð 2 0 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 8 -C 8 4 8 1 D 5 8 -C 7 0 C 1 D 5 8 -C 5 D 0 1 D 5 8 -C 4 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.